31.10.05

En hvað mánudagar geta verið eitthvað leiðinlegir stundum. Minnir mann bara á þetta...

28.10.05

Bara a? pr?fa!!
Image hosted by Photobucket.com

Thank G-d it's Friday! Það var sko kominn tími til...

Það var ötterlí kúl að keyra í snjófokinu í morgun, í hlýjum bílnum og hlusta á Jamie Cullum. London skies var einhvern veginn ótrúlega fitting við aðstæðurnar.

Paint a picture,
Clear cut and pale on a cold winters day,
Shapes and cool light wander the streets like an army of strays,
On a cold winters Day.

Will you let me romanticize,
The beauty in our London Skies,
You know the sunlight always shines,
Behind the clouds of London Skies.

25.10.05

Víhaaa.. ég er að jafna mig af slímhúðarsýkingunni. Mér þykir voðalega vænt um lækninn minn þegar hann literally læknar mig!

Ég hef líka komist að því að lagið Discoteque með U2 hefur einn og aðeins einn tilgang:

ÞAÐ ER ÓTRÚLEGA HENTUGT LAG TIL AÐ HALDA MANNI Í TILTEKTAR- OG SKÚRINGASTUÐI

Ég s.s. hlusta ekki oft á þetta lag en það kom mér alveg í gírinn áðan!

Fatakynning í kvöld, get ekki beðið, hef aldrei áður verið svona æst í að kaupa mér föt!

Búmm sjakalaka búmm sjakalak diskótek!

22.10.05

Óvissuferð G-89 2005:

Bara bjór í boði í "fyrir"partýinu - lélegt en ég hafði vit á því að koma með "nesti" með mér.

Partýleikir með of keppnisfullu fólki - leiðinlegir þegar fólk fer að þrjóskast og rífast út af engu.

Pool í góðum hópi - algjör snilld! Ekki sakar þegar liðið manns vinnur ;-)

Rútuferð í niðamyrkri - bara gaman... sérstaklega gaman að syngja :-)

Draugasetrið - ótrúlega fyndið pleis!

Humarveisla á Við fjöruborðið - það eru ekki til nógu mörg góð orð til að lýsa þessum lið rétt. Orðum það bara þannig að það er ekki hægt að nota hnífapör við þessar aðstæður og maður getur líka étið endalaust af hvítlauksristuðum humarhölum.

Myndatökur eftir matinn - bara snilld. Ég hlakka ekkert smá til að sjá allar þessar myndir í fullri stærð :-D bwahahahaha

Marskaka - úff... sælgætisbomba, maður!

Rútuferð í ennþá meira myrkri - ekki gaman að missa röddina en hún hlýtur að finnast aftur einhvern tíman á næstu dögum.

18.10.05

Átaksvika um samkynhneigð

Þessa fyrirsögn las ég í Morgunblaðinu í dag og átti bágt með að fara ekki að hlægja. Mikið ofsalega var þetta eitthvað illa orðað. Mér leið eins og greinin undir myndi hljóma eitthvað á þennan hátt: "Endilega komið öll og verið samkynhneigð með okkur! Það er bara það eina sem virkar. Þú ert bara ekki maður með mönnum eða kona með konum nema þú sért samkynhneigð/ur."

Bwahahahahaha

15.10.05

Hugleiðingar um Live Aid

Please remember this day all of your lives. It's important.
Remember the day you wanted to help.
Remember the bands and crews who did it. The professionals who made it an extraordinary technological feat.
Remember the dying who were allowed to live.
Remember the day you die, there is someone alive in Africa 'cos one day you watched a pop concert.
Remember your tears and your joy.
Remember the love.
Remember on that day for once in our bloody lives WE WON.
Remember the dying goes on and remember so that as time passes you can tell others, 'it's possible, I know'.
What a day, what a lovely day.

Þessi orð skrifaði hinn magnaði Bob Geldof í júlí 1985. Ég man og mun alltaf muna.

Þennan dag, 13. júlí 1985 fannst mér ÖMURLEGT ÓRÉTTLÆTI HEIMSINS að vera bara 12, næstum því 13, ára gömul og föst hérna uppi á Íslandi þar sem ég fékk ekki einu sinni beina útsendingu frá Live Aid allan daginn. Ég þurfti að sætta mig við klippur frá fyrri hluta tónleikanna í London og svo reyndar mest megnið af tónleikunum í Philadelphia. Ég vakti yfir þessu til að verða 4 um nóttina, ef ég man rétt, og lifði mig rosalega inn í atburði dagsins/kvöldsins. Ég tók upp allt það sem var sýnt í sjónvarpinu okkar og horfði á mest megnið af því aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ég vildi vera þátttakandi en neyddist til þess frá sjónvarpsherberginu heima hjá mér. Þessi dagur varð aðeins síðar stórt móment í mínu lífi, ekki bara vegna Live Aid, heldur líka því að á Live Aid í Philadelphia komu allir 5 meðlimir Duran Duran saman og spiluðu sinn svanasöng næstu 17 árin eða svo. Andy og Roger hættu mjög stuttu eftir þessa tónleika og hjarta mitt brast. Ó hvað ég var dramatísk!

Í dag horfði ég á fyrstu tvo diskana í fjögurra diska DVD setti sem ég keypti mér í London. Diskarnir kallast Live Aid - The day the music changed the world - July 13 1985. Ég gat ekki annað en skrifað niður smá athugasemdir við sumt af því sem ég upplifði á skjánum eftir allan þennan tíma. Margt hafði ég aldrei séð áður og naut þess alveg í tætlur hérna heima hjá mér, grenjandi eins og ég veit ekki hvað í milljónasta skiptið yfir orðum, gjörðum, athöfnum, svipbrigðum. Fólkinu. Tónlistinni.

Díana prinsessa var svo sæt þegar hún labbaði inn í stúkuna. Leiðinlegt fyrir hana að Duran Duran spiluðu ekki í London því hún var mikill aðdáandi þeirra og lái ég henni það ekki ;-)
Svakalega hoppaði Dee C. Lee mikið!!! (bakraddasöngkona Style Council)
Boomtown Rats voru nú ljótu snillingarnir. I don't like Mondays er frábært tjáningarlag, það þarf ekki söngrödd til að koma skilaboðunum á framfæri.
Adam Ant var verulega liðugur í þröngu leðurbuxunum sínum :-O
Midge Ure... æjæjæj hvernig datt okkur í hug í þá daga að risastór speglagleraugu með þykkri umgjörð væru töff?
Annars var Vienna ALGJÖR SNILLD hjá speglagleraugnagæjanum.
Spandau Ballet voru hryllilega cute, flott skærgræn jakkaföt sem Martin Kemp var í hahahahaha
Nik Kershaw var æðislegur!
Sade var flott.
Sting algjört æði, krakkalegur miðað við aldur!
Phil Collins með sítt að aftan bwahahahahaha.. alveg þess virði að sjá það!
Howard Jones, frábær á flyglinum.. I hope you find it in everything, everything that you see!
Af hverju í ósköpunum söng Bryan Ferry í 2 míkrófóna? Hafði hann áhyggjur af því að hljóma ekki í steríó???
Paul Young rosalega góður og Alison Moyet kom verulega á óvart. Ég var búin að gleyma hversu þrusugóð röddin í henni er.
Bono skánar í útliti með aldrinum, sítt að aftan var ekki flott á honum (ef það var þá yfirleitt flott á einhverjum!). The Edge líka. Rosalega flott Sunday Bloody Sunday. Skintight leðurbuxur og háhæluð stígvél! Magnað Bad, grét úr mér augun. Bono óþægur við gæsluna, fór niður að áhorfendasvæðinu og pikkaði upp nokkrar stelpur, dansaði við eina. Larry Mullen Jr. magnaður eins og venjulega.
Phil Collins fór í Concorde!
Beach Boys, OMFG hversu lame getur maður verið, jafnvel árið 1985???!!!???
Dire Straits og Sting = geggjuð blanda.
Queen frábærir, Freddie ótrúlegur entertainer með ótrúlega rödd og ótrúlegt egó! Það verður aldrei annar Freddie *sniff sniff*
Eina hárið sem hreyfist á öllum tónleikunum er á Jim Kerr (Simple Minds).
Stuð á David Bowie, axlapúðar dauðans!!!
Chrissie Hynde var rosalega töff skvísa.. en ég á aldrei eftir að geta horft á hana á sama hátt eftir að hafa séð hana reyna við Smelly Cat í Friends!! bwahahahaha
Gaman að sjá Elton John vs. Kiki Dee, hún hefur gullfallega rödd! Líka frábært að fá Wham-bræður á sviðið þó svo að Andrew hafi bara verið stillt út í horn.

Já, svona er það sem kom upp í höfuðið á mér þegar ég horfði á þetta í dag. Ég hlakka mikið til að horfa á hina 2 diskana einhvern tíman á næstunni!

Bara svona aðeins í lokin:
GO KIMI GO!!! Ég ætla að reyna að vakna rétt fyrir kl. 6 í fyrramálið til að horfa á formúluna. Nú verða Mclaren menn að ná 1-2 sigri!!!

14.10.05

Heilög kú, þetta var fljótt!

Fór í atvinnuviðtal kl. 9:00 í morgun.
Mætt aftur í vinnuna um kl. 9:30.
Fékk símtal kl. 10:35, var boðin vinnan með því kaupi sem ég fór fram á og ósk um að byrja "sem fyrst".

Ég held ég hafi aldrei gengið frá málum svona fljótt áður á ævinni. Var þvílíkt búin að undirbúa mig fyrir það að fara í 14 viðtöl í viðbót ;-)

Mont mont mont mont mont mont mont!!!!

13.10.05

Takk fyrir spörkin, stelpur. Þau virkuðu ;-)

Nú þarf ég smá góðar viðtals-hugsanir. Er að fara í atvinnuviðtal kl. 15:00 í dag, fimmtudag, og annað kl. 09:00 í fyrramálið!

Nóg að gera.

11.10.05

LOL ég hef sjaldan séð það betra... En ég hugsa samt að þeir sem ekki eru inni í Duran-húmornum finnist þetta ekkert fyndið ;-)Óborganlegt.. hahahahaha... Get a room!

7.10.05

Júhú... alltaf gaman að fá gott feedback frá kennaranum. Ég er búin að skila þremur verkefnum í NÁT113 (jarðfræði) og fæ A fyrir þau öll!!! Ekkert smá ánægð með sjálfa mig, gömlu konuna!

Ég þarf hins vegar að fara að taka mig á í ÍÞR111 og fara oftar í Baðhúsið. Nennir ekki einhver að sparka í rassinn á mér á hverjum degi með þetta? Mér finnst erfitt að hunskast af stað.

Annars er fátt að frétta svo sem. Sé fram á torfærugengisdjamm núna á morgun, svo verður óvissuferð í vinnunni föstudaginn 14. okt. Ég er enn svekkt yfir því að hafa misst af Singstar keppni Grettisgötu 89 en var svo sem á næst-uppáhaldsstaðnum mínum í heiminum í staðinn þannig að það var engan veginn slæmt.

Ég prjóna og prjóna á kvöldin, er að reyna að klára buxur á litla snúðinn, hann systurson minn. Ég er búin með peysuna og nú er bara fram og til baka, fram og til baka í skálmunum, svaka fjör :) (og ég skil ekki, núna þegar ég les þetta yfir, af hverju ég prjónaði ekki skálmarnar strax í hring!!!) Ég vona að hann verði ekki vaxinn upp úr þessu þegar ég loks klára! Lítið hefur farið fyrir saumaskap hjá mér undanfarið vegna þessa, en ég ætla að demba mér í það þegar buxurnar eru búnar. Þarf reyndar líka að klára lopasokka á eldri dömuna mína, ég er búin með einn og hálfan ;) Ætti svo sem að geta klárað það á einni kvöldstund.

Það er föstudagur og ég er engan veginn í vinnustuði! Hlakka ótrúlega mikið til að geta kúrt til ca. 8 í fyrramálið ;)