31.5.04

Maí er víst alveg að verða búinn.. bara eftir rúman klukkutíma eða svo. Ferlega líður tíminn alltaf hraðar og hraðar þegar maður verður svona gamall eins og ég verð einhvern tíman í framtíðinni (ferlega var þetta bjánaleg setning hjá mér).

Jei.. lífsmark frá Hlyn og Ernu, ekkert smá gaman búið að vera hjá þeim í outback ferðalagi í Ástralíunni. Hlynur sló líka svona svakalega í gegn í garðyrkjuskólanum, hæstur í sinni deild, annar hæstur í skólanum og fékk 3 viðurkenningar í viðbót! Ef ykkur vantar trjásérfræðing, þá kemur minn heim til Íslands aftur rétt fyrir jól ;)

Björg og Halldór komu heim úr heimsreisunni sinni í kvöld og ef ég man rétt þá á Sólrún að hafa komið líka í kvöld. Vonandi gekk síðasti partur ferðalaganna þeirra vel, ég hlakka til að heyra í ykkur og sjá ykkur aftur, stelpur! Get varla beðið eftir síðustu helginni í júní! Vííííí

Ég var mjög ánægð með AmerIdol úrslitin! Fantasia er fantastic!

Ég var líka mjög ánægð með aukamilluna í Survivor, þó svo að Fréttablaðið hefði kjaftað henni í mig sl. þriðjudag. Ull á þá aftur :-Þ Rupert er flottastur!

Við hjónakornin vorum rosalega dugleg í dag og tókum báða bílana okkar í gegn að innan og utan. Sunnu Kristínu fannst þetta rosa sport að vera með okkur í bílunum heillengi og vildi svo ekki fara úr Renaultinum þegar við vorum búin að þrífa og bóna. Sat bara sem fastast í sætinu sínu og djammaði með Útvarpi Latabæ. Rosa stuð!

Ólöf Svala var hjá föður sínum þessa helgina. Hann og Berglind voru að kaupa raðhús og þau fengu það afhent um helgina. Ólöf Svala var sett í það skemmtilega verkefni að reyta arfa í garðinum í dag og ég held henni hafi nú bara líkað það vel. Hún er nú einu sinni þannig að hún þarf að hafa eitthvað að gera, þessi elska. Nú eru bara vika eftir af skólanum hjá henni og svo fer hún í Tennis- og íþróttaskólann í Sporthúsinu í 3 vikur, þangað til Stjáni verður kominn í sumarfrí. Hún er búin að vera í tennis einu sinni í viku í allan vetur og líkar það voða vel. Strákurinn sem sér um tennisinn þarna niðurfrá er allavega mjög ánægður með hana og segir hana standa sig mjög vel.

Svo.. btw.. ef einhver er með vinnu á lager handa mér frá allavega 1. desember næstkomandi þá eru allar bendingar mjög vel þegnar :-) Svo getur líka vel verið að mér verði sparkað út fyrr ef Lilja systir kemur fyrr úr fæðingarorlofinu en áætlað var fyrst. Lilja, farðu nú að ákveða þetta svo ég geti farið að áætla hvað ég þarf að gera :-)

Tími til að skríða í bólið.. er að hlusta á "Horse with no name" með súpergrúppunni America. Alveg brilliant... minnir mig alltaf á Joey að keyra leigubílinni hennar Phoebe í gegnum eyðimörkina á leið á tökustað fyrir *stóru myndina* sem hann átti að vera í... hahahahaha

27.5.04

Æji hvað ég varð nú ánægð í lok þessa gráasuddarigningardags. Ég var rétt nýbúin að renna niður síðasta bitanum af kvöldmatnum þegar bankað var á útihurðina og tah dah... ég var að fá sendingu frá Amazon í Englandi! Þeir voru nefnilega með útsölu á paperback bókum um daginn og ég pantaði mér bara nokkur stykki fyrst ég var að þessu á annað borð. Nokkrar sem ég hef heyrt að séu góðar (Girl with a pearl earring eftir Tracy Chevalier, Bookseller of Kabul eftir Åsne Seierstad, The alchemist eftir Paulo Coelho og I know why the caged bird sings eftir Maya Angelou), eina eftir höfund sem ég fíla í tætlur (Working wonders eftir Jenny Colgan) og svo nokkrar "af því bara" (Sex and the city og Four Blondes eftir Candace Bushnell, Remember me eftir Lesley Pearse og Lucia, Lucia eftir Adriana Trigiani). Ég hlakka til að lesa. Og þið vitið þá hvar þið getið fengið lánaðar bækur ef ykkur leiðist ;)

Ég er ansi spennt fyrir úrslitaþættinum í American Idol sem verður sýndur hjá okkur á morgun. Ég er meira að segja búin að vera rosalega dugleg og kíkja EKKI á amerísku vefsíðuna þeirra til að svindla á þessu.

Ég var ansi svekkt á þriðjudaginn þegar kona sem skrifar í Fréttablaðið sagði mér og öllum öðrum hver vinnur aukamilljónina í Survivor. Fólk þarf nú aðeins að athuga að það sé að skrifa um réttan þátt áður en það er hlaupið með greinina í prentun!

Mikið óska ég þess að Ólafur Ragnar herra forseti Íslands neiti að skrifa undir fjölmiðlalögin þegar hann fær þau loks í hendurnar, þó það sé ekki nema bara til þess að sýna það að hann hlusti á hvað meirihluti þjóðarinnar vill og til þess að vita hvað Dabbi kóngur gerir. Bara til þess að gera allt brjálað, basically. Ég segi það enn og aftur: ég vil fá þingkosningar í sumar!

Svo vil ég líka fá 15-20 stiga hita upp á hvern dag í sumar og fram í svona október. Þá má fara að snjóa og snjó vil ég fram í næsta apríl, ok?

Heimtufrekjan í manni...

25.5.04

Maður er orðinn svo leiður á þessum stjórnmálamönnum hér á Íslandi að það er ekkert smá. Þetta bjevítans pakk á heima í frystihúsum, ekki alþingishúsinu, ef ég fengi að ráða. EN.. þar sem ég fæ nú aldrei að ráða neinu (nema heima hjá mér) þá vonast ég bara til þess að fá betri valkosti næst þegar boðið verður upp á slíkt himnasendingaval sem alþingiskosningar eru.

Læt hér fylgja tvo texta eftir fabulous freak of nature, nefnilega hana Alanis Morissette. Mikið væri nú gott ef fleira fólk gæti hugsað svona eins og hún hugsar í fyrri textanum. Og ég myndi vilja heyra afsökunarræðu Davíðs Oddssonar hljóma cirka eins og seinni textinn hljómar, er það til of mikils ætlast?

That I Would Be Good

that I would be good even if i did nothing
that I would be good even if i got the thumbs down
that I would be good if I got and stayed sick
that I would be good even if I gained ten pounds

that i would be fine even if I went bankrupt
that i would be good if I lost my hair and my youth
that i would be great if I was no longer queen
that i would be grand if i was not all knowing

that i would be loved even when i numb myself
that i would be good even when i am overwhelmed
that i would be loved even when i was fuming
that i would be good even if i was clingy

that i would be good even if i lost sanity
that i would be good
whether with or without you

One

I am the biggest hypocrite
I've been undeniably jealous
I have been loud and pretentious
I have been utterly threatened
I've gotten candy for my self-interest
the sexy treadmill capitalist
heaven forbid i be criticized
heaven forbid i be ignored

i have abused my power forgive me
you mean we actually are all one
one one one one one one one
i've been out of reach and separatist
heaven forbid average (whatever average means)
i have been compensated for my days
of powerlessness

i have abused my so-called power forgive me
you mean we actually are all one
one one one one one one one

did you just call her amazing?
surely we both can't be amazing!
and give up my hard earned status
as fabulous freak of nature?

I have abused my power forgive me
you mean we actually are all one
one one one one one one one
always looked good on paper
sounded good in theory

Ég er að fara að kaupa miða á Harry Potter and the prisoner of Azkaban á eftir!!!!

23.5.04

Víííííí.... ég meina það... kvöldið í kvöld var frábært. Ef það er eitthvað sem ég fíla í tætlur, þá er það vel flutt tónlist. Illa flutt tónlist er hræðileg en þegar fullt af fólki kemur saman uppi á sviði og fílar sig í botn við að flytja frábæra tónlist þá líkar mér það mjööööööööööööööög vel. Tónlistarkonfekt... engir koníaksmolar, takk!

Ég sem sagt gerðist listhneigð og fór á Listahátíðarviðburð nokkurn á Nasa við Austurvöll í kvöld. 3 saxófónleikarar, 3 trompetleikarar, 2 básúnuleikarar, gítarleikari, bassaleikari, hljómborðsleikari, Bogomil Fonk, DJ-ari og trommuleikari = Jagúar + nokkrir aukamenn. Frábært band, frábær tónlist í æðislegum útsetningum, geggjaðir hljómar, meiriháttar kraftur, ótrúlegt fönk, þvílíkir karakterar. Æðislega gaman. Ég held ég verði að smakka daiquiri einhvern tíman við tækifæri!

