25.11.08

Það er alveg með ólíkindum hvað ég er orðin góð í ritgerðarsmíðum. Hér í október sat ég yfir þjóðhagfræðiritgerð í 10 klukkustundir og leit varla upp. Mér var heitt í hamsi enda hafði hagkerfi Íslands mjög nýlega steypst um koll og allt í volli, bara! Og ritgerðarefnið var "Utanríkisviðskipti Íslendinga". Hahahaha... Þvílík og önnur eins ritgerð hefur sjaldan sést, enda bölsótast ég út í allt og alla og hljóma eflaust eins og pönkari (því þeir eru jú reiðir út í kerfið) á köflum.

Ég var loks að fá einkunnina mína í dag. Ég fékk 9.0 fyrir kvikindið ;-) Það borgar sig sem sagt stundum að skrifa af lífs og sálar kröftum frá hjartanu og láta bara allt flakka....