18.5.08

Nú er aldeilis hamingjudans. Ég hélt á tímabili að ég myndi ekki komast lifandi út úr 12 einingum í skólanum þessa önnina ásamt fullri vinnu. En ég er alveg ótrúlega ánægð með útkomuna:
Lögfræði 103 = 7.0
Alþjóðafræði 203 = 8.0
Menningarfræði 203 = 8.0
Enska 503 = 9.0

Jibbíkajeij :) :) :) :) :)

Þá tekur við tungumálaönn í sumarskólanum: Enska 603 og Þýska 403!!

17.5.08

Ég gleymdi að blogga um saumaklárið mitt :-) Það sem ég hélt að væri eilífðarverkefnið mitt tók enda í gær. Þ.e.a.s. útsaumurinn. Ég á enn eftir að ákveða mig hver frágangurinn verður, hvort ég set þetta í 2 ramma, geri pinkeep eða biscornu eða hvað... Þarf að hugleiða það aðeins.Einkunn nr. 3 komin í hús: Lögfræði = 7.0

Ég get ekki verið annað en sátt við það. Var að búast við 6.5 til 7.5 :)

Dagur letinnar hefur verið hjá mér í dag. Eftir að hafa vakað fram eftir nóttu í gærkvöld vegna innrásar Rósu, Lindu og Aisté úr saumaklúbbnum mínum (takk stelpur, fyrir æðislegt kvöld) var ég vöknuð kl. 9:20 og farin út úr húsi kl. 9:50. Fór á snyrtistofu Baðhússins og eyddi þar 5 og hálfum klukkutíma í dekri. Nudd, handsnyrting, fótsnyrting, litun og plokkun og andlitsbað sem tók endalausan tíma! Fyrir utan æðislegt Boozt sem ég fékk í hádegismat! Ég er alveg þokkalega tsjilluð eftir þetta ;-)

Ein ég sit og sauma, inni í litlu húsi og horfi á Þyrnifuglana með öðru auganu. Hugsa til Ernu mágkonu því hún hefði ábyggilega gaman af því að grenja með mér yfir þessu ofurdrama. Meggie og Ralph eru æði smæði.

16.5.08

Búin í prófum!

Menningarfræðin var erfið. Alltof mikið af orðum úr gyðingdómi og íslam sem maður átti að skilgreina og sum mundi ég ekki einu sinni hvorri trúnni þau tilheyrðu.

Þarf að fletta þessu upp áður en skila yndislegu bókunum "Trúarbrögð heimsins" og "Píslarvottar nútímans" út á bókasafn.

Góða helgi :)

14.5.08

Ég elska það þegar kennarar vinna hratt. Ég tók enskuprófið kl. 14:00 í dag. Var komin út í bíl aftur kl. 14:57 eða svo. Gekk nokkuð vel og hratt þrátt fyrir *14* blaðsíðna próf.

Ég fékk 9,1 á prófinu, sem gerir heildareinkunn upp á 9 fyrir kúrsinn.

Ekki nóg með það heldur fékk ég "Congratulations" tölvupóst frá kennaranum þar sem hún óskar mér til hamingju með að hafa tekið áfangann í nefið!

Montimontimontimontimonti...

Ég held ég ætti að fara að sofa núna.

Fyrsta einkunnin komin í hús: Alþjóðafræði 8.0

Vííííííí...........

Brekkan hjá húsinu mínu er með sportrönd... það er sem sagt ekki búið að þekja yfir sandinn sem var látinn í sárið eftir stigann ógurlega. Það verður gaman að vita hvað gerist fyrir 17. júní þar sem ansi margir stytta sér leið úr skrúðgöngunni niður götuna okkar og út á Rútstún í stað þess að fara út fyrir sundlaug eins og lúðrasveitin gerir.

Ég er að fara í enskuprófið á eftir. Er alveg ótrúlega sallaróleg yfir því og hlakka bara til að sjá hvað kemur á prófinu.

Ég er meira stressuð yfir Menningarfræðinni sem er á föstudaginn. Þvílíkt ógnar-über-magn af efni. Ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Söguáfangarnir sem ég hef tekið hafa verið auðveldari og með minna lesefni, og þá er nú mikið sagt fyrir mig!

Auðvitað langar mig helst bara að liggja í sólbaði í dag, það ætti að banna svona veður á prófdögum. Ætli þetta sé ekki bara til heiðurs Árna mágs sem kláraði sín próf í gær :) Til hamingju, Árni minn!

Ég náði þó að sitja úti í smá stund áðan meðan ég las yfir amerísku smásögurnar fyrir prófið. Ég held ég eigi það líka skilið að fara núna út og láta sólina sleikja mig í hálftíma áður en ég fer síðustu yfirferð yfir orðin sem ég þarf að muna og dríf mig svo í prófið.

9.5.08

Ótrúlega kúl auglýsing:

7.5.08

Það er gott að búa í Kópavogi.

Ó já.

Góð þjónusta og svona.

Í júlí 2006 datt maðurinn minn í tréstiga sem liggur niður brekkuna fyrir utan húsið við hliðina á okkur. Þrepið brotnaði undan honum. Við hringdum í Áhaldahús Kópavogs nokkrum dögum síðar og sögðum hæstráðandi þar frá því að þrepin í stiganum væru að morkna í sundur og að þetta væri bara stórhættulegt!

