26.8.04

VEIII! :) Stóra daman komin með staðfestingu á píanónámi í Tónlistarskóla Kópavogs!!! Ég er ekkert smá ánægð að hún skuli hafa komist inn, því ekki er það auðvelt þegar vantar pláss fyrir 40 krakka eða svo. Það verður æðislegt að hleypa henni af stað í þetta því hún hefur svo mikinn áhuga og hefur mjög gaman af því að spila á píanóið. Svo ætlar hún að halda áfram í tennis, hefur mjög gaman af því líka. Verður sterk og stælt af því sem er bara gott :)

Ég gleymdi alveg að nefna Menningarnóttina. Ég tók nú ekki mikinn þátt í henni en gat ekki staðist Jagúar á Landsbankasviðinu og skaust niður í bæ með Kristínu systur. Við sáum endann á Tómasi R. (ekki afturendann þó) og Kúbubandinu hans inni í Landsbankanum og það litla sem við sáum var mjög skemmtilegt. Hress tónlist og topp tónlistarmenn með honum. Svo stukku Jagúar menn + Óskar Guðjóns á sviðið úti og við dilluðum okkur í takt við fönkið og höfðum mjög gaman af. Eina sem var leiðinlegt var hvað allir þurftu alltaf að ganga í gegnum hópinn fyrir framan sviðið akkúrat þar sem við vorum. Af hverju í ósköpunum gat fólk ekki farið í gegnum hópinn aftarlega?? Ég bara spyr.. En sviðið var náttúrulega á bjánalegum stað bara. Á endanum færðum við okkur til hliðar við sviðið og höfðum allt það pláss sem við þurftum til að dilla okkur þar. Funky fried chicken... VÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ! Bara gaman. Ég sé eiginlega eftir því að tíma ekki að borga mig inn á James Brown tónleikana bara til þess að sjá Jagúar hita upp fyrir gamla kallinn. En ég er líka víst að fara að sjá Rómeó og Júlíu á sunnudagskvöldið þannig að maður má nú ekki vera að fara út á hverju kvöldi, er það??

25.8.04

Jæja, þá er 3ja ára afmælið yfirstaðið og loksins er litla daman komin með aldur til að fara í boltaland í Ikea ;) Það var mesti spenningurinn, held ég. Svo fékk hún tuskuhunda og Sollu stirðu regngalla og bleik stígvél í afmælisgjöf og var svona rosalega ánægð með þetta allt. Ekki var verra að heyra hljóðið í Hlyn frænda og Ernu frá Ástralíu á afmælisdaginn!
Ég sá Juliu Stiles í morgun, ligga ligga lái. Hún var í rútu hérna á bílastæðinu hjá okkur í vinnunni. Voða gaman. Fór reyndar út til að gá hvort ég sæi Forest Whitaker en rak augun ekki í hann enda fullt af fólki þarna allt í kring í kvikmynduninni.
Ég skráði mig í tvær greinar í fjarnámi í FÁ, ætla að athuga hvort ég get lært félagsfræði og spænsku. Það verður ágætt ef maður nær að taka tvær greinar á önn og mjaka sér nær stúdentsprófinu þannig á næstu árum. Ekki er leiðinlegra þegar stéttarfélagið borgar niður 80% af námsgjaldinu.
Það styttist í atvinnuskipti hjá mér. Ég er orðin nokkuð spennt fyrir því að komast í bunkana þarna uppi, en vanda mig við það í leiðinni að skila nokkuð góðu af mér hérna. Vil ekki að Lilja systir þurfi að byrja í einhverju stappi. Er ég ekki góð??? :)
Ég er líka geysilega ánægð með það að vera búin að missa í heildina 6 cm í ummál í mittinu á þessum ca. tveimur mánuðum sem ég hef verið að borða kolvetnasnautt að mestu leyti. Er samt að vonast eftir því að finna meira fyrir minnkun á lærum og afturenda á næstunni ;) Gaman gaman...

12.8.04

Mikið hefur verið gott að fá svona Miðjarðarhafsloftslag hingað til Íslands undanfarna daga. Svona eiga sumrin að vera, nema hvað það er leyfilegt að rigna á nóttunni ;) Ég þurfti verulega á þessari ljóstillífun að halda eftir rigninguna og drungann í síðustu viku. Tók mér meira að segja frí eftir hádegi í gær bara til þess að geta verið úti í sólinni. Ef ég mætti setja eina reglu varðandi loftslag þá væri hún nokkurn veginn svona: Ég á ekki að þurfa að vera kappklædd á sumrin!!

Svo sit ég hérna bara seint að kveldi og hlusta á lag með UB40 aftur og aftur og aftur og aftur. Það heitir "Please don't make me cry". Alltaf fundist þetta vera ofsalega flott lag, sorglegt en mjög vel gert. Bassalínan setur gjörsamlega "moodið" fyrir lagið í heild sinni en svo heyrir maður líka sársaukann í röddinni á Ali Campbell þegar hann túlkar textann af sinni einstöku snilld. Stundum þegar maður er með músíkina á "shuffle" þá bara koma svona snilldarlög upp sem mann langar til að hlusta á 10 sinnum í röð :)

Ólöf Svala er búin að vera í tæpar 3 vikur hjá pabba sínum og ég sakna hennar ofsalega mikið. Sunna Kristín saknar hennar líka alveg heilmikið og spyr um hana á hverjum degi, oft á dag. Annars er mjög gaman í leikskólanum hjá þeirri stuttu, hún er alltaf að læra ný lög og nýja dansa. Heilmikið að gera. Komin ný stelpa á deildina hennar meira að segja, þannig að nú eru þær 3 stelpurnar á móti 8 strákum. Ólöf Svala byrjar svo í skólanum 24. ágúst, á reyndar að mæta í stundaskráarafhendingu þann 23. Hún er búin að fá nýja skólatösku og hlakkar mikið til að vera með vinum sínum allan daginn aftur.

Tæpar 3 vikur eftir af þessari vinnu hjá mér, þ.e.a.s. þangað til Lilja systir kemur aftur og ég flyt mig upp um 2 hæðir í húsinu. Það verður gaman að komast í nýju vinnuna, læra á allt sem þarf að gera og reyna að vinna niður úr bunkanum sem hefur safnast upp.

Hlakka til að geta setið úti á palli einn eftirmiðdaginn í viðbót á morgun. Þetta veður er æðislegt! Ég hef oft mælt með því að festa landið í togaraflotann og láta hann draga klakann svolítið suðureftir, en ef við fáum svona skot reglulega þá þarf ekkert á því að halda.
Góða nótt!