22.1.09

Ég hef verið full af stolti yfir íslendingum sem loksins kunna að mótmæla. Loksins láta þeir heyra í sér viku eftir viku. Vandamálið er bara það að "lögleg mótmæli" (s.s. þar sem varla heyrist múkk í neinum og fólk má standa kyrrt og ekki hreyfa sig, virðist vera) virka ekki. Það er greinilega ekki hlustað á svoleiðis mótmæli! Alveg sama hvað forseti alþingis segir, þá er greinilega ekki hlustað á slík mótmæli.

En...

... af hverju þarf fólk að beita ofbeldi? Hvort sem það eru mótmælendur eða lögreglan, þá sé ég bara ekki tilganginn í því að önnur hliðin byrji á ofbeldi gagnvart hinni. Það er engum til málsbóta. Af þeim myndum sem ég hef séð í fjölmiðlum undanfarna daga, hefur mér fundist lögreglan taka fyrsta skrefið í flest skiptin. Og um leið og lögreglan ýtir einhverjum of harkalega, um leið og lögreglan sprautar piparúða í augun á manneskju sem bara stendur þarna, þá æsist að sjálfsögðu hópurinn upp og úr verða slagsmál. Slagsmál sem gera engum gagn.

Ég vil sjá breytingar á stjórn landsins. Ef þessir þrjóskuhausar sjá sér ekki fært að segja af sér, þá vil ég allavega að þeir segi mér hvað þeir eru að gera til að halda atvinnustigi í landinu uppi. Ég vil fá að vita hvað þeir eru að gera til þess að koma fjárhagsmálum fjölskyldnanna, og heiðarlegra fyrirtækja, í lag aftur. Ég vil fá að vita, hvað þetta lið ætlar sér að gera í framhaldinu. Og síðast en ekki síst vil ég sjá fljótari vinnubrögð í rannsókninni á bönkunum. Það gengur bara ekkert upp að þetta mál taki ár í rannsókn.

Við erum að ræða það hér á skrifstofunni að fjölmenna á Austurvöll í hádeginu og standa í friðsömu deild mótmælenda. Over and out.

1 Ummæli:

Þann 22 janúar, 2009 09:31 , Blogger Árni Theodór sagði...

Just do it!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim