26.4.07

Ég get ekki annað en bloggað um þessa frétt.

Vá.

Með þessu eru 48% norskra karlmanna að viðurkenna það að þeir séu ekkert annað en sjálfstjórnarlaus villidýr. Þetta minnir mann bara á bókstafstrúar-múslimana sem grýta konur til bana fyrir það eitt að sýna hár sitt öðrum manni en eiginmanni sínum, föður eða bróður.

17.4.07

Maður er bara næstum því hættur að blogga. Hvurs lags eiginlega er þetta???

Ég reyni að hunskast í ræktina 2 í viku. Það tekst engan veginn alltaf. Hvernig fer fólk að þessu?? Sumir fara jafnvel 5-6 sinnum í viku!! Er fólk ekki að vinna? Ekki með fjölskyldu? Eru þetta kannski bara lónerarnir sem komast alltafí ræktina?

Ekkert kíló farið en ég breytist aðeins í laginu allavega.

Mæli hiklaust með því að hlusta á Morrissey diskinn "Ringleader of the Tormentors" í ræktinni. Ég get auðveldlega labbað rösklega þennan tæpa klukkutíma bara til að missa ekki af neinu lagi. "Life is a pigsty" er í sérstöku uppáhaldi þessa dagana ;-)

Ömurlegar fréttir frá Virginíufylki þessa dagana. Maður getur bara ekki komist nálægt því að skilja hvernig nokkur maður getur framið svona köld morð, hvert á eftir öðru.

Ég er svöng. Bara svona að láta vita áður en ég gúffa kvöldmatnum í mig.