Tæpu ári síðar, eða í maí 2007 hrasaði tengdafaðir minn í þessum sömu tröppum en ekkert hafði verið litið á þær síðan við hringdum og kvörtuðum upphaflega. Við hringdum aftur og spurðum hvort ekki ætti að fara að gera eitthvað við þessar tröppur, eins og t.d. setja steyptar tröppur eins og eru í sitt hvorum endanum á götunni. Ekkert svar fékkst og ekkert gerðist.

Ég varð vitni að því sl. mánudag þegar bíll frá bænum keyrði inn litla götubútinn minn til að hirða trjáafklippur og slíkt af lóðamörkum. Ég hef grun um að starfsmennirnir sem í bílnum voru hafi tekið eftir ástandi stigans (en hann var í drasli) því þegar þeir voru farnir var búið að strengja plastborða fyrir stigann, bæði að ofan og neðan.

Og í dag fór ég út og langaði að klappa, því menn frá bænum komu og rifu niður stigann stórhættulega. Örlitlu seinna komu þeir aftur, en nú með sand á pallinum og dömpuðu heilum helling af sandi í sárið í brekkunni. Ég hætti við að langa að klappa. Ég held þetta þýði aðeins að þeir muni koma í fyrramálið með þökurúllu og dömpa henni niður brekkuna. Við í miðjum götubútnum fáum sem sagt ekki að lifa við þann lúxus að geta tölt upp brekkuna rétt hjá húsunum okkar. Reyndar höfum við það í 5 nokkuð betra heldur en fólkið í 7 en þeirra leið upp á veg mun lengjast um svo sem 400 metra eða svo, ef þau halda áfram að leggja bílnum sínum beint fyrir ofan húsið sitt.

Já, það er gott að búa í Kópavogi. Ég er svo rosalega hrifin af Sjálfstæðismanna stjórninni, hraðri afgreiðslu á því sem skiptir fólk í bænum máli og hvað það rosalega góðum úrlausnum sem gera það betra að búa í Kópavogi. Ok, nú er ég að drepast úr kaldhæðni, en mér finnst það ekki góð þjónusta að taka stórhættulegan stiga burt þegar hann er búinn að vera stórhættulegur í 2 ár.. og hvað þá að láta okkur ekki fá nýjan stiga í staðinn heldur verður bara fyllt upp í með grasi eins og ekkert hafi gerst....

Aaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrggggggggggghhhhhhhhhhhh

5.5.08

Þar sem ég á að vera að lesa hundleiðinlega bók fyrir Alþjóðafræði, verð ég aðeins að eiga smá líf í pínu stund og ákvað að setja 2 nýja linka hér til hliðar. Kíkið á þetta, þótt það sé á úgglensku, og eingöngu tónlistartengt bull...

One down, three to go!

Lögfræði103 var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Var sem betur fer búin að eyða öllum deginum í að fara yfir allar skilgreiningarnar úr bókinni og náði held ég nokkuð góðum árangri. Kennaranum tókst hins vegar að snúa á mig með síðustu spurningunni sem ég var engan veginn viss á. Ekki hafði verið farið sérstaklega í það efni í neinum verkefnum (munurinn á viðskiptakröfum og almennum kröfum) og ég er ekki viss um að ég geti einu sinni svarað því núna eftir að hafa lesið kaflann í bókinni eftir að ég kom heim.

En.. enívej.. ég náði pottþétt allavega.

Alþjóðafræði203 á miðvikudaginn. Bækur um Austur-Evrópu, here I come!

Smá Falco til að koma mér í stuð:

1.5.08

Innilega til hamingju með þrítugsafmælin, elsku Hlynur og Lilja. Þið lítið ekki út fyrir að vera deginum eldri en sautján og hálfs ;-) Ég vildi að ég gæti eytt deginum með ykkur, en þar sem þið aldrei þessu vant eyðið deginum ekki saman þá hefði það orðið erfitt hvort eð er.

Ég á að vera að gera verkefni, en verð að líta upp úr því í smá stund. Síðasta verkefnið fyrir skólann og ég er alveg hryllilega andlaus eitthvað. En þetta verkefni gildi 15% af heildareinkunninni fyrir menningarfræði svo ég verð að skila því.

Svo tekur við prófatörn sem byrjar á mánudaginn. Ég búin að ákveða að taka mér frí úr vinnunni á prófdögunum og ætla að standa mig ógó vel.

IBelgurinn minn er að sjá mér fyrir tónlistarlegri skemmtun og þetta yndislega lag kom á hérna rétt áðan. Bara verst hvað vídeóið er mikið krapp hahahaha. Enjoy!Ég rakst annars á sniðuga hugmynd á einu af bloggunum sem ég les reglulega. Það er að gera "To-do" lista fyrir mánuðinn sem er að byrja og fara svo yfir hann í lok mánaðar og sjá hvað maður var duglegur að ljúka hlutunum á listanum. Hér er minn listi fyrir maí:

1. Klára prófin og ná þeim öllum!
2. Fara út að ganga allavega tvisvar, helst þrisvar, í viku.
3. Halda áfram í nammibindindi í vinnunni.
4. Klára þetta sem er búið að taka mig allan veturinn að gera:

5. Fara í Esjugöngu áður en mánuðurinn er búinn!!!!

Ég bíð sjálf spennt eftir næstu mánaðamótum til að sjá hversu miklu ég hef komið í verk af þessu :-)