Saxófónleikararnir áttu kvöldið. Óskar Guðjóns á baritónsaxanum var totally f**king unbelievably góður. Siggi Flosa er náttúrulega alveg frábær, það segir sig bara sjálft, en hann átti mjög góða takta og ég vildi bara óska þess að Hlynsó bróðir hefði getað verið þarna með okkur að sjá þetta.

Bandið minnti stundum á eðal-hljómsveitina Brak og Brestir úr Mosfellsdalnum. Fjörið á sviðinu, taktarnir í stjóranum, uppsetningin á bandinu.. þetta var rosalega Braks-legt. Sammi er góður hljómsveitarstjóri. Hann átti rosalega fína "Kela-takta" fyrir þá sem skilja þann innansveitarhúmor. Tók meira að segja lokahoppið einu sinni ;)

Já, svo verð ég nú að segja líka aðeins frá því að Ólöf Svala spilaði á tónleikum með bekknum sínum í Salnum í dag. Rosalega flott hjá þeim, bæði flautuleikur og söngur. Ég er að reyna að troða henni inn í píanónámið í haust en ekkert víst að hún komist að. Óska hér eftir smá píanó-bænum til hennar!

Sunna Kristín átti líka góða takta á vorhátíð leikskólans í gær. Hún að vísu harðneitaði að syngja með á tónleikunum uppi í kirkju, en hún dansaði allavega með ömmu sinni þegar aftur var komið niður á Kópastein. Algjört æði!

Ég held ég sé ennþá high á tónlistinni frá því áðan... saxatríóið úr Daiquiri hljómar stanslaust í eyrunum á mér... vííííííííí

19.5.04

Í dag upplifði ég svolítið nýtt. Ég fór nefnilega á minn fyrsta mótmælafund á Austurvelli, hrópaði og kallaði með fólkinu, flautaði í dómaraflautuna mína og gaf ríkisstjórninni rauða spjaldið. Svo skrifaði ég hnitmiðuð skilaboð til Davíðs Oddsonar á spjaldið og afhenti það í þinghúsinu. Fékk reyndar ekki að smyrja spjaldinu framan í Davíð sjálfan, en þetta kemst vonandi til skila til hans.

Mikið var gaman að sjá hvað kom mikið af fólki, þekktu og óþekktu til að eyða þessum hádegistíma þarna á græna blettinum í miðborginni. Ég er ofsalega stolt af okkur öllum :-)

Svo eftir vinnu ætla ég að fara að hjóla með dætrunum. Stjáni kom hjólinu mínu í lag í gær og við keyptum barnastól á það og hjálma handa mér og Sunnu Kristínu. Við verðum vígalegar á Kárnesinu eftir vinnu í dag!

P.S. Til hamingju með afmælið, Sverrir!!! *<:-)

17.5.04

Hvernig fannst ykkur Eurovision keppnin þetta árið? Ég var nú ekkert himinlifandi yfir henni. Í fyrsta lagi var ekkert lag sem greip mann, ekkert svona "júróvisjón" lag. Í öðru lagi þá var alltof mikil nágrannapólitík eins og venjulega í stigagjöf. Í þriðja lagi þá skildi ég ekki eitt orð í sigurlaginu þó það hafi átt að vera á ensku. Og í fjórða lagi: Gríski "gæjinn" var ömurlegur og ég skil ekki af hverju í ósköpunum hann fékk svona mörg stig, hann gat ekki einu sinni sungið! Er kvenfólk í Evrópu virkilega svona "shallow"? Ég var hrifnust af Kýpversku stelpunni, lagið var létt og ágætt, þó ég muni nú ekki mikið af því akkúrat hér og nú, og hún söng af tilfinningu. Það gerði Jónsi líka og gerði vel, en lagið var bara ekki júróvisjón lag! Lærdómurinn af þessari keppni er að það borgar sig að vera með "show", þ.e.a.s. ekki bara söngvara heldur líka dansara og eitthvað svona þjóðlegt með. Sendum stóra hljómsveit næst og höfum kerlingar í upphlutum að spinna ull í bakgrunni.

Vei.. ríkisstjórnin er að skíta á sig í þessu blessaða samstarfi sínu, hriktir í stoðunum og fólk keppist við að rægja þennan og hneykslast á hinum. Ótrúlegt pakk! Ég held að þjóðin þurfi að læra af þeim mistökum að hafa kosið þessa stjórn! Getum betur næst!!!

Stórkostlegar fréttir af yngri dóttur minni með litla hjartað sem aldrei þorir neinu, sérstaklega ef það hefur eitthvað að gera með dýr. Á föstudaginn fór hún í sveitina með ömmu sinni og heimtaði að fyrra bragði að fá að fara á hestbak hjá afa. Pabbi setti hana svo á Stjörnu, sem er það al-þægasta hross sem ég hef fyrir hitt, stúlkan hélt sér bara í tauminn og fór nokkra hringi á Stjörnu sem fer bara eins hratt eða hægt og pabbi segir henni að gera. Frábært! Sem betur fer var vídeóvélin á staðnum og ég hlakka til að sjá vídeóið hjá foreldrum mínum næst þegar ég kemst í sveitina!

Ég ætla á Listahátíðartónleika um næstu helgi, Jagúar með 14 manna óhefðbundið band og Tómas R. Einarsson, spila tónlist Tómasar með mjaðmahnykk! Það verður vonandi fjör og Fúsi trommari lofar mér vel "smurðum" flutningi á laugardeginum.

15.5.04

Gleðilegan Eurovision-dag, alle sammen.

Skål fyrir Frikka og Mæju í gær, þetta var fallegt brúðkaup á að líta.. og ferlega sætt þegar Frikki táraðist við að sjá konuna sína ganga inn kirkjugólfið.

Á miðvikudagskvöldið fórum við hjónin og tengdamamma í upptöku á þættinum "Lífsaugað" með Þórhalli miðli. Það var gaman að sjá hvað hann gerði, karlinn. Var svolítinn tíma að komast í gang fyrst en svo var bara engin leið að stoppa hann! Við sátum í efstu röð og höfðum gott útsýni og sluppum við "tengingu", en tengdamömmu leist ekki á blikuna í smá stund þegar hún heyrði nöfnin "Kristján" og "Gísli" nefnd í sömu runu.. þau nöfn tengdust reyndar allt öðrum stað á landinu heldur en hún þannig að það var ekkert að óttast ;-)

Á fimmtudagskvöldið bauð mamma mér á sinfóníutónleika sem voru nokkuð merkilegir. Fyrri hlutinn var sinfónía nr. 39 í Es-dúr eftir Mozart. Ljúft en samt svolítið drungalega dramatískt á köflum. Seinni hlutinn var svo óperu-óratorían Ödipus Rex eftir Igor Stravinskij. Sögumaður var Ingvar E. Sigurðsson, einsöngvarar voru Algirdas Janutas, Elín Ósk Óskarsdóttir, Andrzej Dobber, Conrelius Hauptmann og Snorri Wium. Karlakórinn Fóstbræður söng snilldarlega með líka.

Í gær (föstudag) fór ég svo á Thorvaldsen bar með nokkrum vinnufélögum. Sátum og spjölluðum um heima og geima, Ögmundur kom heitur af þinginu og við spjölluðum svo miklu meira. Fengum okkur létta rétti að borða og spjölluðum svo helling í viðbót. Skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki. Umræðuefnin voru m.a. fjölmiðlafrumvarpið, frumvarp um réttindi og skyldur, nefstærðir, stjórnmálaskoðanir, pólitískt uppeldi, rangar spurningar í atvinnuviðtölum, hvað ert þú að borða? og MORFÍS ræðutækni. Við komumst sem sagt að því að á Íslandi búa vel undir, ég endurtek, VEL UNDIR ein milljón manna!

Björg og Halldór eru á Nýja Sjálandi ennþá, mæli með myndunum þeirra og dagbókinni hér til hliðar!

Var að fá fréttir frá Sólrúnu sem er í Kenýa. Hún er á stað sem heitir Kapenguria en fer til Nairobi um næstu helgi og svo á sólarströnd í Mombasa eftir það.

Það er svo mikið af fréttum til að hneykslast á þessa dagana að ég nenni ekki að byrja....

Mikið var ég svekkt í gærkvöld þegar röng manneskja var kosin út úr American Idol. Þetta er hneyksli... Hef ekkert á móti Jasmine þannig séð, hún er bara ekki nærri eins góð söngkona eins og allar hinar 3 og átti alls ekki skilið að vera áfram. Ég hlýt samt að lifa þetta af.

Hlakka til rólegs Eurovision kvölds í kvöld. ÁFRAM JÓNSI!

12.5.04

Einhverra hluta vegna þá er þetta "PIRRUM ÁSDÍSI" dagurinn í dag. Það byrjaði bara með því að ég var að keyra frá heimilinu í morgun, niður að Skjólbraut þar sem ég á hægri rétt.. og þurfti náttúrulega að nauðhemla, en var sem betur fer bara á ca. 15 km hraða, því að einhver ömurlegur bílstjóri kom brunandi Skjólbrautina vestur eftir á allavega ca. 80 km hraða (þar sem er 30 hámark) og var ekkert að skipta sér af því að þarna væri hægri réttur og kona með tvö börn í bílnum hjá sér fyrir framan hann. Nei, hann bara hélt áfram á 80 km hraða og út úr hverfinu. Þegar ég var að nálgast sundlaugina (þar sem eru einu ljósin í hverfinu) sá ég á eftir honum fara yfir á rauðu ljósi. Ég var alveg brjáluð, þið getið ímyndað ykkur mig skjálfandi af reiði að reyna að blóta ekki því dæturnar voru með mér þarna í bílnum. Kom þeim á sína staði, skólann og leikskólann, og fór svo í vinnuna. Um leið og ég kom inn hringdi ég í lögregluna í Kópavogi og fékk samband við indælan mann sem skildi mig vel. Hann tók niður kvörtunina mína og bað mig svo um að anda djúpt og róa mig niður ;-) Hann ætlaði sem sagt að senda lögreglumann heim til þessa manns á bílnum TL-606 og veita honum áminningu.

Ég skil bara ekki hvernig þessari manneskju dettur í hug að keyra svona hratt og ábyrgðarlaust í lokaðri götu þar sem fullt af börnum eiga heim og þetta var akkúrat á þeim tíma þar sem þau fara öll að labba í skólann...

Svo er það liðið sem maður þarf að eiga við hérna í vinnunni. Ég sé um iðgjaldainnheimtu og bókhald. Þ.e.a.s. launagreiðendur út um allt land reikna vissa prósentu af launum launþega sinna og borga okkur. Þeir senda okkur svo skilagreinar, þar sem kemur fram hversu mikið af greiðslunni er fyrir þennan mann og hina konuna. Ok.. svo er kona úti á landi sem sér um laun fyrir 3-4 manneskjur. Undanfarna mánuði hafa greiðslurnar frá henni ekki stemmt við skilagreinarnar. Hún röflar eitthvað "þessi er með fyrirfram og þessi eftir á og þessi er kennari og þessi ekki.." og er að gera málið ROOOOOOOOOOSALEGA flókið í leiðinni. Á meðan þetta getur farið einfaldlega svona fram: Þú ert launagreiðandi. Þú reiknar laun, ýtir á takka í tölvunni þinni til að fá útprentaða skilagrein, þú horfir á skilagreinina og sérð hvaða upphæð er á henni, þú borgar þessa sömu upphæð til sjóðsins. Hvað er svona erfitt við þetta??? Ég bara spyr.

Urrrrrr... svo er ég að fara í Lífsaugað hjá Þórhalli í kvöld. Verð ábyggilega rosalega skemmtileg...

10.5.04

Eurovision keppnin verður haldin þessa helgina með dálítið öðruvísi sniði en venjulega. Jú, allir fá að taka þátt, það er undankeppni og svo úrslit. Það verður gaman að sjá hvernig þetta tekst allt í Tyrklandi.

Ég er mikil Eurovision-manneskja og hef verið frá því ég man eftir mér. Það er mér mjög mikilvægt að finna innan Eurovision keppninnar LAGIÐ... lagið sem gefur mér gæsahúð og jafnvel tár í augun ef vel tekst til. Það skiptir ekki máli hvort það er hratt eða hægt, það þarf bara að heilla mig upp úr skónum og flytjendurnir náttúrulega líka. Ég hef hlustað nokkrum sinnum á lagabúta úr þeim lögum sem eru í boði núna og verð nú að segja eins og er að það er ekkert sem hefur alveg hrifið mig til himna ennþá (pun intended). Það verður gaman að sjá hvernig Jónsi stendur sig, ég hef nú fulla trú á honum að gera þetta vel, og svo er ég líka svolítið hrifin af íslendingnum okkar sem keppir fyrir Danmerkur hönd, honum Tómasi. Finnst reyndar lagið flottara á dönsku en ensku en það skiptir kannski ekki mestu máli fyrir mig persónulega.

Þessi LÖG í gegnum tíðina sem hafa átt hjarta mitt alveg í gegn eru m.a. þessi:
1976 – “Save your kisses for me” – Brotherhood of man - Bretland
Vá ég var tæplega 4ra ára þegar þetta vann keppnina og þetta er eitt af þessum lögum sem hafa fylgt manni í gegnum tíðina.
1979 – “Hallelujah” – Milk & Honey – Ísrael
Það eru fá lög sem komast með tærnar þar sem þetta hefur hælana. Ofsalega fallegt og ég tárast *alltaf* þegar ég heyri það.
1981 – “Making your mind up” – Bucks Fizz – Bretland
Ég held að þessi Eurovision keppni hafi verið sú fyrsta sem ég horfði á. Ég allavega man vel eftir því augnabliki þegar ég heyrði lagið, sá fólkið sprikla á sviðinu og svo unnu þau. Æðislegt.. frábært lag og klikkar ekki!
1984 – “Diggi-Loo, Diggi-Ley” – Herreys – Svíþjóð
:-) Hvað get ég sagt? Þessir strákar voru æðislegir á sínum tíma og mér þykir ennþá jafn vænt um lagið núna eins og þegar þeir dönsuðu á gylltu skónum sínum fyrir okkur í sjónvarpinu. Brilliant!
1986 – “Romeo” – Noregur
Þessi var æðislega halló, hann Ketil Stokkan. En mér fannst lagið frábært og hann stóð sig vel á sviðinu karlinn.
1986 – “Är det här du kallar kärlek?” – Svíþjóð
Þetta par var rosalega kraftmikið og var með gott lag. Situr fast í minninu.
1986 – “J’aime La Vie” – Belgía
Já, þetta var gott ár því vinkonan Sandra Kim vann með þessu hressa lagi. Við Lóa Björk litum upp til hennar og stofnuðum hljómsveit sem hét Söndrururnar. LOL Btw, það var líka frábært að sjá Dísellu syngja þetta á Eurovision sjóinu á Broadway í fyrra. Hún tók Söndru alveg í nefið!
1987 – “Gente di mare” – Ítalía
Þessir drengir, Umberto Tozzi og Raf, heilluðu litla hjartað alveg til skýjanna og þetta lag er enn eitt af mínum uppáhalds uppáhalds lögum. Ótrúlega flott ballaða.
1987 – “Shir habatlabim” – Ísrael
Öðru nafni Húbba húlle húlle húlle húbba húbba húlle húlla húbba húlle húlle húbbabba. Æðislegir karlar sem gáfu mér eiginhandaráritanir þegar þeir gauluðu fyrir framan Rás 2 á sínum tíma.
1990 – “Som en vind” – Svíþjóð
Ohhh.. ég var svekkt þegar þessum gekk ekki vel. 4 strákar að syngja, flott og dramatískt lag. Ísland var allavega í, hmmm, 4. sæti þetta ár, var það ekki?
1991 – “Nína” – Ísland
Eina íslenska lagið sem hefur alltaf, ég endurtek, alltaf þessi áhrif á mig, eins og þegar ég heyrði það fyrst. Þetta er sönn snilld og flutningurinn ekki af verri endanum.
1996 – “Ooh aah Just a little bit” – Bretland
Þarna leið langur tími á milli uppáhalda hjá mér. Þetta er rosalega hresst danslag, var ágætis tilbreyting í júróvisjónið.
2001 – “Never ever let you go” – Danmörk
Frábært hresst norðurlandapopp. Skemmtilegt partílag en líka svolítið rómó.
2003 – “I’m not afraid to move on” – Noregur
*dæs* Ég er ennþá að reyna að jafna mig á hjartslættinum frá því í fyrra. Æðislegt lag, frábær flytjandi, samanlagt átti þetta að vinna, ekki spurning.

Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist um helgina. Ég hlakka til, en það verður nú slæmt að geta ekki horft á þetta með Ólöfu Svölu (hún verður nefnilega með pabba sínum næstu helgi). Ég sé sjálfa mig alveg í henni þegar hún kemst í gírinn ;-)

Ég held ég fari nokkrum sinnum í viðbót í gegnum lögin á www.eurovision.tv þessa vikuna og athuga hvort ekki fari eitthvað að smella saman í höfðinu á mér. Mér finnst það hálf hallærislegt að vera ekki með eitthvað fyrirfram ákveðið vinningslag fyrir keppnina. Well, kannski vinnur bara Jónsi, haldið þið það ekki bara?

