30.12.05

Ég fór á árslokahóf vinnunnar í gær. Við byrjuðum á Fjörukránni, fengum léttar veitingar og smá víkingaskemmtun. Mjög góður félagsskapur sem ég er komin í þarna og mér tókst að kynnast nokkrum samstarfsmönnum í viðbót. Það er nokkuð stór hluti af starfsmönnunum sem eru úti í bæ að vinna, eða stundum úti í Englandi t.d., þannig að mér finnst erfitt að setja saman nafn og andlit þegar ég hef kannski bara hitt manneskjuna einu sinni eða tvisvar. En þetta er allt að koma, vonandi, og ég held ég hafi gert nokkrar samsetningar í viðbót í höfðinu á mér í gær. Rétt upp úr miðnætti héldum við nokkur á Vegamót og eftir það var haldið í "partý" hjá Þorgerði, eðal-vinkonu minni. Þar var rosalega gaman, einn af strákunum fór með gamanvísur í tonnatali og það var mikið hlegið og kjaftað. Ég fékk að tala fullt af ensku við hann James Brown (hann heitir það, ég er ekki að djóka) sem var alveg indælt því mér þykir jú svo gaman að tala ensku. Rosalega hress strákur og við erum með álíka klikkaðan húmor. Að lokum var farið í ofsalega langan bíltúr í leigubíl og ég var ekki komin heim fyrr en upp úr kl. 5 í morgun! Eiginmaðurinn sagði líka "Góðan daginn" þegar ég kom inn :-) Ekki oft sem ég næ að vera svona lengi á "djamminu", er yfirleitt allt of löt til að endast eitthvað.

Næst-síðasti dagur ársins í dag og ég ætla að kíkja í búðir á eftir. Hef fullt af bókum til að skipta fyrir fjölskylduna, nokkuð var um að við fengjum sömu bækurnar tvisvar.

28.12.05

Ég hélt það væri nóg að vera í látum og gauragangi í vinnunni á daginn, svo fór ég í gömlu vinnuna í gærkvöld og viti menn, þar voru einhverjir karla með risastóran múrbrjót á neðstu hæðinni að brjóta niður einhverja veggi. Höllin hristist og skalf og ég þurfti að hlusta á BOMMBOMMBOMMBOMMBOMMBOMMBOMMBOMMBOMMBOMM til kl. 21:30 eða svo. Svo héldu náttúrulega lætin í nýju vinnunni áfram í dag, veggir rifnir í tætlur, flísum skóflað af gólfi og gluggar teknir úr kaffistofunni (sem þýðir jeij, beinn aðgangur af ryki frá smíðaverkstæðinu). Og ég þarf að fara aftur í gömlu vinnuna í kvöld og hverju viljið þið veðja að þar verði aftur geðveik læti?? Ég held ég sé nokkuð viss um að fá ekki rólegt kvöld :-(

Ég er að reyna að ákveða mig hvað ég eigi að taka á næstu önn í skólanum. Held ég endi með NÁT123 (eðlis- og efnafræði sem ég sökka í) og ENS303 þar sem ég "fæ" að lesa Hobbitann sem ég hef náttúrulega lesið nokkrum sinnum um ævina. Ágætt að taka eitt erfitt og eitt auðvelt saman.

Mjög lítið eftir af árinu 2005. Einhvern veginn hefur það bara flogið hjá. Þetta var mjög gott ár og ég vona bara að næstu ár verði eins góð!

Ég verð að láta fylgja hérna smá bút úr bókinni The Valkyries eftir Paulo Coelho:
"It seems as it... I don't know... I can't explain it... as if my soul has grown."
Yes, Paulo thought. She's on the right track.
"Before, I looked in the distance, and things in the distance seemed really far, you know? They seemed not to be a part of my world. Because I was used to looking only at things that were close, the things around me."
"But, two days ago, I got used to looking into the distance. And I saw that besides tables, chairs and objects, my world also included the mountains, clouds, the sky. And my soul - my soul seems to have eyes that it uses to touch those things."
Wow! That's a great way of saying it, Paulo thought.
"My soul seems to have grown," Chris repeated.

Ég held að nokkuð mikið af fólki í veröldinni þurfi að læra þetta... að horfa ekki bara á það sem er nálægt sér, heldur uppgötva að allt í veröldinni er í veröldinni þeirra. If you know what I mean.... Svakalega er ég orðin djúp hérna ;-)

27.12.05

Jólin voru róleg og yndisleg, aðfangadagskvöld sérstaklega, þar sem við vorum bara 4 heima, nutum matarins í tætlur og dunduðum okkur við gjafirnar fram eftir kvöldi. Þetta voru sannkölluð bókajól, þar sem allt flóði bara í bókum hjá okkur. Allir hafa nóg að lesa á næstunni og þá hugsa ég að litla fjölskyldan sé bara nokkuð hamingjusöm! Elsku maðurinn minn gat náttúrulega ekki hugsað sér að gefa mér "bara" tölvuskjáinn sem kom inn á heimilið í vikunni fyrir jól, heldur gaf hann mér líka rosalega flotta eyrnalokka. Þessi elska :-) Bautabúrs-hamborgarhryggurinn var alveg með eindæmum góður, hangikjetið hennar tengdamömmu á jóladag var líka mjög gott en svo var líka frábært að fá ferskan lambahrygg, eldaðan á gamla mátann í gærkvöld. Við vorum s.s. aftur heima í gærkvöld þar sem eldri dóttirin tók upp á því að fá 39°C hita í gærmorgun. Henni líður aðeins betur strax í dag og ég vona bara að það haldist.

Ég eignaðist "lítinn" frænda í gærkvöld sem mætti loksins á svæðið um kl. 21, 13 dögum eftir áætlaðan fæðingardag, 4300 gr að þyngd og 55 cm langur! Enginn smá karlmaður þar! Ég hlakka til að fá að sjá hann einhvern tíman á næstunni. Innilega til hamingju, elsku Aðalheiður og Starki, með soninn!

Ég púslaði eina jólagjöfina í gærkvöld, Björg vinkona gaf mér mynd úr heimsreisunni sinni í púslformi og ég skemmti mér konunglega við að raða henni saman. Stráþakið sem þekur ca. 1/4 myndarinnar var sérlega gaman að eiga við!

Vonandi hafið þið öll haft það rosalega gott yfir jólin. Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera heima einn dag í viðbót, sérstaklega þar sem veðrið var ansi vott og hvasst þegar ég vaknaði í morgun kl. 6:45. Maður lætur sig hafa þetta... fæ frí á föstudaginn, enda verður vinnudjamm á fimmtudagskvöldið!

24.12.05

Ég vil óska lesendum mínum góðra og rólegra jóla, með von um að rigningin hætti og smá snjór komi í staðinn. Heyrumst hress á næstu dögum!

21.12.05

Ég fékk loksins einkunnablaðið sent frá skólanum og viti menn... ég fékk 8 í jarðfræði (NÁT113) og finnst það bara ekkert að "ná með glans" eins og kennarinn orðaði það. Bwahahaha... maður er orðinn svo veruleikafirrtur að það hálfa væri nóg, held ég. Svo lengi sem ég geri mér allavega grein fyrir því þá hlýt ég að vera í góðum málum.

Mér líður eins og í warzone hérna í vinnunni. Hinum megin við vegginn hjá mér eru menn búnir að vera að brjóta niður steyptan vegg, og eru núna að skófla honum út um gluggann upp í kerru. Svo þarf að brjóta niður vegginn sem er hérna við hliðina á mér, en fyrst ætla þeir að smíða bráðabirgðavegg mín megin svo að ég geti nú haldið áfram að vinna. Meiri lætin í þessum körlum hérna! Það er sem sagt verið að byrja á því verki að endurskipuleggja allt skrifstofusvæðið hérna hjá okkur.

Ég fór í bíó í gær. Vá.. það var æði! Ég mæli með því að fólk fari að sjá The Chronicles of Narnia: The Lion, The Witch and The Wardrobe við fyrsta tækifæri!

20.12.05

Jólakortin og allt-í-kross-jólaleynivinapakkinn farin í póst, allar jólagjafir keyptar (á eftir að pakka inn ca. helmingnum), jólagardínur komnar upp, piparkökur bakaðar (af öðrum reyndar) og skreyttar, nammikransinn tilbúinn (og byrjað að éta af honum), mega hreingerning búin í flestum hornum hússins, óhreinn þvottur er í lágmarki.

Ég á eftir að kaupa jólasteikina og skúra á þorláksmessu. Jólatréð fær að koma fram á þorláksmessukvöld. Og jú, ég á víst eftir að finna afmælisgjöf handa pabba. Kannski ég pakki bara allri familíunni inn og láti senda okkur til hans á þorláksmessu... það er jú það sem hann vill, fá börnin og barnabörnin í heimsókn ;-)

Píanósnillingurinn spilaði á jólatónleikum í Salnum í gær, fyrst var það Siggi var úti, fjórhent með stelpu sem er árinu eldri, og svo Skreytum hús og Bráðum koma blessuð jólin. Rosalega flott og vel gert hjá stelpunni :-)

19.12.05

Vá, ég fór í flottustu skírn ever í gær. Hann Þorri litli, systursonur minn, var tekinn inn í þjóðkirkjuna við einstaklega fallega athöfn í Mosfellskirkju þar sem meðal annars voru flutt verk eftir föðurbróður hans Þorra og flytjendur voru hvorki meira né minna en Páll Óskar og Monika. Einnig voru nokkrir meðlimir úr Mótettukórnum sem sungu yndislega sálma á latínu og að lokum flott saxófónsóló frá bróður vor! Þorri svaf eins og engill mest alla athöfnina og lét það ekkert á sig fá þótt snjóstormur geisaði fyrir utan.

