24.1.08

Mikið er ég ánægð í dag. Í dag komst ég nefnilega að því að á Íslandi er í alvörunni til fólk sem getur látið í sér heyra þegar það vill mótmæla einhverju!! Undur og stórmerki gerast enn, greinilega!

Sjálfstæðismenn eru ofur-móðgaðir og sárir yfir hrópunum og köllunum og púunum og eru skrifandi um það í gríð og erg út um allan bloggheim að þetta séu nú meiri skrílslætin og algjör vanvirðing og hálfvitagangur og ég veit ekki hvað. Einn sagði að bestu mótmælin væru gerð með pennanum! En hvað er gert við mótmælaskrifum?? EKKI ANDSK... NEITT!! Það gerir ekkert gagn að skrifa niður sín mótmæli því það tekur enginn mark á neinu sem neinn skrifar hér á þessu landi.

Ég hef einu sinni á ævinni upplifað alvöru mótmæli (og tel ekki með fjölmiðlalagamótmælin því þingið brást ekki við þeim) og það var í Slóveníu. Stjórnin ætlaði að skerða réttindi námsmanna og þá varð bara allt vitlaust. Friðsamt en MJÖG hávaðasamt. Götur Ljubljana voru troðfullar af fólki frá því snemma um morgunn þar til síðla dags. Öll umferð í miðbæinn var stöðvuð og enginn komst neitt nema gangandi í gegnum þvöguna. Svona eiga alvöru mótmæli að vera. Fólk á að láta heyra í sér. Það á ekki að sýna þeim sem verið er að mótmæla virðingu ef hann ekki á hana skilið vegna gjörða sinna!

Ég er bara alveg ofur-svakalega-hrikalega stolt af því að á Ísalandinu góða sé til ungt fólk með blóð sem rennur í æðum þess! Áfram ungliðahreyfingin!!

14.1.08

Endilega látið ljós ykkar skína hérna... segið mér hvernig þið upplifið mig.

8.1.08

Pay It Forward:

The first five of you that leave a comment here on this post requesting to participate will receive a handmade item from me. I will send it to you sometime this year In return, you will have to post in your blog that you are taking five names and you will gift those people in return. Interested?? Then leave a comment with your e-mail addy and I will contact you shortly!