Já, Formúlan í gær var bara eins og eftir Formúlu. Well, allavega átti Trulli það besta start sem ég hef séð... ever. Frábært hjá honum að vera í 4. sæti á ráslínu og eftir 2 sekúndur kominn í 1. sætið! Jensen dahlin' fékk þó allavega eitt stig og BAR er komið ofar í stigakeppni liða heldur en Williams. Benz druslurnar voru í sunnudagsbíltúr eins og gamlir kallar með hatta. Ekki flott! Heiða, mig langar oft ekkert að horfa því þetta er ansi predictable... en hangi í litlu voninni um að aðrir bílasmiðir fari að taka sig á og koma með almennilegar græjur handa bílstjórum sem geta sko alveg keyrt jafn vel og hratt eins og Skömmsökker.

Veiii... það heyrðist frá Hlyn. Mér finnst það ferlega fáránlegt að litli bróðir sé hinum megin á hnettinum. En frábært að ástralski tollurinn skuli hafa hlegið að öllu íslenska namminu sem drengurinn var með í handfarangri ;-)

Og bíðum nú við, Björg og Halldór, heimsreisulið, ættu að vera komin til Nýja Sjálands. Vonandi er gaman þar og ég hlakka til að sjá fleiri myndir frá þeim.

Hvern hlakkar til þegar Davíð hættir forsætisráðherrastörfum í haust?? Me me me me me!!! Ekkert persónulegt, en það er bara löööööööööööööngu kominn tími til að einhver annar taki við veldissprotanum. Ég er ekkert rosalega hrifin af Halldóri reyndar, en hann hlustar vonandi eitthvað aðeins á þjóðina.

Ég sat úti í garði með Sunnu Kristínu í gær í ca. klukkutíma og við blésum endalaust af sápukúlum. Það var ekki leiðinlegt! Fórum líka í langan göngutúr um hverfið okkar, skoðuðum kirkjuklukkurnar (sem henni finnst vera *mjög* merkilegar) og sáum fullt af fuglum og flugum. Ólöf Svala var í tennis og svo endalausu vinkonustandi restina af deginum. Og ég þurfti eins og venjulega að eiga við "Mamma, má ég vera aðeins lengur" símtalið og vera leiðinlega mamman og skipa henni að koma heim á umsömdum tíma. Eiga fleiri við svona vandamál að stríða?

9.5.04

Það er formúlu keppni á eftir í Barcelona. Þeir sem ég held með stóðu sig ekki nógu vel í tímatökunum í gær, Jensen Button var á góðum tíma lengi vel en klikkaði svo í einni beygjunni og sló grasið meðfram brautinni í smástund sem náttúrulega tafði hann um 2 sekúndur eða svo. Og finninn bláeygði, Kimi Raikkonen var bara að dóla þetta í einhverjum laugardagsbíltúr. Ég ekki ánægð. Og þessir tveir náttúrulega enduðu við hlið hvors annars í ræsingu, 13. og 14. sætið. Það væri alveg eftir þeim að keyra hvor annan út í fyrstu beygju, bara til þess að pirra mig ;-)

Annars var ég hrikalega veik í gær, sló niður með þessu bölvaða kvefi sem hefur verið að hrjá mig og mér leið bara eins og valtari hefði farið yfir mig ca. 35 sinnum eða svo. Engin orka, enginn kraftur, enginn vilji til þess að gera neitt nema liggja uppi í rúmi. Líður aðeins betur í dag, er allavega komin framúr !!

Hlynur bróðir er nú búinn að vera í Ástralíu síðan á föstudaginn og ekkert hefur heyrst frá drengnum... Erna mín, hleyptu honum nú aðeins í tölvuna svo hann geti sagt okkur hvað er gott að vera kominn til þín ;-)

Ég er að lesa bók sem kemur mér mjög vel á óvart. Ég keypti hana á útsölu í bókabúðinni við Hlemm um daginn, hún kostaði heilar 395 kr og ég keypti hana bara af því að hún leit út fyrir að vera kannski lesanleg. Well, höfundurinn er Joanne Harris, sú sama og skrifaði Chocolat sem úr varð ein flottasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Og bókin, sem heitir Coastliners, er bara nokkuð góð. Mæli með henni ef þið sjáið hana á 395 kr.

Ef einhver á texta að lögunum Giv mig hvad du har og Sömand af verden með Dodo and the Dodos (þeir über-dönsku grúppu) þá megið þið endilega senda mér í tölvupósti (asdis@vortex.is).

