31.12.04

Ég byrjaði að kveðja gamla árið í gærkvöld með litlu systur minni á Gauki á Stöng. Jagúarmenn spiluðu fyrir okkur í u.þ.b. 2 1/2 tíma, eðaltónlist sem maður vill ekki að endi. Mjög gaman og sérlega hressandi að fá tækifæri til að dilla sér aðeins svona í lok ársins.

Nú er stefnan tekin á Mosfellsdalinn. Þar mun m.a. kalkúnn og humarhalar vera á borðum á eftir og aldrei að vita nema maður borði bara áramótin frá sér. Fjármunir sem áttu að fara í flugeldakaup var hins vegar varið til hjálparstarfs Rauða Krossins í Asíu.

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðnar stundir í gegnum tíðina. Með von um hamingjuríka, friðsæla, hamfaralausa, verðbólgulausa og atvinnuleysislausa framtíð (maður má nú láta sig dreyma)....

29.12.04

Jólin voru indæl og róleg. Voða gott að vera í rólegheitum með fjölskyldunum og borða góðan mat og taka upp pakka og borða góðan mat og fá sér eitt rauðvínsglas og borða góðan mat og narta í konfekt og borða góðan mat ;-)

Verð að segja sögu frá því í morgun. Ég hoppaði í sturtu kl. 06:45, kom litlu rófunni á fætur og borðaði morgunmat. Svo fór ég í útifötin og svo hringdi gemsinn minn áður en ég komst út úr húsi. Á hinum enda "línunnar" var góður vinur minn í smá vandræðum. Hann var nefnilega læstur INNI hjá sér :-D Snerillinn á hurðinni hans ónýtur og hann komst engan veginn út úr íbúðinni sinni. Tadadaaaaa.... Björgunarsveit Kópavogs færði sig úr Vesturbæ Kópavogs í Vesturbæ Reykjavíkur og eftir smá loftfimleika með lyklakippu í tupperwareboxi þá tókst að opna hurðina og hleypa drengnum út.

Nú ganga brandararnir náttúrulega út á það að hann sé svo ungur að hann geti ekki opnað útihurðina sjálfur, hann verði að passa sig að læsa sig ekki inni á skrifstofu og hvort maður þurfi að fara þennan aukarúnt á hverjum morgni til að hleypa honum út úr íbúðinni sinni.

Hehehehe..

Allt í góðu, eins og Þórhallur miðill segir ;-)

22.12.04

Jæja, þá eru Hlynur og Erna, súkkulaðibrúnasta par á Íslandi, komin heim í heiðardalinn bara. Ofsalega gott að sjá þau úti á velli og þau bjuggust nú held ég ekki við þessari svakalegu welcoming committee sem mætti á staðinn :) Krakkarnir hittu nokkra jólasveina sem voru að koma heim frá Osló, fengu nammipoka og klíp í kinnar, svaka fjör.

Núna mega jólin koma, fyrst Hlynur og Erna eru komin heim :-D

Ég á reyndar eftir að skúra gólfið í stofunni og borðstofunni, svo get ég sett upp jólatréð og þá er þetta allt bara reddí.

20.12.04

Jæja, nú þarf að krossleggja alla fingur og tær og allt annað sem hægt er að krossleggja. Ullarhnoðrarnir frá Ástralíu lentu í töf í Darwin en eru vonandi farin af stað til Singapore... ég vona ég vona ég vona ég vona það allavega! Þau þurfa nefnilega að ná IcelandExpress fluginu frá London fyrir hádegið á morgun. Ef það bregst þá eru reyndar örfá laus sæti í fluginu um kvöldið en annars er allt upppantað hjá IE fyrir jólin. Við hlökkum svo mikið til að sjá skötuhjúin aftur, þetta er búið að vera svo langur tími sem þau eru búin að vera í burtu.

Ég fór á tónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í gær og það var ágætt. Fallegir tónleikar og góður söngur, sérstaklega hjá Eyjólfi Eyjólfssyni tenór sem lét röddina flæða þarna yfir allt. Mjög skemmtileg rödd sem hann hefur og engan veginn tilgerðar- eða rembingsleg eins og hjá sumum tenórum ;-)

Eldri dóttirin er komin í jólafrí þannig að hún dundar sér með mér í vinnunni næstu dagana. Voða gaman..

15.12.04

Jæja, nú líður tíminn allt í einu voða hratt og ég glotti bara framan í hann því ég er búin með mest megnið af því sem ég ætlaði að gera fyrir jólin (á bara eftir að dundast í þrifum um helgina) og svo styttist líka tíminn í að Ástralíu-ullarhnoðrarnir okkar fari að mæta aftur til klakans! 6 dagar :) Ekkert smá sem það verður gaman að sjá þau aftur.

