28.6.04

Við hjónin sáum nýja mynd í Smárabíói á fimmtudagskvöldið. Á Íslandi er hún kölluð Suddenly 30 en upprunalega heiti hennar er 13 going on 30, ég held að það hafi verið talið of gelgjulegt nafn á annars soldið gelgjulega mynd. Hún var 99,6% fyrirsjáanleg en mjög fyndin á köflum, sérstaklega ef þú varst gelgja á árinu 1987 eða svo. Ég orgaði af hlátri þegar þrítug daman dró liðið út á gólf með sér í Thriller dansinn.

Svo fór ég nú bara í hina árlegu stelpusumarbústaðaferð um helgina með þeim Björgu og Sólrúnu. Mikið fjör, mikið gaman. Mikið borðað, slatta drukkið. Mikið spilað og ég meira að segja vann Catan tvisvar þó svo að allavega annað skiptið hafi Sólrún svona hmmm haldið sig til baka aðeins ;) Potturinn.. já við fórum ansi oft í pottinn! Mikið rosalega er gott líka að grilla lambakjöt á kolagrilli.. maður var alveg búinn að gleyma hvað það væri gott. Svo komst á beint símasamband milli Vaðness og Parísar á aðfararnótt sunnudagsins, mikið fjör í París líka! Sverrir, þú áttir að setja fleiri bloggmyndir upp hjá þér frá París.. ;)

Vika í "sumarfrí". Það verður ágætt að fá smá frí frá vinnunni allavega :)

24.6.04

Jæja þá er búið að semja. Ég get byrjað hjá SFR um leið og Lilja systir kemur aftur til vinnu, og eina leiðin til að fá hana til að flýta því frá 1. september er ef ég múta henni með milljón undir borðið. Kannski get ég eitthvað gert uppi og eitthvað hérna í ágúst.. reynt að skipta mér á milli staða, það verður bara að koma í ljós. Annars verður bara risastór bunki af bókhaldsgögnum sem bíða mín. Ég er allavega með örugga vinnu til áramóta og svo sjáum við bara til með framhaldið.

Ég verð að vinna með Sverri sæta parísarfara!!! :D Ekkert smá gaman sem það verður hjá okkur.

Jæja, kl. 13:00 í dag (24. júní 2004) fer ég á fund með framkvæmdastjóra SFR varðandi vinnuna sem mér býðst þar. Bið um rosalega góðar hugsanir á meðan og smá róandi hugsanir líka því ég er soldið tense.

Allt önnur mál: Garðurinn okkar er ein stór baðströnd mínus sjórinn í dag. Skeljasandur yfir allt og við fáum líklegast þökurnar bara í dag þannig að strandmenningin stendur stutt yfir!

Hin núna árlega sumarbústaðaferð mín með Björgu og Sólrún verður farin á morgun og áætluð heimkoma er á sunnudagseftirmiðdeginum eða jafnvel um kvöldið ef við erum mjög latar. Stefnt er á að skúbba þessum skýjum einhvert annað, hafa sól og blíðu alla helgina, fara oft í heita pottinn, borða mikið af góðum mat (kótelettum), hlusta á góða tónlist (Right Said Fred hahahaha), drekka góðar guðaveigar og spila Catan þangað til ég vinn... þannig að kannski reyndar verðum við þarna þangað til frýs í helvíti.. en sjáum til hvað gerist. Kannski verða stelpurnar góðar við mig og leyfa mér að vinna einu sinni ;)

Mér skilst að önnur litla systirin mín hafi verið að fá sér kettling. Jæks.. það verður erfitt fyrir mig að díla við Ólöfu Svölu eftir að hún fær að sjá krúsidúlluna. Hún er búin að vera að nauða í mér um gæludýr sl. nokkur ár en ég er bara ekki til í að eiga kött eða hund (á alltof falleg húsgögn til að tíma þeim í eitthvað nag og klór), mýs, hamstrar eða naggrísir koma ekki til greina því það er nóg af músum í görðunum í kringum okkur, fuglar.. tjah.. veit ekki... langar allavega ekki í páfagauk, fiskar eru eitthvað sem mér tækist pottþétt að drepa á 8 dögum eða svo.. þannig að ég held að gæludýraumræðan eigi ekki mikla möguleika á mínu heimili. Ólöf Svala er reyndar búin að ákveða að fá sér hvolp um leið og hún flytur að heiman... ætli það verði á sama tíma og hún fær sér fyrsta kærastann?? (hennar orð!!)

21.6.04

Hmmm.. ég er ofsalega gáttuð í dag :-O Vel gáttuð á góðan hátt samt. Bjóst svo sem alveg við því að verða atvinnulaus í haust og þurfa að ströggla í nokkra mánuði á meðan ég fyndi mér vinnu.

En í morgun labbaði framkvæmdastjóri SFR (Starfsmannafélags ríkisstofnana) inn til mín og bauð mér vinnu! :-O Ég er búin að vera gapandi í 2 tíma og ekki líklegt að mér takist að loka munninum eitthvað á næstunni. Allavega er konan sem er titluð "Sjóðsstjóri" hjá SFR að fara í veikindaleyfi. Og það er sem sagt verið að bjóða mér starfið "Sjóðsstjóri". :-O Hmmmm... hvað á maður að segjast vilja í laun í starfinu "Sjóðsstjóri"?? Æ hef nó ædíe... Fer á fund seinna í vikunni til að ræða þau mál!

Vá.. mér er ekkert smá létt, hjartað hoppar og skoppar og mikið rosalega er þetta góður dagur í dag :-O :-)

17. júní er kominn og farinn fyrir löngu. Familían fór í skrúðgöngu fram hjá húsinu okkar og fylgdumst með mis-góðum skemmtiatriðum á Rútstúni til að verða 4 þann daginn. Mikki refur, Lilli klifurmús og Lína Langsokkur voru vinsæl, annað var hálf-misheppnað. Svo skelltum við okkur bara í bílinn og brunuðum til Akureyrar. Það náttúrulega tók nokkra klukkutíma, Sunna Kristín svaf helming leiðarinnar og pissaði einu sinni í bílstólinn sinn. Sáum fullt fullt fullt af hestum á leiðinni.. voðalega er mikið til af hestum á Íslandi. Vorum komin inn á Akureyri um hálf níu leytið um kvöldið og renndum beint út í sveit í nýja Naustahverfið þar sem Svala Helga frænka mín og hennar familía eiga heima. Svo höfðum við það bara rosalega rólegt þarna um helgina. Fórum í sund, fengum okkur ís, borðuðum góðan mat, sváfum alveg helling. Bumban á Svölu Helgu stækkar heldur hressilega hratt, hún er komin 5 mánuði með tvíburana og er orðin eins og margar penar rétt fyrir fæðingu! Siggi Árni og stelpurnar mínar skemmtu sér nokkuð vel alla helgina, engin feimni eða neitt, bara rosa gaman. Stjáni fór á torfærukeppnina sem var á laugardaginn og aldrei þessu vant þá tókst Sigga að vinna!!!! Unbelievable.. ég hélt að 3. sætið væri hans að eilífu. En það er svona þegar aðalgæjinn kemur ekki bílnum í gang og missir af einni braut ;) Við lögðum af stað heim snemma í gær, fengum okkur hádegismat í nýja Esso-skálanum á Blönduósi og vorum komin heim bara um fjögur leytið ef ég man rétt. Svo var náttúrulega sest niður fyrir framan imbann og horft á formúlu sem var atburðarík fyrir utan efstu sætin. Það hefði verið gaman að fá að sjá fréttamannafundinn eftir keppni en fótboltagargið var klippt bara inn í um leið og Skömmsökker var kominn yfir endalínuna. Bömmer. Hvort tveggja!

Eiginmaðurinn er kominn í sumarfrí, hann er með gröfu ennþá úti í garði og ég veit ekki hvernig moldarflagðið á eftir að líta út þegar ég kem heim úr vinnunni í dag. Potturinn sem okkur var gefinn kom í hlað í gærkvöld. Ég hlakka ekkert smá til þegar pallurinn fer að myndast. Annars erum við mikið að spá í hvernig dekkið á pallinum á að vera, eitthvað munstur eða allt ein stærð af borðum eða... Ég er svona að hallast á ein breið, tvær mjóar, ein breið, tvær mjóar... Eða ein breið, ein mjó.. etc.. Hvað finnst ykkur flott?

16.6.04

Jæja, þá er fjölskyldan á Borgarholtsbrautinni búin að eignast píanó!! Víííí.. rosa spenningur hjá stelpunum, þ.á.m. mér :) Þurfum bara að láta stilla það eftir 3-4 vikur þegar það er búið að venjast andrúmsloftinu heima hjá okkur, það er hræðilega falskt. Þetta er 57 ára gamalt breskt Bentley píanó, vonandi góður gripur.. en fyrir 20þúsund kall þá má það alveg bara duga í 2 ár eða eitthvað mín vegna ;)

Garðurinn er ennþá moldarflagð og verður það eitthvað áfram... en Stjáni er kominn í frí eftir þennan dag og þá verður nú eitthvað drullumallað. Vonandi gengur bara pallasmíðin vel hjá honum þegar að því kemur.

Við erum svo öll að fara til Akureyrar í fyrramálið, getum vonandi skemmt okkur vel í 17. júní hátíðahöldunum þar eftir hádegið. Ætlum að gista hjá Svölu Helgu, Palla og Sigga Árna í nýja húsinu þeirra. Svo er torfærukeppni þarna á laugardaginn og spurning hvort við stelpurnar nennum þangað, Stjáni fer allavega. Komum aftur á sunnudagseftirmiðdeginu, verðum að ná formúlunni kl. 5 ;)

Góða helgi og gleðilega þjóðhátíð á morgun. (Þó mér finnist alltaf bjánalegt að segja gleðilega þjóðhátíð nema á þjóðhátíð í Eyjum!!)

14.6.04

Drullumall drullumall ennþá meira drullumall.

Já, garðómyndin okkar er moldarflagð núna eftir æfingarnar hans Stjána um helgina. Og bílastæðið er einn stór moldar-, gras- og fíflabingur! Spennó.. ég hlakka ekkert smá til þegar það fer að komast einhver mynd á þetta aftur. Við erum með heitan pott, ónotaðan til sölu, því við fengum notaðan pott gefins um helgina frá frænda mínum. Svo verður bara farið í pallasmíði, fáum skeljasand og tyrfum ofan á hann, steinleggjum bílastæðið.. og þetta verður flottasti garðurinn í heiminum ;)

Við Sunna Kristín fórum upp í Mosó í gær. Ég hafði það náðugt og las Lifandi vísindi í næstum 2 tíma á meðan SK var úti með ömmu sinni. Svo fengum við vöfflur, afi og amma og Lilja og co komu líka og það var bara voða gaman hjá okkur. Nice sunnudagseftirmiðdegi. Þegar við komum svo heim þá var formúlan að byrja og maður hefði svona næstum því getað sleppt henni... bleh.. Bölvuð drusla er þetta sem er framleidd af Benz!

Ólöf Svala sá Harry Potter & the prisoner of Azkaban aftur um helgina, fór með föður sínum í þetta skiptið. Alltaf jafn gaman!

Courteney Cox-Arquette, sem lék Monicu í Friends, eignaðist stúlkubarn um helgina. Svo verður hún fertug í vikunni, kerlingargreyið. Til hamingju :) (mjög líklegt að hún sjái þetta og skilji íslensku þar að auki, ekki satt?)

Elsku besti nágranninn minn ákvað að hugsa ekki þegar hann kom heim til sín kl. 23:40 í gærkvöld. Skildi trukkinn eftir í gangi og blastaði græjunum í botn "Urgent" með Foreigner... þegar ég var orðin svo glaðvöknuð að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg þá fór ég í sloppinn minn og útiskóna, rölti yfir og bað hann um að slökkva á tónlistinni. Hann virtist vera voða hissa yfir þessu en baðst fyrirgefningar og slökkti. Þá byrjuðu öskur og læti úti í garði hjá honum þar sem 6 ára sonurinn á heimilinu hafði verið úti að leika og vildi náttúrulega hlusta á tónlistina! Sumt fólk, sko!!! Drengurinn var alveg brjálaður yfir þessu en þegar ég labbaði í burtu þá heyrði ég í föðurnum reyna að sefa strákinn, "Fólk er víst farið að sofa" heyrðist m.a. í honum!! NO SHIT!! Ég er bara fegin að stelpurnar mínar vöknuðu ekki við þetta. Af hverju er fólk alltaf svona rosalega hugsunarlaust? Það bara spáir ekkert í það að það skuli yfirleitt eitthvað annað fólk vera nálægt...

