28.3.05

Erðanú bjánaskapur. Ég var í þvílíkum rólegheitum í sumó um helgina, ætlaði að gista eina nótt með familíunni. En nei.... þrátt fyrir tvö rauðvínsglös, ró og næði, þá tókst mér ekki að festa blund einu sinni alla aðfararnótt sunnudags. Prinsessan á bauninni strikes back! Mikið var gott að fleygja sér í rúmið heima stuttu eftir hádegi á páskadegi og steinsofa í 3 tíma áður en haldið var í enn aðra átveisluna.

Talandi um átveislur. Ég hef farið í 5 stykki (haldið sumar sjálf) á 10 dögum en þyngdist ekki neitt. Það er greinilegt að það munar heilmiklu fyrir mig að sleppa kartöflunum ;-)

Þá er skrattaskýrslan tilbúin og félagsfræðiverkefni nr. 3 komið vel á veg. Gaman að skilgreina snyrtivörunotkun út frá ýmsum kenningum félagsfræðinnar. Mikið fjör.

En hvað það væri gaman að fá þetta útsýni einhvern tíman á næstunni! Mig langar á tónleika :) :) :)

21.3.05

Æ hvað ég vildi óska þess að My So-Called Life þættirnir hefðu haldið áfram. Ekki sanngjarnt gagnvart okkur dramadrottningunum í heiminum að gera bara eina seríu!!

11.3.05

Tíhíhí...

ég held ég verði að halda áfram að hryggja þann sem commentaði hjá mér síðast með fleiri góðum fréttum.

Það er svona um það bil nokkuð pottþétt (hahaha hversu langsótt er þessi setning) að Duran Duran sé að koma til Íslands til að halda tónleika í Egilshöll þann 30. maí næstkomandi. Ég er ROSALEGA æst yfir þessu því þetta eru náttúrulega fréttirnar sem ég beið eftir fyrir 20 árum síðan og loksins loksins LOKSINS rætist þessi draumur. Þó ég hafi komist á tónleika með goðunum mínum í London sl. vor þá verður þetta bara toppurinn á tilverunni. Duran Duran í *mínu* heimalandi! Gerist varla betra. Nema hvað að jú, ég ætla að splæsa VIP miðum á mig og eiginmanninn.

Ég trúi þessu bara varla ennþá... einum of gott til að vera satt. En ef þetta er satt þá ætti að vera komin staðfesting á þessu bara í næstu viku.

Já, ég held bara svei mér þá að lífið mitt sé fullkomið!!! Muahahahaha....

3.3.05

Jeij, ég er búin að skila af mér öllu bókhaldi fyrir árið 2004. Loksins, loksins, loksins. Ekkert smá ánægð með að *sá* kafli sé búinn. Þá er bara að drífa sig í að fara að bóka það sem hefur gerst í janúar og febrúar :)

Ég fór á viðhafnarforsýningu á Phantom of the Opera í gærkvöld. Sat dáleidd með gæsahúð allan tímann. Mér finnst þessi saga svo flott og tónlistin er svo yndislega skrýtin og dramatísk. Leikararnir/söngvararnir sem flestir eru bara einhverjir nobodies stóðu sig allir mjög vel. Minnie Driver kom vel á óvart sem sópran dívan og unga stúlkan sem leikur Christine náði mjög vel að koma persónunni á framfæri. Svo var nú ekki leiðinlegt að reka augun í mynd af föður Christine, sem er síðan maðurinn sem lék Raoul, hinn ógurlega flotta, á sviðinu í London í fyrra. Það tók smá stund að venjast ljóshærðum Raoul en strákurinn, sem lék samkynhneigðan mormóna í Angels in America, er í hlutverki Raoul í þessari mynd. Mér finnst líka frábært hvað myndin heldur sig að miklu leyti við uppsetningu söngleikjarins, s.s. sviðsmynd er að miklu leyti eins og ég fékk alveg sama fílinginn, dramatíkina, alveg beint í æð, eins og þegar ég horfði á þetta "læv" af fremsta bekk fyrir tæpu ári síðan.

Ætli ég fari ekki að spartla (spassla á "venjulegri" íslensku) í kvöld. Búið að smíða tvo veggi, grunna þá og draga rafmagnið í. Á bara eftir að spartla og mála... Mig er farið að langa að geta flutt stelpurnar mínar í sitt hvort herbergið! Oh happy days... :)