Mæli með laginu I won't hold you back með Toto. Rosalega flott ballaða.

Hóst hóst hnerr hnerr

5.5.04

Jæja, þá er Hlynur "litli" bróðir kominn í vélina á leið til London og fer svo í kvöld í áttina til Ástralíu (eða Áttalíu eins og Sunna Kristín segir það). Mér skilst að hann hafi sem betur fer fengið sæti í fremstu röð í morgun og bara vonandi að hann fái svoleiðis alla leiðina, hann er með svo rosalega langar lappir, drengurinn.

Ég er enn að reyna að jafna mig eftir kvefið ógurlega frá því um daginn. Kláraði 10 daga pensillín skammt en er samt hóstandi og hnerrandi. Vorkvef er leiðinlegt.

Mig langar að benda á þetta bréf sem Baggalútur virðist hafa fundið í ruslafötu Davíðs nokkurs. Ég las það líka í Fréttablaðinu í morgun að skv. frumvarpi Davíðs megi þriðjungur þjóðarinnar ekki eiga hlut í fyrirtæki sem rekur fjölmiðil. Og ég trúi öllu sem stendur í Fréttablaðinu, því þar er "bannaða" fólkið á ferð. Ég les aldrei Moggann, bara til að vera í uppreisn!

Skemmtilegra umræðuefni: American Idol og Survivor.. já.. það er gaman að þessu sjónvarpi! Fantasia og Rupert eru mitt fólk! En af hverju í ósköpunum eru sjónvarpsstöðvarnar svona rosalega samtaka um það að hafa *ekkert*, ég endurtek, *EKKERT* í minnsta lagi áhugavert á þriðjudagskvöldum? Þetta er alveg merkilegt..

Heimshornarflakkararnir, vinkonur mínar, eru út um allt. Björg og hennar ekta-maki eru í Los Angeles eins og er og fara bráðum til Nýja-Sjálands. Sólrún Hulda er komin til Kenýa. Og koma ekki aftur heim fyrr en eftir mánuð. En mér tókst þó allavega að þykjast vera Sólrún í símann og panta bústað á hennar nafni hjá VR, fyrir stelpuhelgina okkar í lok júní. Förum í Vaðnesið og spilum Monopoly í heita pottinum á meðan steikin er á grillinu, kokteillinn í glasinu og súkkulaðið í maganum. Hlakka til!

Langar líka að benda á Lóu og Eygló sem eru að fara að leggja í langferð. Gangi ykkur vel stelpur!

2.5.04

Til hamingju með afmælið í dag, Stjáni minn! Ég fæ reyndar ekki að sjá hann neitt fyrr en í kvöld, þar sem fyrsta torfærukeppni sumarsins er í dag. Við fáum þó allavega að borða saman góða steik hjá Sigga og Erlu, torfæruhjónaleysum, í kvöld.

Mest allur dagurinn í gær fór í veislur! Já, byrjuðum á því að fara í 4ra ára afmæli til Gabríels Eriks og það var soldið fjör. Mikið af krökkum. Svo fórum við upp í Mosó í kveðjuútskriftarafmælisveislu Hlyns og afmælisveislu Lilju. Gott að borða, fullt af góðu fólki og gaman að spjalla. Sunna Kristín varð svo eftir hjá afa sínum og ömmu og Ólöf Svala fór aftur til pabba síns. Og við Stjáni mættum í partý til Hlyns um kvöldið. Það var mjög gaman og hápunktar kvöldsins voru þegar allir í kofanum sungu hástöfum með "Nothing else matters", smá upphitun fyrir Metallica tónleikana í sumar, og svo þegar við hlustuðum á "I just called to say I love you" með Stevie Wonder og Hlynur spilaði með á saxann... og stuttu seinna hringdi svo Erna í hann... Mjög sætt!

Planið fyrir daginn í dag: Ég ætla að liggja í heitu baði í klukkutíma og byrja á bók sem ég keypti um daginn. Svo fer ég í Mosó að ná í Sunnu Kristínu, þarf að versla svolítið, ætli Ólöf Svala komi ekki hingað um 6 leytið, tengdó ætlar að passa í kvöld og við hjónin stingum af í torfærumatarboð um 7 leytið eða svo. Einhvers staðar þarna inn á milli væri gaman að geta sest niður og horft á Leitina að Nemó, sem við Sunna Kristín keyptum á föstudaginn.