25.10.06

Sorglegur dagur í dag fyrir Duran Duran stuðningsfulltrúa. Andy Taylor er hættur. Aftur. Þetta er 1986 bara all over again :-(

Hey, ég fékk þó allavega að hitta hann þreyttan og sveittan nýkominn af sviðinu, tala við hann, þakka honum fyrir það sem hann hefur gert í gegnum tíðina, flissa með honum að því sem ég sagði honum.Ég mun sakna litla prakkarans.

21.10.06

Hey, listen to the band!

Falco er held ég eini flotti tónlistarmaðurinn sem Austurríki hefur framleitt síðan bara Mozart eða eitthvað slíkt. Því miður náði karlinn að láta lífið í bílslysi fyrir ca. 10 árum eða svo en þessar minningar á maður að eilífu eftir hann:


Ég held ég kunni textann að þessu meira að segja alveg ennþá (Dein lippenstift is vervicht, du hast ihn gekaupt und und ich hab ihn gesehen, zuviel raut auf deinen lippen und du hast gesagt: mach mich nicht an)


Bara snilld.

17.10.06

Ég ætlaði bara að skemmta/hræða ykkur með þessu hérna innleggi:
http://69.is/openlink.php?id=22327
Eftir ca. 1 mínútu og 10 sekúndur í þessu lagi, þá gvöð menn góður, kemur svo sannarlega í ljós að sumt fólk kann ekki að syngja. Það er eins gott að ég var ekki að drekka neitt, annars hefði ég þurft ansi hressilega að þrífa skjáinn minn.

En svo rakst ég á þessa snilld:
http://video.google.com/videoplay?docid=-2139555376132383479&q=super+mario
Og svei mér þá, ef þetta vekur ekki bara upp gamlar og góðar minningar af systkinum mínum sveiflandi handleggjunum til að láta Mario hoppa. hahahahahahaha

Algjört snilldar skemmtiatriði, og ég hvet hvern sem er til að framkvæma svona gjörning við hvert tækifæri.

2.10.06

ROTFLOLPIMPGTTSAMA (og ef þú veist ekki hvað það þýðir þá hefur þú ekki rétt til að kalla þig "white & nerdy")