28.7.06

Ég er í svona föstudagsskapi í dag:

22.7.06

Nightswimming deserves a quiet night.
The photograph on the dashboard, taken years ago,
turned around backwards so the windshield shows.
Every streetlight reveals the picture in reverse.
Still, it's so much clearer.
I forgot my shirt at the water's edge.
The moon is low tonight.

Nightswimming deserves a quiet night.
I'm not sure all these people understand.
It's not like years ago,
The fear of getting caught,
of recklessness and water.
They cannot see me naked.
These things, they go away,
replaced by everyday.

Nightswimming, remembering that night.
September's coming soon.
I'm pining for the moon.
And what if there were two
Side by side in orbit
Around the fairest sun?
That bright, tight forever drum
could not describe nightswimming.

You, I thought I knew you.
You I cannot judge.
You, I thought you knew me,
this one laughing quietly underneath my breath.
Nightswimming.

The photograph reflects,
every streetlight a reminder.
Nightswimming deserves a quiet night, deserves a quiet night.

21.7.06

Er ekki kominn tími til að blogga??

Loksins fékk ég góða veðrið mitt og er aldeilis búin að nýta mér það undanfarna daga. Úti að vinna í góða veðrinu, rífandi spýtur utan af húsinu mínu og leggjast svo í sólbað inn á milli. Yndislegt hreint út sagt! Húsið mitt er líka smám saman að fá nýtt útlit, extrím meikóver hás edisjon gætum við kallað þetta. Yndislegt hreint út sagt!

Síðasta helgi var ansi hreint vot, þar sem maður eyddi henni í sumarbústað í Brekkuskógi. Rigning, skúrir, úði og allt þar á milli. En varla þurr mínúta, hvað þá meira! Ég lærði þó allavega Fimbulfamb ;-)

Yngri dóttirin var á sundnámskeiði sl. tvær vikur og stóð sig nokkuð vel, þrátt fyrir það sem getur einungis kallast ofsahræðsla við að fara í kaf. Hún er alveg farin að fara í kaf núna og getur danglast aðeins áfram þegar hún heldur sér í kork, gaman að fylgjast með henni í síðasta tímanum sem var í dag.

Morrissey kemur til landsins og ætlar að leyfa okkur að hlusta á sig 12. ágúst í Laugardalshöll. Ég hlakka mikið til! Kannski fæ ég meira að segja að heyra Girlfriend in a Coma (sem er engan veginn uppáhalds Smiths lagið mitt en ég fæ það rosalega oft á heilann). Bara fjör!

Ég á í erfiðleikum með að gera ritgerð fyrir skólann. Það er svokölluð "thesis" ritgerð um To Kill a Mockingbird. Ég bara veit ekki hvernig ég á að byrja og svo er svo margt sem maður gæti tekið fyrir úr bókinni og ég get ekki ákveðið mig hvað ég ætti að fjalla um. Erfitt líf ;-)

Ég ætla að hunskast með eiginmanninum (til 4ra ára og 1s dags) í bíó í kvöld að sjá The DaVinci Code. Við komumst einhverra hluta vegna ekki um daginn og nú á bara að skella sér. Kæruleysið uppmálað, það erum við. Förum í bíó alveg hmmm... tvisvar á ári eða eitthvað. Og næsta skipti verður eflaust í næstu viku þegar Jack Sparrow mætir aftur á svæðið.

Áfram Magni!

4.7.06

Þá er brúðkaup ársins nr. 2 yfirstaðið. Litla systir batt hnútinn með sínum ektamanni til margra ára. Athöfnin var yndisleg (og það kom vel í ljós hvað við öll erum miklar grenjuskjóður í fjölskyldunni) og veislan alveg frábær. Brúðhjónin glóðu af hamingju og dagurinn var bara hreint út sagt frábær. Takk L + S fyrir að deila þessum degi með okkur hinum :-)

3 dagar í sumarfrí hjá mér, mínum ektamaka og litlu dömunni okkar. Stóra daman farin í sveit til ömmu sinnar og afa. Framundan er brúðkaup ársins nr. 3 og miklar framkvæmdir heimavið. Skipta um klæðningu á húsinu, mála þakið og jafnvel fara út í breytingar í stofunni ef tími gefst til. Jeij :-)

Mig dauðlangar svo að fara eitthvað út því ég er gjörsamlega orðin gegnsósa í þessari rigningu hérna. Fáránlegt að fá bara 6 þurra daga í júní... og þar af einungis 3 alvöru sólardaga. Ég bara krefst þess að það létti til á föstudaginn þegar ég byrja í fríi og verði bara sól og sumar fram í nóvember eða svo. Mér finnst við á suðvesturhorninu alveg eiga það skilið.

Mig langar að fara að halda góða grillveislu heima hjá mér... í góðu veðri... en verð bara að láta mér nægja að horfa á svona vídeó til að fá smá sunny fílíng: