27.3.06

Svo er ekki leiðinlegt að eiga deit á flugvallarbarnum eldsnemma á föstudagsmorgninum :-D

Select í Öskjuhlíðinni er greinilega staðurinn til að hitta fólk. Ég rekst alltaf á einhvern sem ég þekki þar. Nú í hádeginu hitti ég stelpu sem ég þekkti í Verzló hérna í eldgamla daga... ætli það séu ekki 14-15 ár síðan við hittumst síðast! Hún hefur náttúrulega ekkert breyst, skvísan sú, og það var mjög gaman að spjalla við hana í smá stund. Og að sjálfsögðu vorum við ekki lengi að komast að því hvað Ísland er lítið því hún er að vinna með pabba eldri dóttur minnar og þekkir systur hans vel úr sálfræðinni.

Bara 4 dagar í London beibííí. Ég hlakka meira til með hverjum deginum sem líður. En þá er bara að vona að veðurspáin fari að líta betur út. Ég hlakka líka til að sjá þetta blessaða hótel sem ég er að fara á og langar að skila miklu þakklæti til British Airways, en í gegnum þá græddi ég 65 pund og morgunmat á hótelinu!

Ég horfði á Walk the line um helgina. Ég vissi ekkert voðalega mikið um Johnny Cash, nema hvað að ég lærði lagið Ring of fire í campusútvarpspartýi í Hollandi fyrir ca. 12 1/2 ári síðan ( 8-O ). En mikið verð ég nú að dást að Joaquin (eða Leaf, eins og hann kallaði sig í gamla daga) og Reese fyrir leik og söng. Þau voru bæði mjög góð í hlutverkum sínum.

Ég horfði líka á 16. þátt í Lost 2 um helgina. Það er með ólíkindum hvað ég er föst í þessum þáttum. Þeir eru bara geggjaðir.

Ég horfði líka á American Idol um helgina, 11 manna hópur verður að 10. Það eru nokkrar stjörnur þarna í hópnum sem mér finnst æðislegar. Einstaka manneskjur sem mega missa sín, en þær eru ekki margar eftir. Vonast til að Bucky detti út næst.

22.3.06

Mikið rosalega var þetta ótrúlega góð helgi þrátt fyrir að maður hafi verið á trilljón frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds. Idol-afmælispartý, ættarmót og fjölskylduafmæli, allt á 48 klukkutímum eða svo. Og við lifðum það öll af :-D

Svo gat ég náttúrulega ekki gert annað en að trappa mig niður aðeins og var með saumó í gærkvöld! Það var vel mætt og rosalega gaman að fá stelpurnar í heimsókn. Mér finnst það alveg meiriháttar að vera innan um svona litríkan hóp af hæfileikaríkum konum!

Talandi um hæfileika.. uhum.. eða þannig sko.. ég er víst að fara á BÁS kvöld í kvöld... og við ætlum víst að fara að mála eitthvað keramik dótarí. Ég kann ekkert á svoleiðis og get ekki ímyndað mér að ég geti eitthvað tjáð mig í frjálsu falli. Það þarf alltaf að vera uppskrift nefnilega ;-) þó maður fari stundum aðeins út af uppskriftinni í því sem maður gerir, þá er alltaf gott að hafa hana til staðar.

Og ég verð nú að tala aðeins um óheppnina sem alltaf vill elta hann Kimi Raikkonen. Keyrt á hann í fjórðu beygju í fyrsta hring í keppninni um helgina. EKKI GAMAN!! Klien veit á sig skömmina og hefur beðist afsökunar en það bætir lítið, svo sem. Ég vonast eftir meira fjöri í Ástrallallallalíu.

9 dagar í London-ferð og spenningurinn magnast. Það verður frábært að ferðast með Sólrúnu vinkonu svona til tilbreytingar.

Saumaverkefnið sem átti að vera búið fyrir 10 dögum er ekki ennþá búið. Og ekki klára ég það í kvöld... en ætla að spýta í lófana og drífa þetta af um helgina. Mér skilst að karlanginn minn sé að fara á vinnudjamm á laugardagskvöldið þannig að þá get ég eytt heilu kvöldi í sauma með Friends í undirspili. Ofsalega gott að sauma meðan þeir eru í tækinu.. ég kann þessa þætti flesta utanað og þetta er bara... hmm.. þægilegt að geta litið á þá í öðru hverju spori eða svo ;-)

Best að hætta þessu blaðri í bili. Áfram Ína!

15.3.06

Sætasta stelpan í heiminum er 10 ára í dag!!Innilega til hamingju með afmælið, stóra stelpan mín! Það virðist ekki vera nema örstutt síðan þú komst í heiminn. Ég skil ekkert hvernig þú varðst allt í einu svona stór :-) *knús* frá mömmu.

6.3.06

25 dagar í Londonferð. 28 dagar í Depeche Mode á Wembley Arena. Ég hlakka ekkert smá til. Ætla líka að sjá The Producers í Theatre Royal á Drury Lane. Á eftir að panta dagsferð handa okkur vinkonunum. Það er ágætt að kíkja aðeins út í sveit.

Ég hlakka líka til að kíkja á gamla pöbbinn sem var breytt í veitingahús stuttu eftir að ég var í Englandi í den tid. Verð líka eiginlega að kíkja við á þessum og athuga hvort ég þekki eitthvað af andlitunum þar inni. Já, ég ætla sem sagt að kíkja á "æskuslóðir" og fara í smá nostalgíukast.

Mér líður alltaf svo vel í Englandi. Hlakka alltaf jafn mikið til að fara þangað þó ferðirnar séu yfirleitt mjög stuttar. Er orðin ægilega spennt yfir gönguferð næsta sumar. Svo margar koma til greina en mig langar agalega til að ganga í Skotlandi, það er svo fallegt umhverfi þar.

Dreymi dreym...