26.11.06

Stal þessu frá Hafrúnu:

Ef líf þitt væri bíómynd, hvernig væri tónlistin í henni?
Þetta virkar svona:
1.Opnaðu spilarann sem þú notar (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Settu á shuffle
3. Ýttu á spila(play)
4. fyrir hverja spurningu seturðu það lag sem er að spilast
5. Þegar þú ferð í næstu spurningu, ýttirðu á next takkan fyrir næsta lag.
6. Ekki svindla og þykjast vera kúl settu inn hvaða lag kemur…

Opening Credits/opnunarlag: What's going on - 4 Non Blondes

Waking/vöknun : Money for nothing - Dire Straits

First Day At School/fyrsti skóladagur: I'm a Man - Chicago (LOL)

Falling In Love/að verða ástfanginn: Rock You - Justin Timberlake (ennþá meira LOL)

Fight Song/baráttulag: Frændi og ég - Ruth Reginalds (maður er nefnilega líka með tónlist fyrir börnin í windows media player)

Breaking Up/sambandsslit: You give me something (Blacksmith R&B remix) - Jamiroquai

Prom/skólaball: You learn (unplugged) - Alanis Morissette

Getting Back Together/byrja aftur saman: Careless whisper - George Michael (ROTFLOL)

Birth of Child/fæðing barns: Dagar - Eyjólfur Kristjánsson (hmmmm)

Final Battle/loka barátta: Adesso Tu - Eros Ramazzotti (róleg lokabarátta!)

Death Scene/Dauðasenan: I want you - Savage Garden

Funeral song/jarðarfararlagið: Englaregn - Todmobile

End Credits/Lokalagið: Ebenezer Goode - The Shamen

Ég er alveg í hláturskasti yfir þessum lögum! Eins og mikill partur af tónlistinni í tölvunni minni er Duran Duran, Depeche Mode, Morrissey og The Smiths.. þá kom ekkert lag frá þeim upp! Ég er bara alveg ferlega hissa.

Og þegar ég ýtti aftur á next þá kemur upp Music of the Night úr söngleiknum Phantom of the Opera, sem er hreinlega eitt mesta gæsahúðarlag sem ég veit um. Elska það. Langar að sjá Phantom aftur í hvert skipti sem ég heyri þetta lag.

23.11.06

Hafið þið prófað að nota silicon kökuform?

Ég keypti mér slík fyrirbrigði fyrir nokkru en þar sem ég baka ekkert voðalega oft er ég eiginlega ekki komin í "æfingu" með að nota þau.

Ég var t.d. að baka indælis marmaraköku fyrir partýskipulagningarfundinn sem ég held í kvöld og auðvitað tókst mér að klúðra því gjörsamlega að ná kökunni úr forminu. Jújú, ég náði henni svo sem úr forminu en hún er í nokkrum hlutum eftir það ævintýri.

Vona bara að hún bragðist vel þrátt fyrir það.

22.11.06

Ég og vinkonur mínar erum að halda upp á það að hafa þekkst helming ævinnar
(þ.e. síðustu ellefu árin eða svo ;)). Við ætlum því að halda
helmingsæviþekkingarteiti 25. nóvember kl. 8 :). Þér og þeim vinum sem þú
kýst að taka með þér er boðið. Við munum bjóða upp á léttar veitingar,
vitrænar samræður og gleðskap fyrri hluta kvölds. Seinni hluta kvöldsins
bjóðum við einungis upp á gleðskap :).

Alveg leyfilegt að taka með sér auka veitingar, myndarlega gesti (af báðum
kynjum ;) þó karlkynið sé nú vinsælla hjá þeim einhleypu í hópnum) og annað
skemmtilegt sem ykkur dettur í hug.

Þetta eðalpartý verður haldið að Hamraborg 11 í Kópavogi. Salurinn er, að
mig minnir, á 3. hæð. Annars gangið þið bara á hljóðin ;-)

10.11.06

Já, ég er s.s. á leið til Þýskalands næsta sumar til að tölta um í Rínardalnum og fara á Genesis tónleika í Düsseldorf með bestustu vinkonunum mínum! Það var mjög skemmtilegt panikk að kaupa miða á þýskri síðu í morgun. Ég er nebblilega svo klár í þýsku.. eða þannig.

8.11.06

Ó gvöð. Ég er miður mín. Spritney Bears hefur sótt um skilnað við sæðisgjafann sinn, Fevin Kederline. Eða eitthvað. Aumingja fólkið. Ef fólk skyldi kalla.

Genesis ætla að koma saman aftur og halda nokkra tónleika næsta sumar.
Mig langar.

Af betri fréttum frá Bandaríkjunum: Það lítur allt út fyrir að "speaker of the house" verði kona nokkur sem hefur álíka "mikið" álit á George W. Bush eins og ég hef. Mikið vona ég að þetta þýði að Bandaríska þjóðin sé að átta sig á þeim mistökum sem hún hefur gert í sl. tvennum forsetakosningum.

Ekki það að ég sé eitthvað pólitísk í eina áttina frekar en aðra í Bandarískum stjórnmálum. Mér finnst bara að George W. Bush hljóti að vera einn vitlausasti maður sem nokkurn tíman hefur komið inn fyrir HvítaHússins dyr.

Það er gott að hafa tilfinningar:

3.11.06

Snilld vikunnar: sms-in tvö frá Lills mæ siss *fruss*

Prakkarastrik vikunnar: dreifa allskonar ljósritum um borð skrifstofustjórans míns. Límdi þau meðal annars á skjáina hennar. Hún er nefnilega alltaf að segja manni að ljósrita allt. *fliss* Frekar fyndinn svipurinn á henni og blótið sem kom þegar hún sá þetta.

Lag vikunnar:
Fæ ennþá hroll því þeir byrjuðu tónleikana á Wembley Arena með þessu lagi. Úff.. mig langar aftur að sjá þá... buhu..