24.8.06

Um daginn var ég í bol sem ég keypti mér í London í vor. Hann er með þessu merki framaná:Og einn indælis náungi leit á þetta merki út undan sér og las:

Mind the gay

og fannst ekkert að þessari setningu sem ég var með á bolnum mínum.

Þannig að nú er mitt nýja motto:

Varið ykkur á hinum hýru

18.8.06

Ég hef alltaf verið agalega væmin. Svo væmin að ég grenja yfir öllu sem kemst nálægt því að vera kjút. Algjör illi.

Eftirfarandi atriði er fyrsta bíómyndaratriðið sem ég man eftir að hafa grátið yfir sem barn, ábyggilega bara 5-6 ára. Þetta er bara svo ofsalega fallegt lag og ég elskaði Kermit náttúrulega út af lífinu. *dæs*

11.8.06

Planið fyrir helgina:

Föstudagur: Letingjast í kvöld. Sitja á rassinum og sauma út. Borða popp og horfa á Ally McBeal eða Gray's anatomy. Fara að sofa þegar ég er orðin þreytt.

Laugardagur: Dúllast með litlu dömunni sem verður bráðum 5 ára. Fara í sund ef veðrið er gott. Koma henni í sveitina til afans og ömmunnar. Fríka út á Morrissey tónleikum. Fara jafnvel í pottinn eftir tónleika ef veðrið er gott og fylgjast með stjörnunum birtast smátt og smátt fram eftir nóttu.

Sunnudagur: Letingjast fram eftir degi. Ná í dömuna í sveitina. Letingjast aðeins meira. Ef ég passa mig ekki, gæti ég myglað úr leti á næstunni.

Gott plan samt. Finnst mér allavega.

10.8.06

Pælingar hjá vinkonum mínum í Bandaríkjunum sem eru í yfirvigt eru nokkuð skondnar. Þeirra æðsta "goal" er að geta girt bol/blússu ofan í buxurnar og komist upp með það!

BWAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Þær eru svo 1982 að það er ekkert smá fyndið. Það girðir enginn bol ofan í buxur í dag! Ég bara á ekki orð...

8.8.06

Jæja, loksins gerðist eitthvað í formúlunni á sunnudaginn. Leyniædolið mitt, Jenson Button, vann sinn fyrsta sigur. Jabbadabbadúúúúú....

3.8.06

Þetta er held ég bara eitt af fyndnustu vídeóum sem ég hef séð. Looooosers...