27.6.06

Mæli ekki með...

... Apótekinu. Dónalegur eigandi sem á peningana manns ekki skilið. Fer aldrei þangað aftur.

... Ælupest. Gerir engum gagn. Heldur vöku fyrir heilu fjölskyldunum, því auðvitað bankar hún alltaf upp á á nóttunni. Passið ykkur á henni.


Mæli með...

... Litlu Hryllingsbúðinni í Óperunni. Góð skemmtun, ágætis söngvarar og leikarar. Gói tekinn í sátt sem Baldur, hann stóð sig mjög vel. Jói góður í hlutverkunum 8. Ekki leiðinlegt að vera á 5. bekk fyrir miðju.

... gamla góða Horninu niðri í bæ. Skemmtilegt viðmót þjónustufólksins, ofsalega góður og frekar ódýr matur. Sjávarréttapannan klikkar ekki.

... tyggjóchewing glottinu hans Nick og kanínutönnunum hans John

Photobucket - Video and Image Hosting

20.6.06

Nigel John Taylor (Nerdy Nigel eða Juicy Johnny) er 46 ára í dag. Ég hef ekki mikla trú á að hann lesi afmæliskveðju til sín á blogginu mínu og þess vegna hef ég þetta bara á íslensku. Það er næstum því ár síðan þessi eðal-mynd var tekin:Móment sem ég á aldrei eftir að gleyma :-)

Soppy soppy soppy...

Hlakka ekkert smá til að fá nýja Duran Duran plötu í haust og að komast á tónleika einhvern tíman á næsta árinu...

Ekkert smá soppy :-)

15.6.06

Hræsni dauðans
Einhver dúd frá Esso var í viðtali á Bylgjunni í gær og var að tala um æðislega verðið sem þeir voru að bjóða upp á í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Þetta geggjaða tilboð var 115 krónur á lítrann. Ég var nú bara fjúkandi ill þegar ég heyrði þetta og gat nú ekki annað en hugsað til þess, fyrir örfáum árum þegar verðið var undir 100 kallinum fyrir lítrann. Jösses. Hann heldur virkilega þessi maður að þjóðinni hafi veri mikill greiði gerður með þessu sólarhringstilboði. Hræsni!!!

Í sárabætur fáið þið hér æðislegt lag, frábæran texta og dálítið óraunverulegt vídeó. Ég gæti horft og hlusta á þetta í loop í marga klukkutíma....

8.6.06

VinndósEksPé-ið mitt á við geðræna röskun að stríða. Það er svo gamalt að það á í erfiðleikum með að viðurkenna harða diska sem eru 200 gígabæt. Þannig að sturlun mín frá síðustu helgi að strauja allt klabbið og setja Vinndósið upp á nýrri (og stærri) harða disknum mínum hefur allt fallið um sjálft sig og ég er í tölvumartröð. Ég þoli ekki tölvuvesen. Það fer alveg óendanlega mikið í taugarnar á mér. Sem betur fer er pabbi eldri dóttur minnar tölvugúrú þannig að hann reynir að bjarga málunum fyrir mig eins og hann mögulega getur.

Ein enn mega-einkunnin hjá eldri dótturinni. Hún fékk 9,5 í tónlistarskólanum og mjög góða umsögn frá prófdómaranum. Algjör snilli.

Gæsapartý síðusta sunnudags var bara skemmtilegt. Góður hópur kvenna fór á hestbak í klukkutíma (ái.. ég er með marbletti niður á mið læri eftir brokkbykkjuna), svo var farið í pottinn, nuddari kom og nuddaði okkur allar, svo fór lambakjöt á grillið og við átum á okkur gat. Svo var bara rokkað og rólað í SingStar, eiginmanni mínum til mikillar skemmtunar (bwahahahaha). Geggjað gaman! Takk fyrir partýið, stelpur.

Ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að splæsa á mig miða á Roger Waters, en hann á víst að spila hér á Íslandi eftir aðeins 4 daga. Kannski þetta verði eins og með Robert Plant, að ég ákveði að fara hálftíma áður en tónleikarnir eiga að byrja. Mig langar, mig langar, mig dauðlangar. En mér finnst miðaverðið vera algjört disaster. Og þessi öfl: löngunin gegn prinsippinu, eru að berjast inni í mér. Og ég get engan veginn ákveðið mig hvort ég eigi að láta þetta eftir mér eða ekki. Hjáááááálp...

3.6.06

MONT MONT MONT

Stóra stelpan mín var aldeilis dugleg í prófunum í 4. bekk. Einkunnirnar hljóða svona: 1 x 10, 2 x 9,5, 4 x 9 og 1 x 8. Innilega til hamingju, krúttustelpa!! Ég er rosalega stolt af þér :-D