8.5.07

Síðastliðinn föstudag fórum við hjónin út að borða. Haldið var á Argentínu sem ávallt hefur staðið fyrir sínu. Langur tími var þó liðinn síðan við fórum þangað síðast og vorum við full tilhlökkunar þegar haldið var af stað. Eins og venjulega var þjónustan á staðnum alveg eðal og maturinn var ekki síðri. Súkkulaðikakan var að vísu örlítið ofbökuð en hún var ekkert vond fyrir því.

Eftir matinn var haldið upp í Borgarleikhús þar sem við sáum sýningu Ladda "6-tugur" og skemmtum okkur alveg ágætlega yfir henni. Mikið hlegið og nostalgían alveg í toppi. Nokkrar kerlingar í kringum okkur eipuðu alveg á tímabilum, sem var ekkert minna fyndið að fylgjast með.

Laugardagurinn fór í gæsa- og steggjapartý og vil ég bara þakka öllum þátttakendum innilega fyrir góða helgi. Þetta tókst með eindæmum vel og var rosalega skemmtilegt á allan hátt! Gæsin stóð sig sérstaklega vel og lét engin fíflalæti slá sig út af laginu ;-)