23.2.07

Akkúrat þegar ég hélt að Grey's Anatomy væri að verða bara einn af þessum þáttum þarna... þá komu þættir númer 15, 16 og 17 í þriðju seríu og gripu mig heljartaki. Svei mér þá. Ég hef ekki lifað mig svona inn í sjónvarpsþætti síðan ég horfði á Húsið á sléttunni, 6 ára eða svo.

Ég mæli bara eindregið með þessari sjónvarpsþáttaröð.

Og ekki sakar að Emilíana Torrini er spiluð reglulega í þeim ;-)

3.2.07

Uppáhalds göngubrettis-lagið mitt þessa dagana:

http://www.youtube.com/watch?v=lZAqbgA5esI

Frábær taktur til að strunsa við. Æðislegur texti líka sem á engan veginn við ánægjuna af því að hreyfa sig.

2.2.07

Mér líður eins og kærulausustu móður í heimi akkúrat núna.

Ætla að stinga heimilið af 3 helgar á næstu tveimur mánuðum.

Tvær sumarbústaðaferðir (HÁSBÁS og saumósumó) og helgarferð til London með saumaklúbbsskvísum.

Held ég sé biluð bara. Spurning hvort þég þurfi að fara í undirgefnis-, húsmóður- og móðurmeðferð. Kona á mínum aldri með ung börn á náttúrulega ekki að gera neitt fyrir sjálfa sig.. eða hvað??