Í veislunni var boðið upp á endalaust, og mikið meira en það, af kökum, smá píanóleik frá dóttur minni og glæsilegan barbershop-söng frá Laugarneskvartettinum. Frábær dagur og sérstaklega gott að fá að gefa litla frændanum mínum að drekka og ofdekra hann svo með því að leyfa honum að sofa í fanginu á mér heillengi ;-)

Takk innilega fyrir daginn :-)

14.12.05

Smá meiri einkunnafréttir: Jarðfræðikennarinn vill ekki setja einkunnirnar inn á netið en lét mig allavega vita af því að ég hafi náð með glans!!

Fjúkk!!!

Ég skil ekki af hverju ég fór ekki aftur í skóla fyrir löngu löngu síðan...

13.12.05

Ég komst að því að ég hlýt að vera mjög "lífsleikin" þar sem ég fékk mjög góða umsögn um verkefnin mín í Lífsleikni 103 og 10 í einkunn fyrir önnina. Vá, hvað ég hlýt að vera dugleg að koma skoðunum mínum á framfæri ;-)

Svo var ég að fá einkunnina fyrir Landafræði 103 og þar fékk ég 9 sem ég var í raun svolítið hissa á því mér fannst ég ekki klára prófið alveg nógu vel þar. En það sem ég hef gert hlýtur að hafa verið svona svakalega rétt bara ;-)

Og ég var að fá smá umsögn frá píanókennaranum um snillinginn minn. Hún segir að stúlkan sé með ótrúlegan skilning á því sem hún er að gera í píanónáminu og sé hreint út sagt draumanemandi! Það gerist varla betra en þetta, enda er ég brosandi svona um það bil 3 hringi núna!!! Öllum er boðið á jólatónleika í Salnum mánudaginn 19. desember kl. 16:50.

Ég hlakka mikið til að hitta vinkonurnar mínar í kvöld. Við ætlum að setjast niður saman og skrifa jólakort, hlusta á jólalög og vonandi drekka smá kakó og borða smákökur ef við erum duglegar ;-)

Við hjónin komum ýmsu í verk um helgina. Gerðum piparkökuhús með dætrunum, skreyttum nokkrar piparkökur líka. Svo var stofunni komið í nothæft form og erum svona enn að reyna að venjast því að hafa allt í einu þokkalega stóra stofu!

Jólaklipping hjá kvenþjóðinni í fjölskyldunni þessa vikuna. Stelpurnar á morgun og ég á laugardaginn. Toppar eru farnir að ná niður á nef eða lengra... veitir ekki af að snyrta aðeins til fyrir hátíðarnar.

Lifið vel og lengi, en ekki í fatahengi!

9.12.05

Thank God it's Friday!!!!!

Mér finnst ég hafa beðið eftir þessum degi í hálfan mánuð. Er alveg komin með upp í kok af lestri og nammiáti og hlakka mikið til að geta farið að *gera eitthvað* productívt. Svona eins og t.d. að setjast niður í nokkra klukkutíma og sauma út. Ekki mjög líklegt að það gerist neitt á allra næstu dögum samt.

Mikið er ég ánægð með að hafa ástæðu til að fara ekki á Katie Meluah (eða hvernig sem maður skrifar þetta nafn) tónleikana 31. mars. Ég verð nefnilega komin til London þá :-) Enn er einn miði á Depeche Mode 3. apríl laus hjá mér (Linda, blikk blikk blikk... óskaðu eftir flugmiða í jólagjöf ;-) ). Ég hlakka ekkert smá til að fara að sjá "eldgömlu kallana" sem búa til tónlist "that appeals to dysfunctional people!" eins og Martin Gore segir sjálfur. Þeir eru bara algjörir snillingar.

En... allavega... hugsið landfræðilegar hugsanir til mín milli 16:00 og 17:30 í dag. Ég býst nú við því að þetta sé aðeins auðveldara próf heldur en jarðfræðin en það sakar ekki að fá andlegan stuðning. Svo verð ég að passa mig í næstu skráningu, að vera ekki að taka of mikið í einu! Ég er rosalega fegin að þessi önn er búin...

7.12.05

Eitt próf búið, eitt eftir. Jarðfræðin var ágæt í gær. Ég er nokkuð örugg með ca. 80% af prófinu, svo kemur það bara í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér.