Ég var að lesa svolítið undarlega bók, Faðirinn, móðirin og dóttirin heitir hún og er eftir Kerstin Thorvall ef ég man rétt. Veit ekki alveg hvort ég eigi að mæla með henni. Hún fjallar um verðug málefni (m.a. geðveiki og kynferðislegt ofbeldi) og á að gerast á fyrri hluta síðustu aldar í Svíþjóð. Ég veit eiginlega ekki alveg af hverju mér finnst hún vera svona undarleg, ég bara einhvern veginn fann ekki neistann í henni en kláraði nú samt að lesa hana.

Nú fer ég að snúa mér að áframhaldandi ævintýrum vampírunnar Lestat, Blood Canticle, sem tengdamóðir mín var svo yndislega að versla fyrir mig úti í London um daginn :-) Það jafnast fátt á við eina eða tvær Anne Rice sögur á ári! Ég hef bara ekki jafnað mig enn af æðinu sem greip mig þegar ég sá Interview with the vampire í bíó hérna fyrir hundrað árum síðan eða svo.

Mæli eindregið með disknum Brothers in arms með Dire Straits. Það er nauðsynlegt að grafa hann upp við og við og hlusta á alveg í gegn. Ég get reyndar ekki hlustað á titillagið án þess að tárast, þetta er bara svo óhugnalega flott tónlist. Læt textann magnaða fylgja hérna. Hvernig væri að heimurinn okkar færi að vera svolítið friðsælli??

Brothers in Arms
These mist covered mountains
Are a home now for me
But my home is the lowlands
And always will be
Some day you'll return to
Your valleys and your farms
And you'll no longer burn
To be brothers in arms

Through these fields of destruction
Baptisms of fire
I've witnessed your suffering
As the battles raged higher
And though they did hurt me so bad
In the fear and alarm
You did not desert me
My brothers in arms

There's so many different worlds
So many different suns
And we have just one world
But we live in different ones

Now the sun's gone to hell
And the moon's riding high
Let me bid you farewell
Every man has to die
But it's written in the starlight
And every line on your palm
We're fools to make war
On our brothers in arms

6.12.04

Ég mætti í Smáralind á laugardaginn og verslaði mér eintak af "Hello somebody" með Jagúar. Fékk meira að segja áritun og allt, ekkert smá cool hahahahahaha...

Get varla hlustað á neitt annað núna, þessi diskur er frábær :) Fannst það frekar fyndið í gær þegar maðurinn minn sagði að þetta minnti hann á Mezzoforte. Get ekki sagt að ég heyri bein tengsl þar á milli en ég er allavega komin með Butterflies á heilann. Not to mention FUNKY FRIED CHICKEN WOOOOOH!!! (erfiður texti það!)

15 dagar í Hlyn og Ernu... woooooooh! Það verður gaman að heyra ástralska hreiminn hjá Tasmaníuförunum ;)

3.12.04

Go Canada!!!!

Þokkalega flott dæmi. Ég mæli með því að ef Bush ætlar í opinberar heimsóknir hvert sem er í heiminum, þá sé bara löggan mætt á staðinn strax til að handtaka manninn.

Hahahahahaha.... Mér finnst sérstaklega fyndið að lesa ummæli konu frá Ohio: "Forget North Korea and Iran … we must invade Canada next."

Ótrúlegt þetta pakk!

Áfram áfram áfram Kanada, áfram áfram áfram Kanada, áfram áfram áfram Kanada og læsum inni Bush!

2.12.04

Jæja, mér tókst nú ágætlega að bulla mig fram úr félagsfræðiprófinu í gær og var bara komin með einkunn klukkan 10 í gærkvöld! Ekki mikið að slóra þessi kennari :) Fékk 7,4 fyrir prófið og lokaeinkunn 8,0 fyrir kúrsinn, sem ég er mjög ánægð með þar sem mér hefur aldrei áður gengið vel í kjaftablaðursfagi. Ætli kjaftablaðrið hafi ekki bara aukist í mér eftir því sem aldurinn hefur færst yfir....

Ég hef ekki miklar vonir fyrir spænskuprófið á morgun enda hef ég ekki lagt mikla áherslu á spænskuna. Hef alveg þýsku metna sem þriðja mál þannig að ég þarf ekkert að stressa mig yfir henni. Og hef líka komist að því að einn kúrs er alveg nóg þegar maður er í fullri vinnu og þarf að hugsa um heimili og 2 börn líka. Þannig að ég ætla að dunda mér við þetta í rólegheitum og ekki vera að taka of mikið í einu. Þá er bara spurningin hvað maður eigi að taka á næstu önn. Stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði... það er svo margt sem kemur til greina.