25.3.09

Nú get ég fátt annað en verið svolítið montin af sjálfri mér. Ég er s.s. að taka síðasta íslenskuáfangann í náminu, ÍSL503, þar sem íslenskar bókmenntir á 20. öldinni er krufnar til mergjar. Ég hef verið einstaklega hrifin af öllum ljóðaverkefnunum, eða þannig, en ég hef ekki verið mikill aðdáandi atómsækadelikdrungaþunglyndisljóða í gegnum tíðina. Hins vegar tekst mér svo ótrúlega vel a túlka blessuð ljóðin að það er bara eins og þetta sé mín köllun í lífinu: að túlka atómsækadelikdrungaþunglyndisljóð!

Íslenskukennarinn, sem er árinu eldri en ég og var einn af áberandi strákunum í Verzló þegar ég var þar í gamla daga, hefur hrósað mér svo í gríð og erg fyrir ljóðaverkefnin mín að ég roðna bara. Sérstaklega núna síðast þar sem hann tók það sérstaklega fram að hann vildi nota umfjöllun mína um tvö ljóð (Prometheus og Í kirkjugarði eftir Stein Steinarr) sem grunn að lausn sem hann sendir svo hinum nemendunum.

Monti monti monti mont

Ég held þetta jafnist á við árangur elstu systur minnar sem lenti í því að vélritunarverkefnin hennar voru notuð sem viðmið árin á eftir!

Annars er alveg ferlega gaman að prjóna þegar maður er að lesa skólabækurnar. Mæli hiklaust með því! Ég ætla að setja mynd hérna inn af árangri annarinnar að því leytinu til þegar prófin eru búin :)

2 Ummæli:

Þann 26 mars, 2009 09:18 , Blogger Una Björk sagði...

Gratúlera með þennan frábæra árangur! Og takk kærlega fyrir að rifja upp þetta með verslunarbréfin.... ;-)

 
Þann 30 mars, 2009 11:47 , Blogger jeg sagði...

Frábært hjá þér mín kæra.....vildi að ég væri svona frjó í kollinum :)
Prjóna já sko ég varð fyrir því að týna prjónapúkanum mínum og eru komnir 6 mánuðir síðan og hann virðist ekki rata heim aftur blessaður því míður....þarf að klára þessa peysu sem er enn á prjónunum síðan í haust *hóst*
Knús og kveðja úr sveitinni.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim