31.3.07

22. - 25. mars var ég í London með saumaklúbbsstelpum. Það var bara gaman. Ekkert djammað en mikið verslað, borðað og sofið. Við fórum á sýninguna Stitch'n'Craft í Olympia Exhibition Hall og það var bara geðveiki. Endalausir básar af saumadóti og prjónadóti og ýmsu öðru. Hitti uppáhalds hönnuðinn, Michael Powell, sem er alveg indæll. Kom heim mjög seint aðfararnótt mánudags og nældi mér í gott kvef sem ég er enn að berjast við.

Miðvikudagskvöldinu eyddi ég í Laugardalshöll ásamt mömmu og stóru systur minni, þar sem við djömmuðum við Cliff Richard. Hann er ekki "cool", segir hann sjálfur. Hann er nefnilega "hot"! LOL Við skemmtum okkur vel og ekki var leiðinlegt að hitta föðursystur mínar eftir tónleikana, en þær voru allar hreint í skýjunum eftir kvöldið og það var erfitt að tosa þær niður til að ná sambandi við þær!

Mæli með þessu vídeói. Það sýnir á ágætis hátt hvað Sir Cliff tekur sig lítið alvarlega.
http://www.youtube.com/watch?v=F2dEyDpinwY

Gleðilega páska, alle sammen. Er ekki fínt að byrja bara á súkkulaðinu á morgun og éta ekkert nema súkkulaði í heila viku? Mér líst nokkuð vel á það.

15.3.07

Stóra stelpan mín er 11 ára í dag! Það er erfitt að trúa því að tíminn líði svona hratt. Ég skil þetta heldur ekki þar sem ég er ennþá bara 23ja ára....

Mæli með því að fólk syngi öll lögin á SingStar Legends disknum. Það er bara fjör og fyndið. Gott að byrja á Whitney Houston "The Greatest Love of All" til að hita upp raddböndin. Hahahaha...

"This charming man" með The Smiths er svona um það bil ómögulegt að syngja. Bara fyndið samt.

Mæli líka með Klifurhúsinu, Skútuvogi 1G, fyrir krakkapartý (ca. 9 ára og eldri). Vá, hvað krakkarnir skemmta sér vel þar! Og eru líka dauðþreytt eftir á ;-)