29.11.05

Jæja, þá er maður kominn úr vetrarríkinu Slóveníu. Ferðin var alveg frábær, þrátt fyrir að ekki allt færi eins og áætlað var. Þegar við komum út úr hinum ótrúlegu dropasteinshellum í Postojna (þar sem Þengill hinn illi dvelur ;-) ) var komin þessi líka svakalega jólasnjókoma og landið var bara orðið hvítt. Svo snjóaði og snjóaði og snjóaði svolítið meira og á einum sólarhring var jafnfallinn snjór um það bil 35 cm! Umferðarmenningin í Ljubljana fór í hnút þar sem fólk var ekki á vetrardekkjum og leigubílstjórar gátu margir hverjir ekki unnið þar sem þeir fá háar sektir ef þeir eru ekki komnir á vetrardekkin þegar það er snjór. Það var skýjað eða þoka allan tímann þannig að við fórum ekki í kastalann í miðju Ljubljana, enda mikið slabb og ca. 20 mínútna labb upp hæð að kastalanum. Við fórum hins vegar að borða á ótrúlega góðum stöðum föstudags- og laugardagskvöld. Maður át eins og maður gat mögulega í sig látið, fékk léttvín með matnum og margir fengu sér koníak eftir matinn. Og reikningurinn var í hvort skiptið undir 6000 krónum á manninn! Þjónustan alveg til fyrirmyndar og það er ekki annað hægt að segja en að Slóvenar séu sérlega vingjarnleg þjóð. Eins og t.d. kokkurinn sem bauðst til þess að keyra okkur Sverri heim á föstudaginn því leigubílarnir gengu hægt og illa.

Við versluðum líka slatta en mest bara á stelpurnar, auðvitað. Ég keypti mér þó tvenna skó, ítalska loðfóðraða kuldaskó og Teva (Teva rúlar!!!), og á flugvellinum, í hinni gríðarstóru Tax free búð keypti ég tvær töskur handa mér, eina djammbuddu og eina útsaumaða handtösku, ferlega sæta.

Ég á eftir að fara í gegnum allar myndirnar sem voru teknar... set einhverjar skemmtilegar hérna inn við gott tækifæri.

23.11.05

Slóvenía. Ljubljana. Fer þangað á morgun :-)

Mikið verður gott að komast aðeins í burt úr rútínunni. Eyða smá gæða tíma með eiginmanninum og fjörtíma með fyrrum samstarfsfélögum.

Og gleðilega þakkargjörðahátíð, þið sem haldið upp á slíkt, ef einhver eru.

Ég ætla að taka landafræðibókina mína með til að lesa í flugvélinni.

17.11.05

Best að prófa þennan leik:

Settu nafnið þitt í komment hjá mér og:
1. I´ll tell you something random about you
2. I´ll tell you what song/movie reminds me of you
3. I´ll pick a flavor of jello to wrestle you in
4. I´ll say something that only makes sense to you and me
5. I´ll tell you my first/clearest memory of you
6. I´ll tell you what animal you remind me of
7. I´ll ask you something that I´ve always wondered about you

14.11.05

Jæja, enn einn mánudagurinn að líða og þessi var meira að segja síðasti vinnudagurinn í gömlu vinnunni. Allavega síðasti official vinnudagurinn því ég á nú eftir að læðast eitthvað um þarna eins og grár köttur um kvöld og helgar við og við fram að áramótum til að reyna að halda bókhaldinu í þokkalegu formi.

Enívej, ég fékk þetta líka rokna kveðjupartý í lok vinnudagsins, súkkulaðibombu (B-O-B-A) frá Café Konditori Copenhagen og var leyst út með þessari eðal peysu frá vinnufélögunum. Mér verður aldeilis hlýtt í henni í vetur og á eflaust eftir að nota hana óspart á nýja vinnustaðnum....

... þar sem ég mæti kl. 8:00 í fyrramálið. Úff.. spenningur og smá stress í gangi, ekki mikið þar sem ég held ég eigi eftir að fitta vel inn í húmorinn á þessum vinnustað, en bara svona... það er alltaf smá stress að byrja að vinna á nýjum stað.

Ég hlakka mikið til að fara með fyrrum starfsfélögum mínum til Ljubljana, Slóveníu, eftir rúma viku. Þar verður komist að því hvernig best varðveitta leyndarmál Slóveníu verður höndlað af nokkrum Íslendingum. Svo vantar mig urlið á síðuna hjá mollinu, Sverrir ;-) Við verðum nú að planleggja verslunarferðina hehehehe..

11.11.05

Svo virðist vera sem einn maður sé búinn að ákveða að á túninu hinum megin við götuna mína skuli vera reist óperuhús. Mér þykir þetta alveg stórmerkilegt hvað þessi eini maður telur sig vera Guð almáttugan okkar Kópavogsbúa og geti bara ákveðið allt sjálfur og þurfi sko engan umræðu um eitt né neitt sem hann tekur ákvörðun um.

Bendi á þessa frétt á vef Kópavogsbæjar sem sýnir alveg svart á hvítu um hvað er verið að ræða.

Þrátt fyrir að hann segi engar skuldbindingar hafi verið gerðar, heyrir maður fréttir af þessu máli í fjölmiðlum við og við. Í fréttablaðinu í dag er mynd af þessum manni á þeim stað sem hann ætlar að reisa óperuhúsið. Þetta virðist vera alveg harðákveðið mál, tjah nema það að hann vill ekki að bæjarstjórn komi nokkuð nálægt því og telur það ekki "tímabært" að greina frá öðrum aðilum sem að málinu koma. Í fréttum Bylgjunnar nú í hádeginu heyrði ég samt "telur hann að húsið verði tilbúið árið 2008".. eða var það 2007? Ég man það ekki, ég var svo klumsa við að heyra þetta.

Ég hlakka innilega til að sjá hvert framhaldið verður, hvort karlanginn geti séð sér fært að bera þetta mál undir bæjarstjórn til samþykktar allavega, svona áður en verður farið að grafa fyrir grunninum.

Hvað finnst ykkur? Er ég bara svona menguð af anti-sjálfstæðis-isma eða eru þetta ekki svolítið óeðlileg vinnubrögð??

9.11.05create your own visited country map

Ég er s.s. búin að heimsækja 4% af löndum heimsins. Er reyndar búin að svindla Slóveníu þarna inn en ég fer þangað eftir 15 daga :-) Mér þætti gaman að sjá kort hjá vinkonum mínum í BÁS sem hafa farið miklu meira heldur en ég!

8.11.05

Your Birthdate: September 23

You're not good at any one thing, and that's the problem.
You're good at so much - you never know what to do.
Change is in your blood, and you don't stick to much for long.
You are destined for a life of travel and fun.

Your strength: Your likeability

Your weakness: You never feel satisfied

Your power color: Bright yellow

Your power symbol: Asterisk

Your power month: May

7.11.05

Mig langar að kynna ykkur fyrir leik sem ég hef spilað nokkuð lengi. Þetta er svona verðbréfa leikur nema hvað að verðbréfin eru í fræga fólkinu og verðið hækkar og lækkar eftir því hvort fólkið er mikið í fjölmiðlunum eða ekki. Svo verður maður að tékka á fjárfestingunum sínum nokkrum sinnum á dag því maður gæti misst af einhverju miklu og celebbinn manns bara hrunið í verði á nokkrum klukkutímum. Svo eru stundum milljóneradagar, ef þú ert yfir milljón í "eign" á þeim degi færðu merki um eignina og ferð niður í 10.000 pund til að fjárfesta með.

Ef ég gæti skipt út þessum "cyber-peningum" fyrir alvöru þá gæti ég og öll mín fjölskylda lifað í lúxus restina af lífinu. Ég er nefnilega orðinn 22-faldur milljónamæringur (í pundum þar að auki).

Og hvað heitir svo leikurinn?

Nú auðvitað Celebdaq!

4.11.05

FÖSTUDAGSLAGIÐ

Precious - Depeche Mode

Þetta er eiginlega algjört föstudagslag.

Njótið vel vídeósins og tónlistarinnar.

3.11.05

Ég bara spyr: Hverjar eru eiginlega sætustu systurnar í heiminum???Mér finnst þetta reyndar ekki vera nein spurning. Það bara vantar eina fegurðardrottninguna í viðbót á þessa annars glæsilegu mynd!

2.11.05

Ég gleymdi alveg að blogga um Himnaríki í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sá sem sagt það leikrit með B&S sl. laugardagskvöld og þetta var nú bara hin besta skemmtun. Leikritið er ansi sérstakt að því leytinu til að í raun horfir þú á sama leikritið tvisvar í röð. Í fyrra skiptið horfir þú inn í húsið, í seinna skiptið horfir þú á húsið að utan (eða öfugt, náttúrulega). Þannig að sumt sem maður skildi ekki alveg í fyrra skiptið náði maður alveg í seinna skiptið ;-)

Ansi hreint skemmtilegir leikarar í þessu verki en upp úr stendur, án efa, Gulla. Guðlaug Elísabet eitthvað en ég held að allir þekki hana bara sem Gullu. Svipbrigðin á manneskjunni í pottaatriðunum eru alveg óborganleg. Ég hugsa um þau núna fjórum dögum seinna og fer að flissa. Get bara ekki haldið andliti. Jói G (eða Bárður í Stundinni okkar) var mjög góður líka, flottur í skopparabuxunum sínum og með *ótrúlega* sannfærandi fyllerístakta. Elma Lísa átti stundum bágt með að fara ekki að brosa inni í miðjum atriðum en hún átti líka nokkuð góða takta inn á milli. Pant ekki mæta Elmu Lísu með hníf! Þau voru þarna 3 í viðbót líka, öll mjög góð en ég bara man ekki hvað þau heita *roðn*

Ég mæli hiklaust með þessari skemmtun. Aðeins 2.900 krónur íslenskar!

1.11.05

Verð að plögga hérna aðeins fyrir bestu bók í heimi:
Verónika ákveður að deyja

Það er ekki spurning um að allir eigi að lesa þessa bók. ALLIR!!!