11.6.04

Ég heyrði aðeins í lækninum mínum áðan. Hann á nú eftir að vita hvað kemur út úr gigtartestinu en það voru komin svör úr öllu hinu dótinu inn á borð til hans. Ég er sem sagt miðað við allt það dótarí, við hestaheilsu (hvernig sem hestum nú líður) og það á ekki neitt að vera að mér. Sökk var 14, telst vera eðlilegt upp í um 20, þannig að það eitt segir okkur að það séu mjög litlar líkur á því að ég sé með gigt (hvernig sem það nú virkar annars). Í fyrsta sinn á ævinni er ég með gott járnmagn í blóðinu, það borgar sig sem sagt að borða grænmeti stundum ;) Kólesterólið er svo flott að maður roðnar bara. Blóðmagnið í minna lagi en þannig er ég nú alltaf. Hvítu blóðkornin í góðu lagi, ekkert hækkuð. Svo sagði hann eitthvað meira líka sem var rosa flott og ég man ekkert hvað er ;)

Þannig að... ekki miklar líkur á gigt hérna en verður samt gaman að vita hvað kemur út úr testinu.

Mér er allavega ekkert að batna í puttunum...

Stjáni ætlar að rústa garðinum okkar með traktorsgröfu um helgina. Það verður gaman að sjá hvernig það gengur :)

10.6.04

"Ég sé ekki þörfin á svona.. eh... kóngaembætti", sagði Pétur Blöndal Davíðsundirlægja í Ísland í bítið í morgun. Hann var reyndar að tala um forsetaembættið, ekki forsætisráðherraembættið, eins og hann hefði alveg getað verið að gera með þessari setningu. Já, mér finnst forsætisráðherraembættið vera orðið algjört "kóngaembætti" ef ég ræni þessu orði í smá stund frá Pétri. Því maðurinn sem hefur setið í þessu embætti alltof lengi er með þvílíkar ranghugmyndir um stöðu sína í þjóðfélaginu. Hann lítur á sig sem Dabba kóng, það fer ekkert á milli mála. Pétur Blöndal er svo mikil undirlægja hans að hann sér ekki einu sinni hvað þetta er rangt. Og mikið verð ég nú glöð þegar Davíð stígur af stóli í haust. Hvort Halldór verður eitthvað skárri í embættinu veit ég ekki, en sé það alveg fyrir mér að honum verði fjarstýrt að mestu leyti úr vesturbænum.

Í öðrum fréttum er voða lítið að frétta ;) Lífið gengur sinn vanagang á Borgarholtsbrautinni. Við mæðgurnar töltum okkur út á bókasafn í gær og ég ætlaði aldrei að ná dömunum þaðan út aftur! Andrés Önd átti nefnilega afmæli í gær og það var getraun í gangi og verið að gefa myndir og Andrésar-merki og ýmislegt. Svo fengum við lánaðar stubbabækur, bangsímonbók, múmínálfabók og risaeðlubók!

8.6.04

Jæja :D Þá er mamma gamla aldeilis rosalega stolt af stóru snillastelpunni sinni í dag. Skólaslit Kársnesskóla voru núna í morgun og Ólöf Svala mín brilleraði náttúrulega í öllu, eins og hennar er von og vísa.

Lestur : 9,0 (meðfylgjandi miði segir: "Í vor var sama próf lagt fyrir alla 2. bekki í Kópavogi. Eftir tveggja vetra lestrarnám sýna einkunnir á bilinu 4-6 eðlilega og góða framför.") !!!!! :D
Skrift : 10,0
Ljóð : 10,0
Stærðfræði : 9,5
Tölva : Ágæt ástundun
Smíði : Ágæt ástundun
Samfélagsfræði : Ágæt ástundun
Tónmennt : Ágæt ástundun
Heimilisfræði : 8,0
Leikfimi : 8,0
Sund : Lokið prófi

Lærir heima : Ætíð
Hegðar sér vel : Oftast (hahahaha, það er ekki hægt að vera þægur *alltaf*)

Æði, frábært, ég get ekki hætt að brosa, ég er svo stolt! Og það besta er að þegar ég sagði Ólöfu Svölu hvað ég væri stolt af henni þá sagði hún: Já, ég er líka mjög stolt af mér!

Vííííííí

7.6.04

Buhu... ég þurfti að fara í pyntingar í morgun. Blóðprufa og sársauki.. ekki gaman. Ég hata nálar. Skil ekki hvernig fólk getur verið meinatæknar og pínt fólk svona (já, móðir mín er meinatæknir.. en vinnur reyndar ekki í pyntingum lengur). Það er erfitt að vera til í dag með risastórt gat á handleggnum. Ok ég ýki svolítið.. bara smá.. en mér finnst ömurlegt að þurfa að gera þetta. En fyrst ég ætla að komast að því hvort ég sé með gigt eða ekki þá er þetta víst nauðsynlegt :(

Ólöf Svala var að byrja á sumarnámskeiði í Tennis- og íþróttaskólanum í Sporthúsinu. Vonandi verður gaman hjá henni, hún þarf að vera þarna allan daginn í 3 vikur... svo eru skólaslit hjá henni á morgun.

Fór annars með dömurnar mínar út í Viðey í gær í 1 árs afmæli Ásthildar frænku, fyrstu prinsessu af Viðey. Veðrið var æðislegt, bátsferðirnar vöktu mikla lukku hjá dömunum og göngutúrinn út í haga til að sjá hestana, folöldin, kindurnar og lömbin var líka vel heppnaður. Kökurnar hennar Oddnýjar voru alveg verulega djúsí og allir skemmtu sér bara vel. Til hamingju aftur, litla frænka.

Ég er hins vegar þreytt í fótunum eftir allt þetta labb í leiðinlegum skóm.

Viva la Teva! Hefði átt að vera í þeim í gær!

6.6.04

Hvernig líst ykkur á nýja bleika lúkkið mitt? Það eru allir að breyta til þannig að ég ákvað að gera það bara líka :)

Jæja, við hjónakornin fórum að sjá Harry Potter and the prisoner of Azkaban í gærkvöld. Skemmtum okkur hátíðlega og vorum yfirleitt mjög hrifin, held ég. Stjána finnst reyndar vera rangur maður í hlutverki Lupin en ég var þokkalega ánægð með hann. Og í hvert skipti sem Sirius Black birtist á skjánum þá spilaðist í höfðinu á mér sena úr Friends þar sem Gary Oldman leikur drykkfelldan leikara. "Is that my arse?" hahahahaha

Ólöf Svala sá myndina í gærdag með Kristínu frænku sinni og var geysispennt bæði fyrir og eftir :) Vildi ekki fara út úr salnum í lok myndar heldur hefði viljað sitja áfram og horfa á hana aftur. That's my girl ;)

Svo var vorhátíð í Kársnesskóla í hádeginu í gær. Við mæðgurnar fórum og svo kom mamma líka með Lóu Sjöfn og það var svaka stuð hjá frænkunum. Mikið hoppað í hoppukastala og á trampólíni, mikið rólað og borðaðar pylsur og svo hjóluðum við heim með Lóu Sjöfn með okkur, en mamma keyrði. Lóu Sjöfn fannst rosa gaman að komast í svona "langan" hjólatúr með okkur, upp brekku, framhjá kirkjunni, niður laaaaanga brekku, gegnum hóp af fólki.. þetta var allt mjög spennandi en hún þarf aðeins að æfa sig á bremsunni til að vera öruggari :)

Svona var gaman að róla: (öðru nafni, fólk er mis-æst)


3.6.04

Mikið varð ég hamingjusöm þegar ég fann þessa síðu og gat hlustað á sjóræningjaupptökur af nokkrum lögum frá Duran Duran tónleikunum sem við Una Björk fórum á þann 14. apríl sl. Ég hef hlustað á þetta nokkrum sinnum og fæ alltaf svona spennings-skjálfta og kökk í hálsinn. Það er ekkert smá sem ég get verið yfir mig hrifin af þessari hljómsveit!!!

Svo einhverra hluta vegna endaði ég á þessu bloggi í dag. Það er búinn að vera rosalega mikill æsingur í ameríkunni yfir þessu bloggi, því bloggarinn heldur nafnleynd sinni og segist vera nokkuð frægur leikari. Hann er ansi mikið að dissa fólkið í bransanum þarna úti og það hafa verið miklar getgátur um hver þetta eiginlega sé! Þær uppástungur sem ég sá á einu litlu chatborði í dag voru m.a. George Clooney, Ben Affleck, Owen Wilson og Luke Wilson. Svo er þetta kannski bara einhver nobody úti í horni sem fer ekki út úr húsi og hefur bara tölvuna sér til félagsskapar.

Við mæðgurnar fórum út að hjóla í góða veðrinu eftir vinnu/skóla í dag. Þurftum reyndar að fara fyrst að kaupa nýja hjálm handa Ólöfu Svölu því hún datt bókstaflega á hausinn í rigningunni í fyrradag og braut hjálminn sinn gamla. Eins gott, segi ég nú bara, að hún hafi verið með hjálm því annars hefði ennið á henni þurft þó nokkur spor...

Sunna Kristín er að reyna að rembast við að geta klifrað upp á "stóra stein" í leikskólagarðinum þessa dagana. Það er nefnilega mjög stórt skref að geta komist upp á stóra stein, því þá ertu orðinn ansi stór! Elstu strákarnir á deildinni hennar eru flestir farnir að klifra þarna upp og niður, ekkert mál, og hún er orðin ansi spennt fyrir því að geta þetta líka! En hún hefur nú eiginlega aldrei, blessunin, verið neitt að reyna að klifra. Vonandi tekst henni þetta seinna í sumar.

Ef ég myndi hlusta á alla tónlistina í tölvunni minni non-stop þá tæki það 194 klst 37 mín og 43 sek. Ef ég set á shuffle og læt hana velja random lag einu sinni á dag, hvað ætli ég lendi oft á sama laginu? Í dag varð lagið Wouldn't it be good með Nik Kershaw fyrir shuffle-valinu. Mikið var ég nú skotin í honum fyrir 19 árum síðan LOL

2.6.04

Jess, eins og við segjum á góðri íslensku! Forsetinn ákvað að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu! Nú er ég ánægð með kallinn og hlakka mikið til að heyra hvað sjálfstæðismenn segja við þessu. Eini gallinn við þessi lög, sem mér er að mestu leyti skítsama um, er hversu augljóst er að þau eru einungis til þess að vinna á móti einum manni og aðeins þessum eina manni. Þetta eru bara skilaboð frá Dabba til Jóns Ásgeirs sem hljóða nokkurn veginn svona: Hey þú, þú ert fífl, þín fyrirtæki styðja ekki mig og mínar skoðanir, þannig að mér finnst að þú eigir ekki að fá að eiga þessi fyrirtæki lengur. Hmpf.

Þó svo að ég sé ekkert rosalega mikið fyrir það að einhver einn eigi rosalega mikið og fái alltaf meira og meira, þá er þetta ekki rétta leiðin til að stjórna því.

Svakalega er ég klár í ensku :)

Grammar God!
You are a GRAMMAR GOD!


If your mission in life is not already to
preserve the English tongue, it should be.
Congratulations and thank you!


How grammatically sound are you?
brought to you by Quizilla

Jæja.. þá er það veðmál dagsins. Forsetinn var að boða til fréttamannafundar kl. 16:15 í dag. Á hann eftir að tilkynna það að hann hafi skrifað undir fjölmiðlalögin eða á hann eftir að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu? Ef kostur B verður fyrir valinu, hvað á þá Davíð Oddsson, kóngur, eftir að gera í ríki sínu?

Þetta er æsispennandi. Getur forsetinn styrkt embætti sitt eða hafa sjálfstæðismenn rétt fyrir sér, að forsetinn sé gjörsamlega valdasnauður?

Framhald síðar...