27.1.06

Hafrún klukkaði mig!!

Fjögur störf sem ég hef unnið við
Skúringar hjá Skúrítas í gamla daga
Bókari/gjaldkeri hjá Samvinnuferðum-Landsýn
Bókari/gjaldkeri hjá SFR
Bókari hjá byggingaverktaka

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Nú verð ég að velja vel:
Willow
Princess Bride
LOTR serían
Christmas Vacation (nauðsynlegt fyrir hver jól)

Fjórir staðir sem ég hef búið á
Mosfellsdalur
Vatnsstígur í 101 Rvk
Austurbær Kópavogs
Vesturbær Kópavogs

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á
Lost
Desperate Housewives
Friends
The 4400

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til (í fríi)
London
Amsterdam
Lloret de Mar (nálægt Barcelona)
Rimini

Fjórar vefsíður sem ég fer inn á daglega
www.mbl.is
Blogghringurinn
www.flylady.net
www.einkabanki.is (er með compulsive áráttu í að skoða stöðuna á bankareikningnum mínum á hverjum degi helst)

Fjórar uppáhaldsmatartegundir
Lasagnað mitt
Pizza frá strákunum þarna við Hlemm, man ómögulega hvað það heitir allt í einu
Humar
Rétt eldað lambakjöt

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án
Hmmm þetta er eins og spyrja mig hvor dóttir mín finnst mér æðislegri. Ég á svo mikið af geisladiskum og þeir eru svo margir sem ég bara verð að hlusta á every now and then.
En.... ég ætla að reyna samt!
Duran Duran - Seven and the Ragged Tiger
Depeche Mode - Music for the Masses
Sálin hans Jóns míns - Annar máni/Logandi ljós
Stórsveit Jagúar - Dansaðu fíflið þitt dansaðu
Vá hvað þetta var erfitt...

Fjórir staðir sem ég mundi frekar vilja vera á
Mig hefur alltaf langað að fara til St. Lucia í Karabíska hafinu
og Alice Springs í Ástralíu
og Mojave Desert í Bandaríkjunum
og á inkaslóðir í Mið- og Suður-Ameríku...
... en það þýðir samt ekki að ég vilji vera þar eitthvað endalaust.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Kristín
Árni
Björg
Eva

23.1.06

Gæti það verið???You scored as Loner.

Loner

75%

Geek

69%

Goth

50%

Drama nerd

31%

Punk/Rebel

13%

Ghetto gangsta

6%

Prep/Jock/Cheerleader

0%

Stoner

0%

What's Your High School Stereotype?
created with QuizFarm.com

Úps maður gleymir sér bara alveg og bloggar ekkert svo dögum skiptir. Námskeiðið sem ég fór á í síðustu viku var ágætt, ég lærði slatta, rifjaði helling upp og held ég sé bara í góðum málum með þetta blessaða launakerfi.

Undanfarið hef ég verið að: vinna, knúsa börnin mín, sauma, horfa á Lost og Desperate housewives eftir laaaaaaaaaaaangt jólafrí þáttanna, borða, sofa o.s.frv. Ekkert voðalega sérstakt í gangi svo sem, sem er kannski ástæðan fyrir vöntun á blogg-þörf.

Ég sé fram á 3 hressar helgar í röð í febrúar, þorrablót, árshátíð og sumarbústaðaferð, og mér sýnist á öllu að fyrrum vinnufélagar mínir séu að reyna að fá mig á eitthvað djamm nk. föstudagskvöld. Verð að athuga hvort ég fái útivistarleyfi það kvöldið ;-)

19.1.06

Ég þurfti ekki að vakna kl. 6:45 í morgun. Í staðinn fór ég á fætur um það leyti sem fjölskyldan mín var á leiðinni út úr dyrunum. Ég nefnilega fer ekki til vinnu í dag. Og ekki á morgun heldur. Ég er hins vegar að fara á námskeið milli kl. 9 og 12:30 báða dagana. Og vonast náttúrulega til þess að þegar ég mæti svo til vinnu á mánudagsmorguninn þá verði allt rosalega fínt og flott og pússað og nice og ég geti flutt mig yfir á nýja skrifborðið mitt. Við stelpurnar vorum nefnilega reknar úr vinnunni seinni partinn í gær því við vorum fyrir öllum iðnaðarmönnunum sem voru að vinna þar. Nokkrir voru að setja plötur í loftið, þarna voru málarar og rafvirkjar og ekki má gleyma smiðunum. Brjálað að gera, sem sagt. Við eyddum þremur klukkutímum í að pakka öllu okkar dóti, nema tölvunum, niður í kassa. Jei fönn.

Mikið verður gaman að eiga svona "auka" saumatíma seinni partinn báða dagana :-)

11.1.06

Hversu yndislegt er það að mæta í vinnuna eldsnemma að morgni og þurfa að byrja á því að þurrka af öllu á skrifborðinu sínu. Og vita að um hádegisbil verði aftur kominn tími til að þurrka af. Það má orða það nokkurn veginn þannig að það sé "smá" ryk í gangi hér á skrifstofunni.

