30.4.05

Ég ákvað að gera smá tilraun þessa helgina. Athuga hvort mér tækist að hjóla í vinnuna á innan við hálftíma. Og nú sit ég hér í vinnunni, nokkuð þreytt, og tókst að hjóla í vinnuna á 28 mínútum! Og geri aðrir betur sem ekki hafa hreyft legg né lið í marga mánuði Muahahahaha....

Þetta verður skárra á leiðinni til baka því þá fæ ég vindinn í bakið.

Og nú þarf ég bara að kaupa mér MP3 spilara svo ég deyji ekki úr leiðindum á þessum 56 mínútum sem ég ætla að eyða í þetta hvern virka dag næstu 2 vikurnar eða svo.

Nú er planið að:

1) Fara fyrr að sofa á kvöldin.
2) Vakna fyrr á morgnana.
3) Vera mætt á leikskólann með grislinginn minn á slaginu 7:30.
4) Drekka fullt af vatni.
5) Vinna Hjólað í vinnuna keppnina með glæsibrag!

Hver vill hefja veðmál um að mér takist þetta, tjah, eða takist þetta ekki, næstu 2 vikurnar?

23.4.05

Ein af mínum bestu síðustu-mínútu-ákvörðunum var gerð í gær. Ég ákvað um kl. hálf 8 að fara með mömmu og litlu systur minni á Robert Plant tónleikana í Laugardalshöll.

Sá síðustu 3 eða 4 lögin hjá Ske og þau voru ágæt. Mér finnst Guðmundur Steingrímsson mjög fyndinn "hljómsveitargæji" því hann er innilega ekki týpan einhvern veginn.

Þegar klukkan fór að nálgast 9 fórum við að mjaka okkur aðeins inn í þvöguna við sviðið. Það er ansi langt síðan ég gerði slíkt á tónleikum og í þetta skiptið var það MAMMA MÍN sem stóð fyrir því ;) Geggjað. Við vorum í 4-5 röð frá sviðinu og höfðum þokkalegt útsýni inn á milli hausa fyrir framan okkur. Þegar hljómsveitin og síðan hinn sýrði Robert Plant stigu á sviðið varð allt vitlaust. Nýju lögin þeirra eru bara massa góð og mig langar í nýja diskinn, "The Mighty Rearranger". En inn á milli tóku þeir gömul og góð Led Zeppelin lög í skrýtnum og skemmtilegum útgáfum. Það var bara ótrúlega gaman allan tímann en best var að eftir uppklapp spilaði hljómsveitin í ca. 40 mínútur í viðbót... og ætli 20 af þeim hafi ekki farið í lokalagið, Whole lotta love! Alveg magnaður andsk.. þessi maður að syngja í tvo tíma á þessum aldri ;) og endast í svo erfitt lag þetta lengi í restina. Reyndar tók hann andköf einhvern tíman á tónleikunum eftir að hafa verið að spila á munnhörpu og sagðist ekki gera þetta oft.

Allt í allt, frábært kvöld. Og hann ætlar ekki að láta önnur 35 ár líða þangað til hann mætir hingað aftur.

Má ekki gleyma að nefna trommuleikarann í bandinu, Clive Deamer. Ótrúlegur trommari. Get bara ekki orðað það neitt öðruvísi. Gjörsamlega ótrúlegur!

22.4.05

Gleðilegt sumar! :) :) :)

Síðustu helgi eyddi ég í sumarbústað í Húsafelli með vinkonum mínum. Heitur pottur, grillmatur, smá rauðvín með matnum, fullt af spilum, ofboðslega mikið af nammi :) Fengum meira að segja rjómablíðu á laugardeginum meðan veðrið var sem verst í bænum. Rosalega góð helgi, mikil afslöppun og hrikalega gaman.

Sumarfagnaður á miðvikudagskvöldið í vinnunni. Úff ;) Mikið fjör, reiptog og spurningakeppni. Við vorum nokkur sem töltum niður í bæ um hálf 12 leytið og enduðum á Hressó þar sem við vorum hress í 2 tíma eða svo. Voðalega var gott að komast heim til sín samt upp úr 2 leytinu. Og jakkinn minn fannst ekki fyrir brottför þannig að nú er ég einum jakkanum fátækari að öllum líkindum. Verð að tékka á Hressó í dag og athuga hvort hann hafi nokkuð fundist (not very likely). Voðalega getur fólk verið mikið fífl stundum.

Er á leiðinni til Keflavíkur til að vera viðstödd atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings. Voða fjör. Verð svo heima eftir hádegið með yngri dótturinni út af skipulagsdegi í leikskólanum. Það var mjög gaman að muna eftir því þegar ég var komin að leikskólanum í morgun og sá að allt var slökkt og enginn á staðnum.

*geisp*

20.4.05

Ég fékk póst í nótt.....

Í honum stendur m.a. eftirfarandi:

I Love All Access is proud to offer VIP ticket packages for you to experience the magic of Stevie Nicks and Don Henley, two legendary voices joining forces in concert this summer for an unforgettable evening of music - performing solo sets, and together! See and hear an amazing selection from thier respective solo careers as well as songs from Fleetwood Mac and the Eagles.

Jæks...

Það er búið að auglýsa þarna nokkrar dagsetningar í sumar þar sem tvö af mínum ædolum spila og syngja, bæði í sitthvoru lagi og saman. Það liggur við að maður gefi allan munað fyrir utan tónlistina upp á bátinn núna....

19.4.05

You scored as Justice (Fairness). Your life is guided by the concept of Fair Justice: Everyone, yourself included, should be rewarded and punished according to the help or harm they cause."He who does not punish evil commands it to be done."

--Leonardo da Vinci“Though force can protect in emergency, only justice, fairness, consideration and cooperation can finally lead men to the dawn of eternal peace.”

--Dwight D. EisenhowerMore info at Arocoun's Wikipedia User Page...

Hedonism

85%

Justice (Fairness)

85%

Utilitarianism

80%

Existentialism

70%

Kantianism

50%

Strong Egoism

45%

Apathy

25%

Divine Command

10%

Nihilism

5%

What philosophy do you follow? (v1.03)
created with QuizFarm.com

14.4.05

Lífið er aldeilis brill bara :) Í dag er akkúrat ár síðan ég sá goðin mín spila í Wembley Arena. Það er kvöld sem ég á aldrei eftir að gleyma, hjartsláttur sem slær næstum því rússibananum á Ítalíu út og tilfinningar sem toppa mjög margt, þó ekki allt ;)

1 dagur í HÁSBÁS. Verslunarferð á eftir þar sem verður lögð áhersla á gott kjöt og nammi. Getur varla verið betra plan fyrir góða vinkvennahelgi!

Svo er maður loksins orðinn þráðlaus hérna heima, þá getum við loksins flutt tölvuna yfir í nýja sérhannaða skotið sitt þó svo að símalínan flytjist ekki yfir fyrr en eftir dúk og disk.

Heiða María vildi fá að sjá tilraunastarfsemina... Hérna er fyrsta hugmynd, ég á eftir að vinna aðeins meira úr henni, s.s. texta til að setja einhvers staðar þarna líka og svona.
Image hosted by Photobucket.com

8.4.05

Andsk.... maður búinn að bulla heilmikið og svo bara dettur það út. Ég er ekki ánægð með blogger akkúrat þessa stundina....

Ég ætla samt að reyna að bulla þetta upp á nýtt :) svona fyrst það er föstudagur :)

7 dagar í Hina Árlegu Sumarbústaðaferð BÁS (tm) eða HÁSBÁS. Haldið verður í Húsafell í þetta skiptið og verður eflaust mikið gert af því að nema land, kaupa stræti og hótel og reyna að muna asnalegar Friends-staðreyndir. Góður matur verður etinn og örlítið smakkað á vægum guðaveigum.

28 dagar í lokapróf í Félagsfræði 203. Ég held ég sé í þessu fagi for all the wrong reasons. Mér finnst voða merkilegt að lesa um allt þetta óréttlæti sem viðgengist hefur í heiminum hér og þar í hitt og þetta langan tíma, en hef lítinn áhuga á að skilgreina aðstæðurnar samkvæmt hinum og þessum kenningum félagsfræðinnar. Af hverju má maður bara ekki vinna þetta eftir sínum eigin skoðunum, ekki fyrirfram ákveðnum formúlum frá einhverjum köllum sem eru síðan löngu látnir??

84 dagar í flottustu tónleikana í Egilshöll. Hugmyndir fljóta í kollinum á mér, um myndefni á bol til að vera í á kvöldinu merkilega. Búin að prófa að setja nokkrar hugmyndir upp í Photoshop og er nú bara nokkuð stolt af sjálfri mér. Spurning hvort maður þurfi nokkuð að vera að angra einhverja grafíska hönnuði, heldur leyfa bara eigin ágæti og fikti njóta sín áður en haldið verður með afraksturinn til Dogma-Guðna sem ætlar að láta prenta á bolinn fyrir mig. Fyrir utan það já, ég þarf víst líka að ákveða hvernig bolurinn sjálfur á að vera á litinn og hvernig í laginu... Úff..

Góð lína frá Lennon eða McCartney eða bara báðum:

If I cannot sing my heart, I can only speak my mind!

Bull dagsins var í boði súkkulaðirúsína frá Góu.

Seacrest out! (eða eitthvað...)

1.4.05

Jaaaahúúúúúú.... góður föstudagur í dag. Mér sem leið eins og það væri föstudagur á miðvikudaginn... þannig að þetta er langþráður dagur. Annars verð ég vinnandi eitthvað frameftir í dag að telja atkvæði með/móti kjarasamningnum hérna í vinnunni, voða gaman. Svo förum við hjónakornin út að borða og að lokum í eitthvað brjálað partý hjá klikkuðu gengi í Hlíðunum ;-Þ

Vá... ég hef meðvitað verið að venja mig af Eagles/Don Henley undanfarið, s.s. hlustað á eitthvað annað í vinnunni. Svo skellti ég á random í morgun og kom þá ekki þetta ótrúlega flotta lag "Wasted time" og ég bara kolféll strax. Fyrir þá sem ekki þekkja þetta lag, þá mæli ég með því að fólk kynni sér það. Ótrúlega flott laglína, miklar tilfinningar, sársaukafullur texti, geðveikt flott rödd og frábærir hljóðfæraleikarar. Það gerist bara varla betra.

Annars er föstudagur í dag þannig að ég held að ég skelli bráðum Palla í græjuna hjá mér, "Stanslaust stuð" eða "Bundinn fastur við þig" eða eitthvað álíka *<8-D Vúhúúúú...