27.2.09

Ég verð að mæla með tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, í Salnum. Í gærkvöld komu þeir saman, Jón og Magnús Þór Sigmundsson, og ræddu tónlist, lífið og tilveruna. Þetta var bráðskemmtilegt kvöld og ekki leiðinlegt að heyra öll fallegu lögin hans Magnúsar og sögurnar bak við lögin. Það er greinilegt að Magnús er mikill og sterkur karakter sem hefur öðlast vissa hugarró með aldrinum, eftir ansi hressilega villtan "fyrri hluta" ævinnar. Stefán Hilmarsson mætti á staðinn eftir hlé og söng nokkur lög með þeim félögum. Hann klikkar ekki og það er mjög gaman að heyra hvað hann hefur þroskast í röddinni síðan hann byrjaði í "bransanum" fyrir langa löngu síðan ;-) Tónleikarnir drógust ansi hreint á langinn þar sem Jón og Magnús skemmtu sér svo vel í að segja sögur, en húsvörðurinn kemst nú samt til Akureyrar fyrir páska, svo þetta var allt í lagi. Hehehe..

Rosalega skemmtilegt kvöld og mig klæjar alveg í puttana yfir að fara í næstu viku, þar sem Valgeir Guðjónsson og Páll Óskar Hjálmtýsson munu heimsækja Jón á sviðið. Er samt að reyna að hemja mig því ég er að spara...

1 Ummæli:

Þann 02 mars, 2009 11:13 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála þér, þetta var meiriháttar kvöld og kom mikið á óvart :)... ætli það sé alltaf fullt hús á þessum kvöldum?
Kv, Björg

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim