29.4.04

10 hlutir til að gera í London

1. Farðu á tónleika.. Það er nóg af þeim, út um allt. Rosalega gaman!

2. Farðu í leikhús. Ég mæli eindregið með The Phantom of the Opera í Her Majesty's Theatre á Haymarket. Castið er mjög gott, en ég veit að þeir sem leika drauginn og Raoul (vúvú) hætta í September 2004. Svo skilst mér að We will rock you sé ekkert spes.. þannig að ég get ekki mælt með þeim söngleik.

3. Farðu gula rúntinn hjá The Original Tour Company. Fullt af hlutum til að sjá og skoða, þú getur hoppað úr og í rútuna á fullt af stöðum og svo er líka live guide, sem gæti þess vegna verið rosalega sætur strákur ;-)

4. Cafe Boheme, 13-17 Old Compton Street í Soho. Mjög skemmtilegur pöbb með áhugaverðum gestum og sætum barþjónum. Er líka veitingastaður og ég mæli eindregið með Tiger prawn linguini og Sex on the beach with a twist í eftirrétt :)

5. Labbaðu um í Hyde Park. Mjög fallegur garður og ofsalega ljúft að vera þar þó maður sé inni í miðri stórborg. Styttan af Pétri Pan er nokkuð krúttleg, svo er víst minningargosbrunnur um Díönu prinsessu þarna einhvers staðar en við löbbuðum ekki svo langt um daginn.

6. Ef þú hefur heilan dag til að eyða, farðu þá í National Gallery við Trafalgar Square. Ótrúlega mikið úrval af fallegum málverkum, aðallega frá fyrri tímum náttúrulega. Ég hefði alveg verið til í að fara í gegnum það á snigilshraða og njóta þagnarinnar.

7. Ef þig vantar að kaupa eitthvað, þá finnur þú það á Oxford Street. Ef þú hefur dýran smekk þá finnur þú það á Bond Street.

8. Ef þú ert hrifin/n af nútímalegum veitingastöðum farðu þá á Asia de Cuba á St. Martin's Lane.

9. Mættu á Portobello Road kl. 9 á laugardagsmorgni. Lífið getur varla verið meira busy en þar og þá.

10. Síðast en ekki síst: Hafðu það gott og skemmtu þér vel, því maður á ekki að gera neitt annað í London!

28.4.04

Gleðifréttir þennan morguninn!!!!

Einungis 39% landsmanna eru fylgjandi ríkisstjórninni skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins á mánudagskvöldið.

Af hverju gat blessað pakkið hérna á Íslandi ekki hugsað svona fyrir síðustu kosningar???

Úrtakið var svo sem ekki mikið, ekki nema 0,2759% þjóðarinnar en ég meina... á ég ekki að trúa þessu? Þetta stendur í blöðunum ;-)

Fyrir þá sem kannski ekki vita þá er ég mikill anti-pólitíkus og er ekkert voðalega hrifin af því að fólk sé að kjósa þennan eða hinn flokkinn aftur og aftur "af því bara" eða "af því að afi minn kaus hann" eða "af því þeir buðu mér í kaffi og kökur fyrir kosningar". Bull og vitleysa. Það sýnir bara hvað fólk getur ekki hugsað fyrir sjálft sig.

Það eru ekki nema örfáar manneskjur sitjandi á þingi sem ég gæti hugsanlega getað treyst til að gera eitthvað rétt. Þess vegna á ég alltaf í erfiðleikum þegar á að kjósa. Það eru alltaf einhverjir aðrir á listanum sem eru bara bjánar. Nefni engin nöfn svo sem...

Svo maður fari aðeins líka út í bæjarstjórnarpólitíkina þá var einn listi sem mér leist ansi vel á fyrir síðustu kosningar. En nokkrum dögum fyrir kosningar þá var ég í bíltúr um bæinn og í einu hringtorginu þá svínaði efsti maður á þessum lista svo hrottalega í veg fyrir mig að ég þurfi að nauðhemla inni í miðju hringtorgi. Fyrst þessi maður getur ekki hugsað í umferðinni, hvernig get ég treyst því að hann geti hugsað á bæjarstjórnarfundum?? Ég bara spyr!

Nei, ég hef komist að því the hard way að ef maður vill að eitthvað sé gert í pólitískum málum þá þarf maður að gera það sjálfur því enginn býður hjálparhönd. Nákvæmlega enginn. Það er enginn af þessum "starfsmönnum almenningsins" til í að aðstoða. Alveg sama um hvað málið snýst.

Þegar ég fór að vinna aftur sl. haust þá að sjálfsögðu þurfti ég á því að halda að Ólöf Svala kæmist inn í Dægradvöl eftir skóla. En það var nú ekki hlaupið að því! Þessi þjónusta er auglýst sem hún sé í boði fyrir *öll* börn í 1.-4. bekk skólans og þegar ég talaði við forstöðukonuna þá sagði hún einfaldlega: "Þú verður bara að láta barnið fá lykil svo hún komist heim til sín eftir skóla. Ég get ekkert bætt henni við hjá mér." :-O Hún var að stinga upp á því að 7 ára barnið mitt eyddi rúmlega þremur tímum ein heima áður en ég kæmist úr vinnunni. Brjóta lögin. Ég verð ennþá orðlaus þegar ég hugsa út í þetta. Hún sagðist vera með 72 börn í vist hjá sér og væri nú samt eiginlega ekki með pláss nema fyrir 65. Ég spurði þá á móti hverju það myndi muna að fá eitt mjótt barn í viðbót?? Hún skildi mig eiginlega ekki.. hvernig mér dytti í hug að stinga upp á þessu. Fyrir utan það.. ef þjónustan á að vera í boði fyrir *öll* börnin í 1.-4. bekk (ca. 250 börn) hvernig á það að duga að vera með pláss fyrir 65 stykki??? Ég fór svo að tala við manninn hjá Kópavogsbæ sem er "yfirmaður" dægradvalar hjá öllum skólunum. Hann bauð mér fyrst pláss fyrir Ólöfu Svölu í Dægradvöl hjá einhverjum öðrum skóla!!! Kræst.. hvað fólki dettur í hug. Ég afþakkaði það með þjósti og sagðist bara vilja fá lausn á málinu og það strax því þetta ætti að vera í boði fyrir okkur og við ætluðum að þiggja þjónustuna... í OKKAR skóla!

Ég held það hafi verið fjórum vikum seinna sem búin voru til pláss handa þeim börnum sem voru á biðlistanum. Ég held þau hafi verið 7 eða 8. Ólöf Svala komst í Dægradvöl og ég varð fyrir því á foreldrafundi að fólk tók í höndina á mér og þakkaði mér fyrir að hafa verið svona frökk. Huh?? Frökk.. mér fannst ég ekkert vera frökk.. ég var hálfgrenjandi yfir þessu öllu at the time og hélt að öll veröldin væri á móti mér. En well.. þetta tókst að lokum.. bara af því að ég var frek og lét ekki vaða yfir mig.

Btw, skatturinn skuldar mér 10þús. kall síðan 2001. Mér hefur ekki gengið að fá það endurgreitt... hef reynt nokkrum sinnum en það veit *enginn* sem vinnur þar hvað þau eru að tala um eða hvað þá hvernig kerfið þeirra virkar.

Var þetta ekki svolítið djúpt svona snemma morguns? :-)

27.4.04

Æji hvað maður er eitthvað syfjaður í dag. Það mætti halda að það væri lægð yfir höfuðborgarsvæðinu! Erfitt að einbeita sér við vinnuna og ég get bara ekki beðið eftir því að komast heim til mín til að knúsa stelpukindurnar mínar.

Þessi kvöldin (í stað þess að segja þessa dagana) verður Stjáni mikið í torfæruveseninu hjá honum Sigga því fyrsta torfæra sumarsins verður sunnudaginn 2. maí (afmælisdaginn hans Stjána!). Þannig að ég á ekki eftir að hafa hann heima hjá mér mörg kvöld í vinnunni. Bíllinn allur í tætlum ennþá og ekkert tilbúið... voða gaman.

Annars var verið að bjóða mér og familíunni í kveðjuútskriftarafmælisteiti núna á laugardaginn. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í svo merkilegar veislur! Hlynur bróðir og Lilja systir eiga nefnilega afmæli þann dag, svo er Hlynur að útskrifast úr sveppafræðum (segi svona) í garðyrkjuskólanum í Hördígördí og að lokum er drengurinn líka að fara að stinga af til Ástralíu á miðvikudag eftir viku. Nóg að gera hjá sumum ;-)

Ég er enn að velta því fyrir mér hvað ég eigi að láta mig dreyma um nú þegar táningsstúlkudraumurinn minn hefur ræst. Mér bara dettur ósköp fátt í hug og allar hugmyndir eru velkomnar :-Þ

Ég þarf svo að fara að taka mynd af útsaumsmyndinni minni sem ég er að vinna í núna og sýna ykkur. Hún er stór og flókin og ég er ekkert alltof dugleg við að sauma á hverju kvöldi... gæti ábyggilega verið búin að klára hana ef ég væri voða dugleg en það er ágætt líka að hvíla sig inn á milli með því að prjóna hálfa húfu eða tösku eða eitthvað svoleiðis...

Heilsan er öll að skána en ég er enn með smá pirring í hálsinum, sérstaklega þegar ég anda djúpt.. .þá á ég til að fá hóstaköst. Leiðinlegt en vonandi fer þetta enn batnandi.

Mæli með því að kíkja á myndirnar sem Erna Ástralíufari er með á link á á síðunni sinni. Flottar myndir úr páskaferðalaginu hennar komnar inn!

26.4.04

Mér þykir voða vænt um að einhvern tíman skyldi einhverjum hafa dottið í hug að finna upp pensillín. Ég fékk góðan skammt á föstudaginn og heilsan er að skríða á réttan stað aftur núna. Ég meira að segja dreif mig í vinnuna í dag, voða hress og kát og hóstandi. Búin að vera frá í næstum tvær vikur og allt á kafi á skrifborðinu mínu. Voða voða gaman!

Stjáninn minn gekk af göflunum í gær, fékk lánaðan "jeppabíl" eins og Sunna Kristín orðaði það, og reif upp nokkrar runnadruslur með rótum, með því að binda reipi um þær og toga í með jeppabílnum. Útsýnið út um borðstofugluggann skánaði til muna, en eftir er moldarhola :)

Ólöf Svala freknótta er orðin voða freknótt í allri sólinni, voða sæt og hressileg svona í byrjun sumars. Ætli ég fari svo ekki að fá ósýnilegar freknur eins og venjulega ;) Sunna Kristín var á kafi í sandkassanum í leikskólanum í dag þegar ég kom og sótti hana. Alveg í essinu sínu með skófluna á lofti og stjórnaði strákagenginu í kringum sig. Fyrir þá sem ekki vita er hún á deild með 9 strákum og einni annarri stelpu :) Prinsessa, ha, hvað meinarðu?

Sólrún vinkona er á leiðinni heim úr fyrra ferðalaginu sínu, þ.e.a.s. Kína, flýgur heim frá London í kvöld og svo fer hún bara eftir nokkra daga (man ekki alveg hvenær) til Afríku aftur í mánuð.

Björg og Halldór eru nýbyrjuð á heimsreisunni sinni og eru stödd í San Francisco. Vonandi fá þau gott veður alls staðar og góða skemmtun sömuleiðis.

Svo er líka stutt í að Hlynur bróðir stingi af til Ástralalalalalíu til hennar Ernu sinnar. Það verður fjör!

Survivor í kvöld.. hver ætli verði sendur heim... þetta er æsispennandi. Ég held með Rupert, en þið?

23.4.04

Frá því ég kom heim frá Englandi hef ég verið að berjast við leiðinlegustu kvefpest í heiminum. Hósti, hor, hnerrar, aumur háls, aum eyru, smá hiti, jú neim it! Það er ekki búið að vera gott að vera til undanfarna daga og ég er satt að segja að gefast upp á þessu. Þetta getur ekki verið "bara venjulegt kvef" því ég er ekkert að skána eftir 5 daga. Og Sunna Kristín er búin að standa í þessu líka þannig að við höfum verið heima tvær miserable mæðgur næstum alla vikuna. Svo er náttúrulega engin leið til að fá tíma hjá heimilislækninum fyrr en eftir 10 daga eða eitthvað álíka... en ég vonast til þess að hann sjái aumur á mér í símatímanum á eftir og reyni að troða okkur mæðgunum inn til sín inn á milli annarra sjúklinga.

Þegar maður hefur ekki sofið almennilega í rúma viku þá hefur maður stöðugan hausverk. Ég get lofað ykkur því.

Þegar maður getur ekki sofið eftir kl. 5:30 á morgnana vegna hósta og hnerra og þess að maður sé að drukkna í eigin slími, þá er kominn tími til að fara fram úr svo að eiginmaðurinn fái allavega að sofa örlítið lengur.

Vá hvað ég er uppörvandi í dag!!!

Gleðilegt sumar.. vonandi verður það hlýtt og gott með lítilli rigningu (sem má að sjálfsögðu einungis vera á nóttunni þegar ég sef).

20.4.04

Meira jæja..

Það sem við systurnar gerðum meira í London var bara alveg hellingur.

Á fimmtudeginum fórum við í Tour Bus um London, það var þokkalegt veður, skýjað en kom sólarglæta seinni partinn. Stoppuðum í Tower of London og skoðuðum m.a. krúnudjásn Bretlands. Fórum líka í Tate Modern sem var ágætt. Ég er svo sem ekki mikið fyrir "nútímalist", ef maður á að vera með einhverja stimpla, en það var gaman að sjá vitleysuna sem fólki dettur í hug. Um kvöldið fórum við á indverskan stað niðri í Soho, hvort hann heitir The Clay Oven eða eitthvað svoleiðis.. man það ekki alveg. Maturinn var ágætur en þjónustan mjög léleg. Mæli ekki með þessum stað. Töltum svo eftir matinn léttfættar eftir hvítvínsflöskuna og römbuðum inn á þennan líka skemmtilega pöbb, Cafe Boheme. Þar fengum við góða kokteila og frábæra þjónustu, það var mikið talað og mikið hlegið en ætli við höfum ekki komnar heim um ca. 12 leytið, man það annars ekki alveg ;-) (geng nefnilega ekki með úr á mér).

Á föstudeginum var fínt veður, hálfskýjað og 20°C. Við kíktum í örfáar búðir og löbbuðum út um allt niðri í bæ. Fórum í National Gallery sem var mjög áhugavert, fullt af flottum myndum eftir fræga kalla úr fornöld. Svolítið mikið af Jesú-myndum. Toppurinn þar fyrir mig var að sjá Monet verkið "The Water Lily Pond" og Van Gogh verkið "Sunflowers". Við fórum svo um kvöldið á ultra-trendy veitingastaðinn Asia de Cuba og fengum þokkalegan mat fyrir svolítið mikinn pening. Fórum svo á hinn frábæra pöbb Cafe Boheme og hittum margt áhugavert fólk þar, t.d. Oliviu, tvítuga gellu frá Sviss sem var að taka First Certificate í ensku í Oxford, Tom hinn 37 ára gamla mann sem ekki vildi taka niður prjónahúfuna sína, Ralph eða Randolph sem átti 4 börn á þremur árum, Vanessu, dóttur Króatísks diplómats sem var einhverra hluta vegna með 1000 pund í töskunni sinni... og ekki má gleyma sætu barþjónunum, Peter og Marco, sem allt vildu fyrir okkur gera. Kvöldið endaði undarlega, þar sem Vanessa dró okkur með í hjóla-rikshaw einhvert "út í bæ" á klúbb þar sem hætt var að hleypa inn. Svo hvarf hún og við, bláeygu og saklausu íslensku stúlkurnar, sem betur fer hittum stráka sem voru þokkalega decent og hjálpuðu okkur við að finna unofficial leigara til að keyra okkur heim á hótel.

Laugardagurinn byrjaði frekar seint hjá okkur (I wonder why), en við skruppum í smá stund inn á Oxford street til að borða á McDonalds og skreppa í Gap í 3 mínútur. Svo héldum við á Portobello Road til að skoða markaðinn, eða allavega einhvern hluta af honum. Ég, gamla og þreytta konan, var orðin alveg ómöguleg eftir allt þetta labb undanfarna daga þannig að ég entist ekki lengi á töltinu. Fórum heim á hótel og hvíldum okkur aftur, tíhí. Svo áttum við stefnumót við óperudrauginn kl. 7:30 og rétt náðum að næla okkur í sinn hvorn bananann í búð rétt hjá leikhúsinu. Sýningin var meiriháttar skemmtileg, allt mjög stórt í sniðum, leikmyndin, búningarnir og umbúðirnar bara í heild sinni. Ég hef aldrei kynnt mér söguþráðinn áður þannig að þetta kom skemmtilega á óvart, ég held við báðar höfum ekki haft neinar rosalegar væntingar, en við skemmtum okkur allavega mjög vel. Ekki sakaði að karlhetjan var mjög myndarleg og með frábæra rödd og við sátum á fremsta bekk, þó hann væri merktur B ;-) þannig að við vorum ca. hálfan metra frá hljómsveitargryfjunni og 3 metra frá leikurunum. Eftir á fórum við að sjálfsögðu á Cafe Boheme og fengum okkur að borða þar. Maturinn var miklu betri heldur en það sem við fengum á Asia de Cuba og kostaði varla þriðjung á við hitt. Ég hef t.d. aldrei áður fengið eins góðan pastarétt sem ég eldaði ekki sjálf. Við hittum svo Oliviu aftur og í þetta sinn var hún með ítalskan sjarmör með sér sem heitir Vittorio. Þau þekktust úr Oxford þar sem hann er líka í enskunámi, enda hefur hann aldrei lært ensku í sínu heimalandi. Ég var ansi þreytt en þraukaði á barnum til lokunar (kl. 3) og þá rambaði Vittorio með okkur út á Oxford Street þar sem við fundum að lokum leigubíl.

Við þurftum svo að vakna í fyrra lagi miðað við getu á sunnudagsmorgninum til að komast í morgunmatinn og skila svo herberginu af okkur. Fórum í National Gallery sem var nokkuð stórkostlegt. Við löbbuðum frekar hratt í gegnum allt en vorum samt næstum 4 tíma þar inni. Bókasafnið er stórkostlegur staður, mæli eindregið með því að fólk setjist þar niður í smá stund, hlusti á þögnina og horfi á bækurnar. Múmíurnar voru spennandi fannst mér og allt sem við kemur fornleifauppgreftri. En það er nokkuð merkilegt líka hvað bretarnir hafa tekið ótrúlega þunga og stóra hluti úr ýmsum áttum og flutt í þetta safn sitt. Óhugnalega mikið magn, ef maður spáir í það. Jæja, við fórum svo yfir í Notting Hill og hittum gamlan norskan vin Unu Bjarkar sem er búinn að búa/vinna í Englandi í nokkur ár. Hann bauð okkur í léttan mat og keyrði okkur svo á lestarstöðina. Þar með var ferðalagið að taka enda og við fórum úr rigningu (sunnudagurinn var eini rigningardagurinn á ferðalaginu) og 15°C í rok og frostmark eða svo.

En mikið er nú John Taylor samt sætur :-D Ég ætla að fara að horfa á nýja DVD diskinn minn. Góða nótt :-)

19.4.04

Jæja..

Hvar á maður að byrja?? :-)

Maður dæsir bara... það er erfitt að byrja þessa ferðasögu. Ferðin var svo óraunveruleg í upphafi. Ég var í raun og veru á leiðinni á tónleika með strákunum sem ég var svo ofsalega skotin í fyrir 18..19..20.. árum síðan eða svo. Hef náttúrulega alltaf haft svona soft spot fyrir þeim en þegar við systurnar fórum úr öndergrándinu á Wembley Park og löbbuðum beina og breiða göngugötu í áttina að Wembley Stadium (sem nú er verið að endurbyggja) þá var ég bara með fiðring í maganum og ég hvarf aftur smátt og smátt í það að vera 13 ára brjáluð grúppía! Þurftum að standa í röð í smá stund en svo komst maður inn á Wembley Arena og ég að sjálfsögðu keypti mér Duran Duran bol og lyklakippu til að vera ennþá meiri grúppía. Svo fórum við í sætin okkar og biðum. Upphitunarhljómsveitin, Goldfrapp, var verulega skrýtin hljómsveit sem gerði þetta allt ennþá óraunverulegra fyrir mig. Þau spila einhvers konar techno-rock með gothic ívafi. Hljómborðsleikarinn var með risastóra bleika fjaðrabóu um hálsinn, fiðluleikarinn var berfættur í munkakufli og söngkonan sem gæti nú alveg sungið óperu, var í alltof lítið af fötum og var með hvítt hrossatagl fest við rassinn á sér. Sem sagt... ekki alveg til að halda raunveruleikastiginu á þokkalegu róli hjá mér.

Svo þurfti náttúrulega að skipta um hljóðfæri á sviðinu og við biðum spenntar í mjög spenntu umhverfi í töluverðan tíma. Salurinn var næstum fullur en þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á tónleika þar sem eru ENGIR unglingar. Ekki einn einasti. Krakkarnir sem voru að vinna þarna voru lang lang yngst af öllum og þau voru flest svona rétt upp úr tvítugu kannski. Meðalaldur tónleikagesta hefur ábyggilega verið um 35-7 ár, en maður sá fólk sem gæti hafa verið 25 ára og líka fólk sem gæti hafa verið um sextugt!

Loksins varð svo draumurinn minn að veruleika! Simon, John, Andy, Nick og Roger komu allir á sviðið undir miklum hljómum og tóku sér svo stöðu við hljóðfærin sín einn í einu. Svolítið dramatískt og ég get alveg lofað ykkur að ég fékk tár í augun :'-) Móttökurnar voru rosalega góðar og ég hélt á tíma að þakið myndi rifna af húsinu. Fyrst fengum við að heyra nýtt lag, svo 3 80s, eitt 90s, eitt 80s, eitt nýtt, 2 80s, eitt 90s, 2 80s, eitt nýtt, eitt 90s, eitt 80s, eitt 90s og 3 80s. Eftir uppklapp var eitt 90s lag og 2 80s. Sem sagt vel blönduð dagskrá hjá þeim og ég fékk að heyra öll lögin sem mig langaði til að heyra.. meira að segja Tiger, Tiger sem er instrumental.. ótrúlega fallegt lag. Þeir spiluðu í næstum því 2 1/2 tíma, krafturinn mjög góður allan tímann og salurinn söng hástöfum með í öllum nema nýju lögunum (og því sem var instrumental). Ég gaulaði mig hása allavega og fékk kvef ofan í það líka þannig að ég er ennþá hás í dag ;-)

Þegar tónleikarnir voru búnir og við komum okkur út, þá helltist yfir mig rosalega mikil hamingja. Ég var loksins búin að upplifa tánings-stúlku-drauminn minn! Það tókst... loksins eftir öll þessi ár! Það eru ekki einu sinni allir svo heppnir. Ég get ekki hætt að brosa.

En ég þarf að fara að finna mér nýjan draum....

P.S. John Taylor er sætur :-)

13.4.04

Jæja, þá þegir maður hérna næstu 6 dagana eða svo. Ég verð nefnilega í LONDON. Ég er að hugsa um að gera eins og Joey í Friends, kaupa mér pop-up kort og stíga inn í kortið til þess að vita hvar ég sé og hvert ég eigi að fara. Verið þið stillt á meðan!

Smá grein um tónleika Duran Duran í Nottingham á Sunnudagskvöldið...

Duran Duran / Goldfrapp live @ Arena 11/4/04/
And they haven't changed a bit
Nevermind the old verses the new, this was top quality from start to finish.
Nigel Bell
A night of shocks began with a fire engine circling the Arena pumping out Duran Duran's hits at an incredible volume.
Surely it was a bit late to advertise the show. Maybe Blue Watch were simply miffed at not being allowed time off to see the gig.
Then there was Goldfrapp. There was I scared off from queuing for a pint and swiftly making the decision to get one at the interval.
I'll take my seat early I thought. Lo and behold Alison and co. were already on stage. I swear it was 19.35. Fair enough, the ticket said the show began at 19.30, but when does a gig ever start promptly?
By the time I'd sat down the Felt Mountain material was out of the way and we were firmly into the Black Cherry album.
And what a stunning site Goldfrapp were. There was the keyboard player with the long green boa, a Rasputin-style attired violinist and then there was Alison Goldfrapp.
If you've seen the cover of Black Cherry you'll know half the story - black hat, sparkly top, knee length black boots and a white horses tail...yes tail.To say you couldn't take your eyes off her was an understatement.
Considering they were support they got a great reaction from the, by then, three quarters full auditorium.
The one disappointment - they were gone within 35 minutes.And so to another shock. Not that anyone would doubt Duran Duran could play having seen them at the Brits, but they look so good.
It could have been the 80s all over again. And how come they all have such great heads of hair. Jealous, moi? Simon and Nick, beautifully coiffed and the Taylor's all sporting fine mullets.
Picture the scene then, the lights dim, the audience screams, five figures walk to the front of the stage. The flashbulbs flash as each slowly takes his place behind his instrument.
Let the hits begin. You name them, they were there - well, Skin Trade wasn't!
So the highlights - View To A Kill, Notorious melding into We Are Family, a particularly spunky Careless Memories and Wild Boys.
Simon Le Bon's never sung better. And if praise were needed then it's fair to say this live show was probably better than that recorded on the soon to be reissued Arena album.
Two hours of pure nostalgia. But you can't have everything and if I was going to be picky I'd be asking where were the pyrotechnics? I could have done with a few flash, bangs on Wild Boys.
That said, the Duran Duran revival is well underway.
---

Ég hlakka til :)

12.4.04

Jæja, þá er páskadagur með öllu sínu súkkulaði búinn. Þetta var nú ágætis dagur, þrátt fyrir æði eldri dótturinnar (hver getur klárað Púkaegg nr. 5 á klukkutíma??). Við fórum seinni partinn í sveitina til mömmu og pabba og fengum þar indælan kvöldverð með allri fjölskyldunni.

Annars eru ekki nema 2 dagar í Londonferð. 2 dagar í tónleika... með Duran Duran!! Mér finnst þetta ennþá vera svolítið surreal, það getur bara ekki verið að ég sé loksins að fara að upplifa það sem mig dreymdi um í tíma og ótíma fyrir 20 árum síðan. Við Una Björk erum líka búnar að komast að því að 5 dagar eru ekkert nóg í London ef maður ætlar að "gera eitthvað". Það er nefnilega ofsalega margt að gera í London. Við förum á Phantom of the opera næsta laugardag, eigum sæti á öðrum bekk fyrir miðju :) Ég vildi bara óska að við hefðum verið svo heppnar með miða á DD tónleikana! Við ætlum líka að kíkja á einhver söfn og Una Björk, sem aldrei hefur stoppað í London í neinn tíma að ráði, hefur aldrei farið "hringinn", þannig að ég verð nú að skokka með henni að sjá skiptingu varðanna í Buckingham Palace, Big Ben, Westminster Abbey, Downing Street, Trafalgar Square, Tower of London etc etc etc. Nóg að gera. Við ætlum líka að vera rosalega duglegar í búðunum.. duglegar við að minna hvor aðra á að við verðum ekki þarna í verslunarferð :)

Það er varla að maður nenni í vinnu á morgun. En verð samt að fara, það er nóg að gera svo sem.

8.4.04

6 dagar í DD. Er ekkert spennt.. nei nei..

Ég mæli með The Whole Ten Yards í bíó, hún er fyndin og klikkuð. Eintóm skemmtun.

Ég mæli með manni eins og mínum, hann er líka fyndinn og klikkaður. Hann er búinn að vera iðandi í skinninu að bíða eftir nokkrum svona frídögum í röð svo hann geti málað stofuna og hann byrjaði náttúrulega á því í gærkvöld (gat ekki beðið lengur!). Svo er á stefnuskránni að pússa gólfið í stofunni og olíubera það. Og við ætlum að endurnýja klæðninguna utan á allavega helmingnum af húsinu í sumar. Og svo var gæjinn að panta heitan pott í gær. Já, hann ætlar nefnilega líka að smíða pall í garðinn hjá okkur í sumar og þá er náttúrulega nauðsynlegt að hafa heitan pott ;) Nei, honum bauðst reyndar þessi pottur á MJÖG niðursettu verði þannig að við bara gátum ekki sleppt því að kaupa hann ;) Verður maður ekki að nýta sér 66% afslátt þegar manni býðst svoleiðis????

Þar sem við fengum bæði ágætis launahækkanir um daginn þá er þetta do-able. Sem betur fer :)

Svo er ég að reyna að finna einhvern góðan sumarbústað, ekki mjög langt frá höfuðborgarsvæðinu, með heitum potti (bráðnauðsynlegt), fyrir vinkvennahelgina sem verður í lok júní. Við fórum 3 saman svona í fyrrasumar og skemmtum okkur ótrúlega vel. Eini gallinn á þeim stað er að sólin hverfur bak við Hellisheiðina svona rétt upp úr kl. 18:00. Þannig að ef einhver veit um bústað sem við gætum fengið leigðan 25.-27. júní þá endilega látið mig vita. Það er stór plús ef sólin sést aðeins fram eftir kvöldi :)

Sólrún vinkona er á flandri í Kína. Skv. planinu þá er hún í Yangshuo í dag.

Sunna Kristín stendur sig enn vel í snudduleysinu, en spyr nú alltaf um ástina einu svona þegar hún er skriðin upp í rúm. Það dugar þó ef annað hvort foreldranna skríður upp í til hennar og heldur henni félagsskap á meðan hún er að sofna.

