25.9.09

Vá, hvað það er langt síðan ég hef bloggað.

Langar bara í þetta sinn að lýsa því yfir að á meðan Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins, eða í vinnu á þeim miðli að einhverju leyti, mun ég ekki notast við þann hinn sama miðil og alla hans systurmiðla að neinu leyti. Mbl.is er ekki lengur upphafssíða mín, það er horfið úr bókamerkjum hjá mér og mun ekki fara þangað aftur neitt á næstunni.

Það er mjög einfalt að mótmæla á þennan hátt. Það væri gaman að vita hversu mikið heimsóknir á mbl.is detta niður því ég veit um nokkra sem ætla að gera slíkt hið sama. Ég vona að visir.is (ekki það að mér þyki það merkilegur snepill) komi með frétt um það!

Mér er í raun alveg skítsama (afsakið orðbragðið) hvernig maðurinn stendur sig sem ritstjóri. Ég hef bara engan áhuga á því að lesa eitthvað sem hann gæti mögulega hafa komið nálægt.

Stíg niður af sápuboxinu mínu núna.

1 Ummæli:

Þann 27 september, 2009 22:50 , Blogger Kris sagði...

Ég var líka búin að ákveða að fara ekki aftur inn á mbl.is meðan Davíð er ritstjóri!!!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim