29.9.05

Linda klukkaði mig!

1. 7 hlutir sem að ég vil gera áður en ég dey:
• Finna út hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
• Sjá dætur mínar verða að heilsteyptum gullfallegum konum
• Komast í strákofann á ströndinni á Jamaica með manninum mínum
• Gera það sem mig langar til að gera, að hverju sinni
• Finna fleiri klukkustundir til að hafa í sólarhringnum
• Klára stúdentsprófið
• Fara í heimsreisu og vera ca. ár að því!

2. 7 hlutir sem að ég get
• Búið til besta lasagna í heiminum
• Elskað meira en ég hélt að væri mögulegt
• Hlustað á tónlist endalaust
• Setið í þögninni endalaust
• Sungið 99% af þeim lögum sem komu út á 9. áratugnum
• Eytt ótrúlegum tíma í handavinnu
• Komið við tærnar á mér eftir upphitun

3. 7 hlutir sem að ég get ekki gert
• Reykt
• Drukkið bjór
• Dansað fallega
• Uppfyllt þann draum að fara á 15 tónleika í mánuði!
• Borðað þorramat
• Borðað kotasælu
• Orðið södd af súpu

4. 7 atriði sem að heilla mig við hitt kynið
• Bros
• Augnaráð
• Líkamsburður
• Sjálfsöryggi
• Hreinskilni
• Húmor
• Feimni

5. 7 frægir sem að heilla
• Johnny Depp
• John Taylor
• Brad Pitt
• Viggo Mortensen (he can park his sword under my bed any time!)
• Orlando Bloom
• Jude Law
• Sean Connery

6. 7 orð sem að ég segi oftast
• Úff
• Já
• Nei
• Mín (elskan mín, ástin mín, Sunna mín, Ólöf mín, o.s.frv.)
• Sko
• En
• Takk (orðin ógeðslega kurteis eftir Englandsferðina)

Ég ætla að klukka hmmm... Björgu, Lilju, Evu, Sverri (sérstaklega þar sem ég veit hann hefur svo gaman af svona!!) og Kristínu

28.9.05

Ferðin til Englands var alveg frábær. Við löbbuðum mikið, skoðuðum mikið, gerðum mikið, borðuðum mikið. Ég skelli inn nokkrum myndum hérna einhvern tíman á næstunni.

Að sjálfsögðu varð yngri dóttirin veik í gærkvöld, ca. 8 tímum eftir að ég kom til landsins. Og ég verð eiginlega að vera í vinnunni á morgun og föstudaginn því það eru að koma mánaðamót. Og kallinn minn er á Ítalíu. Og sem betur fer á ég góða tengdamömmu sem er ekki að vinna fyrir hádegið þannig að ég kemst allavega í vinnuna hálfan daginn næstu 2 dagana. Og svo er ég líka boðuð í atvinnuviðtal á morgun.

Ég held það sé nóg að gera hjá mér.

Keypti mér nýja diskinn með Jamie Cullum úti, algjör snilld. Keypti mér líka 4ra diska útgáfu af Live Aid tónleikunum sem voru fyrir 10 árum síðan. Hlakka mikið til að kíkja á þá. Keypti mér líka BBC útgáfuna af Pride and Prejudice með Mr. Darcy, hinum eina sanna. Og svo var ég að ná mér í fyrstu þættina í seríu 2, bæði Lost og Desperate Housewives. Hlakka MIKIÐ til að horfa á þá!!!

22.9.05

Mikið svakalega er litli frændi minn mikill snúllidúlli :) Ofsalega lítill, svona ef ég miða hann við börnin mín í dag ;), en náttúrulega stór og myndarlegur á ungbarnaskalanum!! Fallegt dökkt hár sem þekur alveg kollinn hans og nokkrar ljósar strípur inn á milli. Sætur, sætur, sætur. Það er ekkert hægt að lýsa honum öðruvísi!

Ég heyrði þetta frábæra lag í útvarpinu í dag í fyrsta sinn í ábyggilega 15 ár eða meira (voðalega mikið af í-um í þessari setningu). Þetta er algjörlega tímalaust lag, ilmar ekki af '84 poppinu sem allt var meira eða minna eins, og þar að auki minnir það mig á John Lennon, því röddin hans Julian er ótrúlega lík röddinni hans John. Mæli með þessu lagi í dag, sem og alla daga.

Valotte - Julian Lennon

Sitting on the doorstep of the house I can't afford,
I can feel you there
Thinking of a reason, well, it's really not very hard
to love you even though you nearly lost my heart
How can I explain the meaning of our love?
It fits so tight, closer than a glove

Sitting on a pebble by the river playing guitar
Wond'ring if we're really ever gonna get that far
Do you know there's something wrong?
'Cause I've felt it all along

I can see your face in the mirrors of my mind
Will you still be there?
We're really not so clever as we seem to think we are
We've always got our troubles so we solve them in the bar
As the days go by, we seem to drift apart
If I could only find a way to keep hold of your heart

Sitting on a pebble by the river playing guitar
Wond'ring if we're really ever gonna get that far
Do you know there's something wrong?
'Cause I've felt it all along

Sitting in the valley as I watch the sun go down
I can see you there.
Thinking of a reason, well, it's really not very hard
to love you even though you nearly lost my heart
When will we know when the change is gonna come?
I've got a good feeling and it's coming from the sun

Sitting on a pebble by the river playing guitar
Wond'ring if we're really ever gonna get that far
Do you know there's something wrong
We'll stick together 'cause we're strong

20.9.05

Ég var að eignast lítinn frænda í morgun, ekkert smá stolt :) Innilega til hamingju með soninn, Una Björk og Þröstur. Ég hlakka ekkert smá til að fá að sjá hann :) :) :) :) :) :) :)

Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér heldur en auglýsingar sem gerðar eru af fólki sem kann engar málfarsreglur.

"Bestu verðin í bænum" (ég hélt að verð væri bara eintöluorð... besta verðið í bænum!)

".. með grilluðum bönunum" (Hvar finnur maður bönana?? Ég skil ekki á hvaða sýru fólkið er sem gerði þessa auglýsingu fyrir Hagkaup.)

Annars er ég bara orðin spennt fyrir Londonferðinni með eiginmanninum. Það verður gaman að prófa að gista á flughótelinu í Keflavík og ennþá meiri snilld að geyma bílinn þar fyrir ekki neitt og fá hann hreinan að innan og utan, fyrir vægt gjald, þegar ég kem heim aftur. Ég hlakka líka ótrúlega mikið til að fara að skoða Stonehenge, þessi magnaði staður hefur átt sterkan þátt í heillun minni af Englandi frá því ég var krakki. Og alltaf líður mér eins og ég sé komin heim þegar ég er í Hyde Park. Mér líður ofsalega vel þar :) :) :)

Ég fór í fyrsta "tímann" í líkamsrækt í fjarnámi í gær. Body Balance í Baðhúsinu er frábær hreyfing!

15.9.05

Jæja, ég hef verið "klukkuð" af henni Evu og hér koma þá 5 random staðreyndir um sjálfa mig:

1. Mér finnst svo ofsalega gaman að syngja, það er ekki fyndið. Ég hef bara ekki hugmynd um hvort öðru fólki finnst gaman að hlusta á mig syngja!

2. Góður dagur hjá mér væri þannig að ég myndi eyða honum frá morgni til kvölds í handavinnuna mína og hlusta á góða tónlist í leiðinni.

3. Ég er algjör sökker fyrir jarðaberjum með þeyttum rjóma.

4. Ég fékk ógeð á svörtum sokkum einhvern tíman um daginn. Nú gildir ekkert annað en að hafa þá skrautlega!

5. Ég á 1000 myndir í kassa sem á eftir að sortera og setja inn í albúm. Hvenær mér tekst að klára það verk, eða bara byrja á því, það hef ég ekki hugmynd um.

Ég ætla að klukka Björgu, Kristínu, Sverri, Heiðu Maríu og Lindu, nýjasta lesandann minn!

10.9.05

Mikið var svekkjandi kl. 20:05 í gær þar sem við vinkonurnar sátum spenntar í sætum okkar á 6. bekk fyrir miðju í Óperunni, þegar sýningarstjóri Kabaretts kom út á sviðið og aflýsti sýningu kvöldsins vegna þess að Felix Bergsson, einn af aðalleikurum sýningarinnar, hafði lent í slysi örstuttu áður. Ég vona það bara að Felix sé ekki mikið slasaður og getið haldið áfram sínu starfi sem fyrst. Við ætlum að reyna að komast á sýninguna 1. október en það er spurning hvort við fáum jafn góð sæti þá...

Við töltum okkur bara á Ólíver í staðinn, ég smakkaði Cosmopolitan í fyrsta sinn, og svo skelltum við okkur í bíó að sjá Charlie and the Chocolate Factory. Ég segi það aftur og enn... Johnny Depp og súkkulaði í sömu myndinni = það ætti hreinlega að banna slíka samsetningu!!! Yummi Yummi Yummi Yummi

8.9.05

Ég er með þetta lag á heilanum:

Sister of night - Depeche Mode

Sister of night
When the hunger descends
And your body's a fire
An inferno that never ends
An eternal flame
That burns in desire's name

Sister of night
When the longing returns
Giving voice to the flame
Calling you through flash that burns
Breaking down your will
To move in for the kill

Oh sister come for me
Embrace me assure me
Hey sister I feel it too
Sweet sister just feel me
I'm trembling, you heal me
Hey sister, I feel it too

Sister of night
In your saddest dress
As you walk through the light
You're desperate to impress
So you slide to the floor
Feeling insecure

Sister of night
With the loneliest eyes
Tell yourself it's alright
He'll make such a perfect prize
But the cold light of day
Will give the game away

Oh sister, come for me
Embrace me, assure me
Hey sister, I feel it too
Sweet sister, just feel me
I'm trembling, you heal me
Hey sister, I feel it too

4.9.05

Snillingar eru þetta hjá amazon í Bretlandi. Þegar ég opnaði Picnic at hanging rock þá var diskurinn laus í hulstrinu og nokkuð rispaður út af því. Ég ákvað að athuga með að fá að senda hann til baka og fá nýjan í staðinn, þar sem þeir eru með eitthvað return policy. Og viti menn, tveimur klukkustundum síðar fæ ég póst frá þjónustuteyminu (svo ég noti nú svakalegt tískuorð) um að ég fái sendan nýjan disk í staðinn en megi bara halda hinum, gefa einhverjum hann eða eitthvað, þar sem það svarar ekki kostnaði fyrir mig að vera að senda hann til baka. En indælt :) Þannig að nú á ég auka DVD disk með Picnic at hanging rock og ég held svei mér þá bara að stóra systir mín fái að eiga hann ef hún vill :)

Formúlan fór ekki alveg eins og ég vildi í dag. En það þýðir ekki að gráta það. Ég bið bara og vona að mínum manni takist að vinna þær 3 keppnir sem eftir eru og að Alonso takist ekki að komast í stigasæti... je ræt... en ég má víst alveg láta mig dreyma, er það ekki?

Best að fara að undirbúa sig andlega, er á leiðinni í 9 ára afmæli hjá skvísu með skvísurnar mínar. Vúppdídú! Það besta við þetta er að húsmóðirin á því heimilinu er alltaf með rosalegar kræsingar í afmælum :)

Ég upplifði þvílíka Deja-vu tilfinningu í partýi í gærkvöld. Var nú ekki búin með nema eitt og hálft glas af rósavíni, þannig að ég held nú að það hafi ekki verið málið ;-) En allavega, ég hafði aldrei komið heim til húsráðenda áður, en hafði svo innilega upplifað eitt atriði þarna áður, húsbóndinn sat við hliðina á mér í öðrum enda stofunnar og við vorum eitthvað að spjalla saman, húsmóðirin var í hinum enda stofunnar að gramsa í geisladiskum, og svo fóru þau hjónin að tala saman um Michael Bolton tónleikana. Ég bara fraus í smá stund, mér brá svo við að fá þessa tilfinningu. Hef ekki fundið svona sterkt Deja-vu síðan ég var krakki eða unglingur!

1.9.05

Þvílík snilld er Body Balance í Baðhúsinu. Þó maður kunni lítið í fyrsta (eða öðrum) tíma þá tekur þetta á, á góðan hátt, og maður er öllu liðugri í lokin heldur en fyrir tímann.

Þvílík snilld er helluborðið mitt í nýja eldhúsinu. Hver hella er með stillingum frá 1 og upp í 9 og svo Auto. Auto virkar þannig að þegar ég t.d. set á Auto og 2 og skelli síðan hrísgrjónapottinum á helluna þá kemur upp suða á hrísgrjónunum og þegar hún er komin upp þá fer hellan sjálf niður á 2, þannig að það sýður ekki upp úr og maður þarf ekki að standa yfir pottinum endalaust. Ég held bara svei mér þá að sniðugri fítus sé ekki hægt að hafa á helluborði!

Ég hlakka til að setjast niður í kvöld með útsauminn í fanginu og horfa/hlusta á nýja Eagles DVD diskinn minn. Það er fátt sem jafnast á við svoleiðis kvöld, þegar maður er sucker fyrir röddinni hans Don Henley.... Svo þarf ég líka að fara að horfa á hina nýju DVD diskana mína, keypta á útsölu hjá amazon: Picnic at Hanging Rock (sá þessa mynd einhvern tíman þegar ég var krakki og *varð* bara að kaupa hana þegar ég sá hana auglýsta á 4 pund), The Jerk (Steve Martin klikkar ekki) og All of me (Steve Martin klikkar *alls* ekki).

Ásdís out!