12.1.05

Vá hvað það hefur verið mikið gaman undanfarið hjá stelpunum mínum að fara út á snjóþotu og renna sér niður brekkuna á Rútstúni! Alveg brilliant að fá snjó svona lengi í einu :)

Póstdreifingin í Kópavogi er alltaf til fyrirmyndar. Mér finnst það alveg með ólíkindum að póstmenn í Reykjavík geti farið eftir vinnureglum en þeir í Kópavogi ekki. Það hefur nefnilega komið svona ca. 40 sinnum fyrir á þessum tveimur árum sem við höfum búið í húsinu okkar að þangað komi póstur stílaður á fyrri eigendur og börnin þeirra. Og já, það var svo sem skiljanlegt fyrsta mánuðinn en svo hefur þetta komið í gusum svona við og við. Þetta fólk er með lögheimili í 104 Reykjavík og þar sem þau búa í Ameríku en ekki í 104 Reykjavík og eru þar með ekki með nöfnin sín skráð neins staðar á póstkassa, er strikað yfir heimilisfangið í 104 og áframsent í 200 Kópavogur, þar sem þau hafa ekki verið með neitt skráð heimilisfang í rúmlega 2 ár! Svo sá ég akkúrat í Fréttablaðinu í fyrradag litla grein um vinnureglur póstþjónustunnar og þar stendur nú bara að ekki megi setja póst í kassa/lúgu nema ef nafn viðtakandans sé á skilti á húsinu eða kassanum. Þ.e.a.s. ef nafnið er ekki hjá lúgunni þá má pósturinn ekki fara inn. AF HVERJU Á PÓSTBURÐARFÓLK Í KÓPAVOGINUM SVONA ERFITT MEÐ AÐ SKILJA ÞETTA????

Ég er löngu hætt að vera senditík fyrir póstþjónustuna heldur hringi inn kvörtun og tilkynni það að pósturinn muni bara hanga út um póstlúguna hjá mér þangað til einhver kemur og sækir hann eða að hann fjúki þá í burtu. Síðast þegar ég gerði það þá ýtti póstburðarmaðurinn honum bara aftur inn og þá fyrst trompaðist ég í símann ;) Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist í dag, þar sem 5 umslög hanga út um póstlúguna mína eins og er.

Fyrst maður hefur engin stórvandamál til að stressa sig yfir þá verður maður nú að taka bræðina út á smámununum sem í raun skipta engu máli. Er það ekki?? :)