Merkilegt hvað Íslendingar eru að missa sig í Ameríkunni þessa dagana, sbr. frétt á mbl.is. Það er bara eins og liðið hafi aldrei vitað af búðum áður! Allt að 40 töskur skildar eftir í hverri ferð... og vélin tekur 189 manns!! Ég bara á ekki orð....

Mikið verður gott að hvíla sig aðeins eftir þetta prófastress hérna. Ég er alveg úrvinda á kvöldin og vil helst bara fá að sofa 10-12 tíma á hverri nóttu. Sem betur fer er ég allavega búin að kaupa langflestar jólagjafirnar. Á bara eftir að hjálpa stelpunum að kaupa eitthvað handa pabbanum á heimilinu og ég á eftir að kaupa gjöf handa systkininu mínu sem varð fyrir valinu þetta árið (við drögum nöfn á miðum þannig að hvert okkar gefur einu systkini gjöf, ágætis lausn þegar við erum svona mörg). Jú, og ég á eftir að kaupa eitthvað handa jólavini mínum í saumaklúbbnum! Fékk bara að vita í gær hver það er og hlakka til að finna eitthvað fallegt til að senda í þeim jólapakka. Svo get ég farið að dunda við að gera jólakortin og er víst líka búin að lofa dætrunum að baka einhverjar jólakökur. Ég held ég leggi samt ekki í sörur í þetta skiptið. Get bara engan veginn eytt orkunni í það púsluspil.

*geisp* Ég hefði alveg getað hugsað mér að sofa lengur í morgun.... Mikið verður gott þegar daginn fer að lengja aftur.. ég þoli ekki allt þetta endalausa myrkur.

5.12.05

Svei mér þá. Ég er loksins búin að jafna mig á þessum Slóvneska hella-vírusi ;-) og mætti í vinnunna galvösk eldsnemma í morgun.

Jarðfræðipróf á morgun. Get alveg þegið smá jarðneska strauma.

Þarf að renna gegnum aðalatriðin í 5 köflum í kvöld. Nóg að gera.

3.12.05

Vá hvað það er leiðinlegt að líða svona illa. Ég er þó allavega komin yfir hitavelluna, sem betur fer. Það var ekki gaman að vera með skjálfta og svitaköst til skiptist í 2 sólarhringa. En þá er bara hálsinn eftir. Og allar hálstöflur í heiminum virðast ekki hafa nein áhrif á sársaukann sem leynist í hálsinum mínum. Stefnan er að vera áfram innpökkuð í bómull í dag til þess að geta allavega farið með stelpunum mínum í Breiðfirðingabúð á morgun.

Í dag kl. 16 verður kveikt á jólatrénu hérna hinum megin við götuna. Birgitta Haukdal mætir á svæðið og það er náttúrulega toppurinn á tilverunni, hvort sem maður er 4ra ára eða 9 ;-) Ég vonast til að eiginmaðurinn komist snemma heim úr vinnunni svo hann geti farið með dömurnar þangað í mannhafið.

Best að fara að undirbúa sig fyrir jarðfræðiprófið sem verður á þriðjudaginn. Svaka fjör, rosa gaman !!!

1.12.05

Veikinda-uppdeit:

Líður ennþá eins og kúk, en fór til læknis og lét hann taka strok úr hálsinum á mér. Hann sagði kokið á mér vera eldrautt en allavega ekki farið að grafa í hálskirtlunum (sem þýðir að þetta er vírus... það fer yfirleitt ekki að grafa í kirtlunum nema það sé bakteríusýking) og svo var náttúrulega strep testið neikvætt. Þannig að ég á bara að liggja uppi í rúmi alla helgina og reyna að láta mér batna. Finnst ömurlegt að hafa misst af jólakaffinu á leikskólanum í dag og svo verður jólaball leikskólans á laugardaginn og eldri dóttir mín ætlar að spila nokkur jólalög fyrir Breiðfirðinga á sunnudaginn :-( Þetta sökkar feitt og mig langar bara til að grenja. Ég fékk vottorð fyrir prófið á morgun og skrái mig þá í veikindapróf eftir viku.

Ég vorkenni mér ofsalega mikið...

Vorkenn vorkenn

Ég er svo lasin, líklegast með streptokokkasýkingu í hálsinum - hægra megin! Næ að halda hitanum í rúml. 38 stigum með því að taka ibufen á 3ja tíma fresti. Hálsinn á mér er að drepa mig, það er verulega sárt að kyngja, jafnvel bara munnvatninu.

Vorkenn vorkenn

Svo er að sjálfsögðu ekki möguleiki að komast að hjá lækni fyrr en bara á vaktinni á heilsugæslunni kl. 4...

Vorkenn vorkenn