18.2.05

Já, svakalega hefur verið mikið að gera í félagslífinu undanfarið. Eitt þorrablót og skrepp á Grand Rokk; systkinakvöld heima, flott veisla og endað í pottinum; bíóferð á The Sea Inside; bíóferð á Bangsímon og frýllinn (má ekki klikka á teiknimyndunum); árshátíð á Broadway og skrepp á Sirkus og Sólon; og svo það nýjasta: fór á forsýningu á Ray í breyttum og mikið bættum sal Laugarásbíós. Myndin mjög góð, Jamie Foxx fór alveg á kostum í hlutverki Ray Charles. En mikill svakalegur saurlífisseggur hefur karlinn verið á sínum tíma! :-O

Enívej.. róleg helgi framundan, ef ég lít fram hjá því að það er allt brjálað heima hjá mér ;-) Engin smá læti sem fylgja því að búa til ný herbergi! Ædol í kvöld, vonast til þess að Lísa detti út. Er engan veginn að fíla hana. Missti af AmÆdol í gærkvöld en vonast til þess að upptakan hafi heppnast. Þá get ég horft á Ædol alla helgina bara...

8.2.05

Ég verð bara að segja það....

Ef þú ætlar einu sinni í bíó á þessu ári, sjáðu þá The Sea Inside (Mar adentro) eftir Alejandro Amenábar í Regnboganum. Ég hef bara ekki enn fundið réttu orðin til að lýsa þessari mynd. Mögnuð, ótrúlega mögnuð. Og það segir ekki hálfa söguna.

Mig langar svo að blogga alveg helling um þessa mynd en það bara koma engin orð.

Er þá ekki best bara að ég hætti núna?? :)

Jú, ég vil þakka Ívari á Bylgjunni fyrir að hafa styrkt hið mánaðarlega BÁS kvöld að þessu sinni. Alltaf gott að fá frítt í bíó !!

3.2.05

Mæli með Paulo Coelho. Hef reyndar bara lesið "The Alchemist" og "11 mínútur" eftir hann, og er í miðri "The fifth mountain", en það er bara svo gott og róandi að lesa bækurnar hans. Frásagnir hans láta mér líða vel. Sögurnar hans eru fallegar og mjög vel sagðar. Ég þarf bara að finna mér fleiri bækur eftir hann :)

Mæli líka með kvikmyndinni "The Terminal" með Tom Hanks og Catherine Zeta-Jones. Mjög falleg mynd, vel gerð, vel leikin og já, allavega fannst mér hún vera góð :)

Get ekki annað en mælt líka með súkkulaði. Hvaða súkkulaði sem er. Bara súkkulaði og nóg af því! Það klikkar aldrei ;) Punktinn yfir i-ið setur svo smá mjólkursopi til að renna súkkulaðibitanum niður. Ég held ég verði að fá mér svoleiðis á eftir!

1.2.05

Vinna, vinna, vinna, hlusta á Eagles meðan ég vinn, vinna, vinna, vinna, vinna, þorrablót, Dondelejo eðahvaðsemþeirviljakallasignúnas.s.fyrrverandiHjálmar á Grand Rokk, fullt af artsí fartsí liði og maður sjálfur alltof uppdressaður fyrir staðinn, körfubolti, 8 ára stelpur, körfubolti, meiri körfubolti, vinna, vinna, vinna, vinna, vinna, vinna.

Mikið er ég fegin að ég píndi mig heim kl. 23:05 í gærkvöld þar sem ég hefði ábyggilega getað eytt nóttinni í það sem mér tókst á fyrsta vinnuklukkutímanum nú í morgun.

Heimilislíf, hvað er nú það?

Eitthvað ofan á brauð held ég... svona svipað og kæfa, kannski ögn betur lyktandi.