Ég sá A little trip to heaven ásamt BÁS-vinkonum mínum í gærkvöld. Ég er held ég sé ennþá að melta myndina aðeins. Það gerist svo sem ekkert brjálæðislega mikið í henni, en hún er alls ekkert action frá upphafi til enda, en hún er samt ekkert langdregin. Það er kannski einkennandi fyrir hana að samtölin eru ekkert voðalega mörg í myndinni. Meira svona bara einstaka setningar hér og þar og listræn myndataka alla leið í gegn. Fannst svolítið fyndið að sjá mynd með stelpu sem ég hef dansað við hliðina á. Ferlega bjánalega bjánahrolls tilfinning, einhvern vegin. Svona "tíhíhí ég veit hvernig Djúlía dansar". Sem sagt bjánalegt. En.. ég veit ekki alveg samt hvernig mér fannst myndin. Ágæt að ýmsu leyti samt var svona eins og eitthvað vantaði.

Jæja, best að vinna aðeins áður en rykið fer að hlaðast upp að nýju.

10.1.06

Við hérna á skrifstofunni fluttum allt draslið okkar inn í "fokhelt" hérna fyrir aftan gamla skrifstofuplássið og þurfum svo að flytja okkur aftur um set eftir ca. viku. Gaman gaman! Það er allavega nóg að gerast hérna í kringum mann. Ég var mest hissa á því að það var nú ekki nema klukkutími frá því ég tók tölvuna mína úr sambandi, flutti allt yfir og kom svo tölvunni aftur í samband hinum megin. Nú eru fallegu "klósettflísarnar" horfnar af gamla plássinu, einn veggur farinn og þá á "bara" eftir að pússa gólfið og rífa niður einn stóran vegg í viðbót. Ég get allavega ekki kvartað yfir því að mér leiðist í vinnunni, fullt af fólki í kringum mig allan daginn, mikil læti og hávaði og breytingar.

Ég er búin að skrá mig í skólann á vorönn. Ætla að taka NÁT123 (eðlis- og efnafræði grunnáfangi), ENS303 (Jei, Hobbitinn!!!) og gera aðra tilraun við ÍÞR111. Sú síðasta tókst ekki vel. Ég held ég hafi farið fjórum sinnum á síðustu önn, en planið er að ná 24 skiptum í líkamsræktinni á þessari önn. Þarf bara að vera dugleg að sparka mér af stað!

Ég er líka komin vel af stað með útsauminn á árinu. Datt alveg í það þegar ég tók UFO verkefnið mitt upp síðasta þriðjudag og hef saumað eitthvað í þeirri mynd á hverjum degi, nema í gær þar sem ég sat stjörf yfir sjónvarpinu að horfa á seinni hluta CSI þáttarins eftir Quentin Tarantino. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Tarantino maðurinn sjálfur mín versta martröð. Besta lýsingin á því er eiginlega bara til á ensku: He scares the bejeezus out of me! Hann er bara creepy-asti maður í heiminum, með creepy-ustu hugmyndir í veröldinni og ég hugsa að ég fengi bara hjartaáfall af hræðslu ef ég yrði einhvern tíman fyrir þeirri upplifun að mæta manninum á götu! Í síðustu viku horfði ég á fyrri hluta þessa þáttar, án þess að vita að hann væri eftir Tarantino, en svo var þetta bara svo hryllilega spennandi að ég varð að horfa í gærkvöld. Og að sjálfsögðu dreymdi mig eitthvað um að vera grafin lifandi í nótt :-( Algjör hænuhaus, þegar kemur að spennu.

Svo er hinn mánaðarlegi BÁS-hittingur í kvöld. Ég skammast mín ennþá fyrir að hafa gleymt honum í síðustu viku, þar sem ég var bara kærulaus og skrapp að sjá Mr. Potter svona áður en hann yrði tekinn úr bíó. Og ég veit bara ekkert hvað ég á að gera með bestustu stelpunum mínum. Algjörlega hugmyndasnauð to say the least. Er ekki einhver nýr veitingastaður innan höfuðborgarinnar sem býður upp á góðan mat á lágu verði? eða eitthvað ;-)

Kveðja, Ásdís hin hugmyndasnauða og kjarklausa

5.1.06

Ég veit lítið leyndarmál! Vúhúhúhúhúúúúú...

(Sorrý elskan, ég varð bara að kjafta frá því að ég vissi leyndarmál! Þú veist hver þú ert!)

4.1.06

Gleðilegt ár alle sammen! Árið 2005 var mjög gott ár og vonast ég til þess að árið 2006 verði enn betra, ef hægt er að vera tilætlunarsamur á þessum tímamótum.

Ég á erfitt með að bíða eftir föstudeginum þegar ég get loksins skráð mig í fjarnámið áfram. Verð bara að viðurkenna það að einkunnirnar sem ég fékk á haustönn hleyptu miklum kjarki í mig varðandi námið og ég ætla að halda ótrauð áfram og skvera þessu af á nokkrum önnum í viðbót :)

Ég eyddi sl. tveimur dögum á gamla vinnustaðnum mínum. Það var alveg ágætt, ferlega gaman að geta knúsað Sverri sæta og svona en ég var með ferlega "heimþrá", s.s. ég saknaði nýju vinnunnar. Já, ég þjáðist eiginlega bara af heimþrá. Ég hugsa að það þýði bara að mér líði vel í nýju vinnunni. Enda er ferlega gaman hérna!

Best að halda áfram að vinna... það er víst nóg að gera!