31.3.04

Textabútur dagsins:

Come stop your crying, it will be alright
just take my hand, hold it tight
I will protect you from all around you
I will be here, dont you cry
For one so small you seem so strong
My arms will hold you, keep you safe and warm
This bond between us, can't be broken
I will be here, don't you cry

Phil Collins er snillingur. Það eru engin önnur orð, held ég, sem lýsa foreldratilfinningunni betur.

Merkilegt þetta nammileysi. Ég fékk nú ágætis viðbrögð í gær, en þau hljóðuðu aðallega þannig að það er bara ekkert sem virkar nema súkkulaði þegar mann langar í súkkulaði. Ég sem hafði verið að vonast til þess að einhver kæmi með TÖFRALAUSNINA!!

En viti menn... Ásdís Ómarsdóttir er búin að lifa af næstum því 2 sólarhringa án alls súkkulaðis (það síðasta var eitt súkkulaðikex í hádeginu á mánudaginn). Ég er cranky og grumpy og ábyggilega hundleiðinleg við allt og alla, en ég er ekki fallin ennþá!

The Joys of Parenthood: Við hjónakornin vorum vakin þrisvar sinnum í nótt. Ég held að dæturnar hafi verið að vinna upp vakningar þar sem þær hafa báðar sofið í gegn alveg sl. 4 nætur. Ólöf Svala kom kl. 2:10 "Mamma, mér er þyrst." *geisp* Fáðu þér smá vatn að drekka og farðu svo að sofa. Ólöf Svala kom aftur inn um 3 leytið "Ég get ekki sofnað." *geisp* Farðu upp í rúm og liggðu kyrr þangað til þú sofnar. Og kl. 5:12 kom Sunna Kristín "Mamma, é þarf pissa." Alltíkeiinu.. Ég skreið framúr og endaði uppi í rúmi með Sunnu Kristínu því hún vildi alls ekki fara að sofa ein aftur. Svo sofnaði hún ekkert almennilega fyrr en um hálf 7 leytið og þá náttúrulega var of seint fyrir mig að ná einhverri hvíld því maður staulast alltaf á fætur kl. 7.

Um leið og ég var búin að slafra í mig morgunmatnum hljóp ég aðeins út til að taka myndir af snjónum fyrir Ernu. Erna mín, þú veist ekki af hverju þú ert að missa hérna... ÜBER-SLABBI!!! Þetta er svoooo blautur snjór að hann á ekki eftir að endast lengi. En kemur samt ábyggilega aftur nokkrar nætur í röð svona til að tryggja það að enginn verði þurrfættur á næstunni.

Mig langar að eiga heima þarna:
Hver vill koma með?

30.3.04

Ég er í vondum málum.. trallarallalaaaaa...
Málið er að ég er "soldill" nammifíkill... yfirleitt á ég *allavega* rjómasúkkulaðistykki í skúffunni minni hérna í vinnunni. Það dugar mér lengi og ég er ekkert að háma í mig allan daginn, en það er svo gott að vita af þessu þarna í skúffunni; að ég geti fengið mér bita þegar ég þarf að hækka blóðsykurinn örlítið.

Í dag er skúffan tóm. Hún tæmdist um hádegisbilið í gær. Nú er liðinn rétt rúml. klukkutími frá hádegismat og maginn í mér er farinn að orga. Hreinlega ORGA! Hann vill fá sitt súkkulaði og hana nú!

Ég veit ekki hvort ég lifi það af ef ég fæ mér ekkert nammi í dag. Það er ekki að virka fyrir mig að fá mér ávexti eða eitthvað svoleiðis í staðinn. Ég er 99% hætt að drekka gosdrykki og hef t.d. ekki drukkið kók í 3 1/2 ár. Er maður orðinn svona old and wise að maður gerir ekkert sem er skemmtilegt lengur? Fór út að borða með vinkonunum í gærkvöld og við fengum okkur allar vatn með matnum. Boring?

Ég er líka eiginlega að svíkja Ástralíukindina ef ég borða ekkert nammi. Við gerðum nefnilega díl um að hún færi á ströndina fyrir mig og ég myndi borða íslenskt nammi fyrir hana á meðan. Þannig að ég fæ rosa-samviskubit yfir þessu ;)

Best að maður reyni vatns-aðferðina. Ég hef nefnilega svo oft heyrt að þegar manni finnst maður vera svangur, þá sé maður yfirleitt bara þyrstur. Samt drekk ég helling af vatni allan daginn. Prófa bara að drekka aðeins meira.

Það væri voða gott að fá andlegan stuðning....

Af því að ég er svo áhrifagjörn þá "ákvað" ég að koma blogginu mínu í gang. Ég hélt ég hefði stofnað þetta blogg sl. haust en það var óvart fyrir einu og hálfu ári síðan... og ekkert búin að skrifa á það ennþá. Jæja... Allavega, hérna hafði ég hugsað mér að koma með einhverjar hugdettur og vangaveltur og annað blaður sem kemur út úr mér. Bara svona til þess að vera eins og allir hinir :)

Akkúrat núna eru 15 dagar og ca. 11 1/2 tími þangað til ég verð mætt á Duran Duran tónleika á Wembley Arena í London, með stóru systur minni. 20 ára gamall draumur er að fara að rætast og ég er búin að vera geðveikt spennt frá 15. desember sl. þegar ég keypti miðana á netinu. Örfáir skilja mig, þegar ég segi þeim hvað ég er spennt fyrir þessu, en margir hlægja að mér. Ég líki þessu við mömmu og hennar samband við Bítlana. Við sátum saman eitthvert kvöldið um daginn og horfðum á "A Hard Day's Night" á Bíórásinni og henni fannst alveg jafn æðislegt að sjá þessa mynd árið 2004 eins og henni fannst það fyrir ca. 40 árum þegar hún var unglingspía, ástfangin af Ringo. Ég viðurkenni það alveg að ég hef verið Duran Duran aðdáandi síðan 1984, það eru sem sagt 20 ár. Vá.. Svakalega hlýt ég að vera orðin gömul! Ég hlusta oft á DD geisladiskana mína (á ekki plötuspilara í lagi) og laumast stundum til að horfa á vídeóin líka :D Nú bíð ég bara spennt eftir því að Arena og Sing Blue Silver komi út á DVD og ég tími að kaupa mér það. Og auðvitað get ég ekki beðið eftir því að næstu 15 1/2 dagur líði.

Ætli ég eigi eftir að geta talað um eitthvað annað en Duran Duran næstu 2 vikurnar? Hvað þá næstu mánuðina eftir það??? Ég bíð spennt eftir því að vita hver upplifunin verður...

Já, það mætti sem sagt orða það þannig að ég sé spennt. Held ég ;)

Góða ferð til Sólrúnar sem er að fara til útlanda seinni partinn í dag. Hún ætlar til Indlands og Kína svona aðallega :) Gangi þér vel í ævintýrunum, Sólrún mín, og passaðu þig á pöddunum.