Ólöf Svala, súkkulaðifíkillinn (ég skil ekki hvaðan hún hefur það), getur ekki beðið eftir páskadegi. Hún fær 2 páskaegg og ætli hún verði ekki svona tjah... 5 klukkutíma með þau bæði ef hún fær að ráða. Sunna Kristín vill enn halda dílinn við mig um að hún fái að eiga púkann og ég megi borða eggið hennar.

Ég svindlaði svolítið í morgun, þar sem það er nú komið páskafrí og fékk mér seríós og kókópöffs saman í morgunmat. Og á eftir fékk ég mér vítamíntöflu, sem er nýja dæmið hjá mér. Ég er búin að vera svo rosalega þreytt og máttlaus undanfarið, ætla að fara að borða vítamín á hverjum degi og athuga hvort það hefur einhver áhrif á mig.

Er það eðlilegt að maður vigti sig að kvöldi og aftur að morgni einum og hálfum sólarhring seinna og það muni þremur kílóum á vigtinni? Ég er ekkert að svelta mig, bara hætt að borða nammi allan daginn og reyni að skammta mér temmilega á diskinn í stað þess að borða þangað til ég get ómögulega meira.

Gleðilegan skírdag!

6.4.04

Mikið ofsalega er ég fegin því að nú er tveggja ára ábyrgð á keyptum vörum... Gemsinn minn fór að slökkva á sér í gríð og erg um daginn og var næstum því 2 vikur í viðgerð. Ég sótti hann aftur fyrir nákvæmlega fyrir viku síðan og hann er byrjaður aftur.. helv.. á honum. Slekkur á sér þegar fólk er að hringja í mig og þegar maður kveikir á honum aftur þá bara slekkur hann strax á sér aftur. Frekar pirrandi og leiðinlegt. Gæjarnir hjá Hátækni ætla að reyna að klára viðgerð á næsta sólarhringnum, annars verð ég símalaus alla páskana.

Nískupúkinn í mér sníkti bíómiða á Bylgjunni svo ég geti boðið eiginmanninum að sjá The Whole Ten Yards með mér í kvöld. Hlakka til þar sem fyrri myndin The Whole Nine Yards var alveg brilljant.


Sunna Kristín, tveggja ára og sjö og hálfs mánaðar gömul, ræddi málin við föður sinn í gær og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri orðin svo stór að hún ætti ekki að nota snuddu lengur. Hún hefur notað snuddu bara á nóttunni og í "hvíldartíma" á daginn sl. ár. Ég er að vonast til þess að þetta "attitjúd" haldi áfram hjá henni svo ég geti látið snuddurnar hverfa í rólegheitum, án þess að gera mikið mál úr því. Hún þurfti reyndar að fá að hafa pabba sinn hjá sér í gærkvöld þegar hún var að sofna, en það er líka alveg skiljanlegt.

Nú finnst mér vera komið vor. Það er kalt og sólskin. Þá dregur maður fram sumargallann og fær kvef ;-)

5.4.04

Mikið var nú gott að fá helgi svona inn á milli vinnudaganna ;) Á laugardaginn fór ég með dæturnar í Mosó, þar sem þær fór með ömmu sinni út að labba, henda steinum í ána og heilsa upp á hundana hennar Hildar nágranna. Svo héldum við í hesthúsin þar sem Ólöf Svala og Lóa Sjöfn voru mjög duglegar á hestbaki, fóru heljarinnar rúnt með afa sínum og tóku svo nokkra hringi inni í gerði á Stjörnu, sem er voða þæg og góð við svona litlar stelpur. Ég held að Ólöf Svala hafi ennþá verið brosandi þegar hún sofnaði um kvöldið.

Sunna Kristín er svolítið öðruvísi en stóra systir í þessum efnum. Hún hefur svo lítið hjarta, gagnvart þessum kvikindum sem líta allt öðruvísi út heldur en við fólkið, að hún þarf að hafa vissa fjarlægð á milli. Annars fer bara allt í klessu. Hún t.d. vill ekki klappa hundum eða köttum, alveg sama hversu lítil þau eru. Og henni leist nú ekki á að vera eitthvað nálægt hestunum og var gáttuð á því hvað Ólöf Svala og Lóa Sjöfn voru hugaðar! Ef einhver hestur hreyfði sig þá var hún hlaupin í skjól bak við lappirnar á mér. Ég vona að þetta breytist aðeins með árunum en það er alveg merkilegt hvað ég sé sjálfa mig mikið í henni þegar hún lætur svona. Ég hef alltaf verið skíthrædd við hunda sem gelta á mig, bara frá því ég man eftir mér. Mér tekst kannski að stjórna viðbrögðum mínum aðeins meira svona á fullorðinsárunum heldur en þegar ég var krakki, en það var bara þannig að ég réði ekkert við mig, varð bara að hlaupa upp næstu fullorðnu manneskju og vefja mér utan um hálsinn á henni. Ætli þetta sé ættgengur andsk...???

Fjölskyldan hélt svo í ennþá meiri sveitasælu í gær, fórum austur í bústað til tengdó. Þau eru "flutt" þangað í bili því þau eru heimilislaus fram að næstu mánaðamótum. Ekki gaman.. en tengdamamma tók sér allavega frí í vinnunni þessa vikuna og ætlar að vera í afslöppun (yeah right, henni tekst það nefnilega alltaf!) fram yfir páska.

Erna, ég hlakka mikið til að borða Nóa-Síríus páskaegg eftir nokkra daga. Á ég að borða nokkra bita fyrir þig?

Nú er Sólrún vinkona á leiðinni frá Delhi á Indlandi til Hong Kong. Vííííí...

9 dagar í Duran Duran.... er ekki byrjuð að telja niður klukkutímana.

Var rosalega dugleg í nammileysinu um helgina, en fékk mér þó 2 stórar sneiðar af súkkulaðiköku í bústaðnum í gær. Er það ekki leyfilegt svona einu sinni í viku eða svo?

2.4.04

Jæja, nú get ég ekki staðist það lengur.. ég verð að tala aðeins meira um Duran Duran ;) 12 dagar í tónleikana og ég er farin að iða í skinninu. Ég vona bara heitt og innilega að þeir taki þetta lag á Wembley...

Careless Memories

So soon just after you've gone
My senses sharpen
But it always takes so damn long
Before I feel how much my eyes have darkened

Fear hangs in a plane of gunsmoke
Drifting in our room
So easy to disturb, with a thought, with a whisper
with a careless memory, with a careless memory

On the table, signs of love lies scattered
And the walls break, with a crashing within
It's not as though you really mattered to me
But being close, how could I let you go
Without some feeling, some precious sympathy following

Fear hangs in a plane of gunsmoke
Drifting in our room
So easy to disturb with a thought with a whisper
with a careless memory, with a careless memory

I walk out into the sun, try to find a new day
But the whole place just screams in my eyes
Where are you now 'cause I don't want to meet you
I think I'd die, I think I'd laugh at you
I know I'd cry, What am I supposed to do follow you

Outside the thoughts coming flooding back now
I just try to forget you

So easy to disturb with a thought with a whisper
with a careless memory, with a careless memory
with a careless memory, look out

3 dagar í að Sing Blue Silver, hin frábærlega fyndna og skemmtilega og æðislega heimildamynd um þessa drengi, komi loksins út á DVD. Ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að panta hana á amazon.co.uk eða hvort ég kaupi hana úti í London. Fyrir tónleika... eða eftir tónleika.. Þetta eru erfiðar ákvarðanir sem ég þarf að taka í mínu lífi ;)

Annars er maður frekar andlaus svona snemma á föstudagsmorgni. Voða löt í vinnunni og langar eiginlega bara að fara heim strax aftur. En.. það gengur víst ekki. Á maður ekki að vera ábyrgðarfullur þegar maður er orðinn fullorðinn?

1.4.04

Súkkulaðið er ennþá rosalega freistandi í dag, en ég held ég reyni að gera eins og Björg reynir að gera ;) Hafa bara nammidag á laugardögum eins og krakkarnir! Fór í Hagkaup áðan og keypti Púkapáskaegg handa dætrunum, stórt handa Ólöfu Svölu því hún er svo súkkulaðisjúk og nr. 4 handa Sunnu Kristínu. Hún ætlar að eiga púkann en ég fæ líklegast að eiga allt eggið því hún vill ekki, og hefur aldrei viljað, súkkulaði.

Það er 1. apríl í dag.. á ég að reyna að ljúga einhverju?? Æji, nei ég nenni því svo sem ekki.

Eiginmaðurinn bankaði upp á hjá mér í vinnunni í dag með eitthvað stykki undir handleggnum og bæklinga um viðhaldsfría klæðningu í höndinni. Við erum sem sagt að velta því fyrir okkur að skipta um klæðningu utan á litla sæta húsinu okkar og flest bendir til þess að við getum það nú í sumar. Þessi klæðning lítur út eins og máluð/bæsuð/hvað sem þetta er kallað tréklæðning, með viðaræðum og alles. Húðin/málningin á henni er með 15 ára ábyrgð og klæðningin sjálf er með 25 ára ábyrgð gagnvart sprungum og öðrum skemmdum. Þetta kostar um það bil það sama og að setja upp venjulega viðarklæðningu og þá á samt eftir að mála hana eða bæsa annað hvort sumar að svo... Það er bara spurningin hvernig lit við eigum að velja okkur, hvað fer vel við rautt þak og hvíta gluggakarma? Þið getið skoðað svona hérna: Canexel
Ég er farin að hallast svolítið að Yellowstone litnum, hann er reyndar ekki nærri því eins dökkur í alvörunni eins og hann er á myndinni þarna. Mér finnst líka Acadia soldið kúl.

Jæja, bull dagsins... nei, ég meina textabútur dagsins:

(held áfram með Phil Collins fyrst hann er svona mikill snilli)

This journey's not easy for you, I know
if your footsteps get too faint to hear, I'll go
cos you know, questions are never that easy
and never the same
you have the answer believe me
if you have the faith

Find a way to my heart and I will always be with you
from wherever you are, I'll be waiting
I'll keep a place in my heart, you will see it shining through
so find a way to my heart, and I will, I will follow you.