11.8.06

Planið fyrir helgina:

Föstudagur: Letingjast í kvöld. Sitja á rassinum og sauma út. Borða popp og horfa á Ally McBeal eða Gray's anatomy. Fara að sofa þegar ég er orðin þreytt.

Laugardagur: Dúllast með litlu dömunni sem verður bráðum 5 ára. Fara í sund ef veðrið er gott. Koma henni í sveitina til afans og ömmunnar. Fríka út á Morrissey tónleikum. Fara jafnvel í pottinn eftir tónleika ef veðrið er gott og fylgjast með stjörnunum birtast smátt og smátt fram eftir nóttu.

Sunnudagur: Letingjast fram eftir degi. Ná í dömuna í sveitina. Letingjast aðeins meira. Ef ég passa mig ekki, gæti ég myglað úr leti á næstunni.

Gott plan samt. Finnst mér allavega.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim