28.2.08

Ég er grafandi upp gamla drauga þessa dagana. Hér ætla ég að leyfa ykkur að njóta
Kajagoogoo án Limahls. Ótrúlega töff hárgreiðsla hjá ljóshærða gæjanum maaar...

Þetta er sérstaklega fyrir stóru systur mína :-D

21.2.08

Þetta lag hefur sönglað í höfðinu á mér undanfarna rigningar- og slyddudaga. Ætli skilaboðin séu ekki þau að maður á ekki að láta utanaðkomandi veður hafa áhrif á sig. Eina veðrið sem skiptir máli er það sem er inni í manni. (Svakalega er ég djúp í dag)

12.2.08

Ég held áfram að dæla tónlist hingað inn. Hér er eitt af mínum uppáhalds lögum með einum af mínum uppáhalds hljómsveitum. Afskaplega sorglegt lag og ég finn til í hjartanu þegar ég sé hvað Karen heitin Carpenter er sorgmædd þegar hún syngur þetta lag. The Carpenters - Rainy days and mondays.

11.2.08

Já, það sem maður finnur ekki á þútúbunni!!! Ég rakst á þessa yndislegu hillbilly-hippa með eina af fallegustu ballöðum sem nokkurn tíman hafa verið samdar og verð hreinlega að gera þá að hljómsveit dagsins. America, gjörið þið svo vel:

3.2.08

Hljómsveit dagsins er Art of Noise! Hér er "Paranoimia" sem var alveg ótrúlega kúl vídeó hérna í denn. Max Headroom var mjög kúl karakter og maður trúði því nú bara varla að þetta væri tölvugrafík. Njótið vel:

2.2.08

Ég mæli með Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness (hversu frábærlega nördalegt er þetta nafn?) í dag.

Ég eyddi næstum því þremur klukkustundum í kvöld í það að setja upp sjónaukann minn og skoða stjörnur ásamt fleira fólki við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hápunktur kvöldsins var að sjá Satúrnus með hringina sína um kl. 22:30. Þeir sem hafa tækifæri á að skoða þetta í sjónauka, þá bara mæli ég ógurlega með því. Æðislegt. En mikið hrikalega var kalt þó ekki bærðist hár á höfði! 15 stiga frost er alveg slatti.

Ég er ótrúlega stolt af mér að hafa enst svona lengi út í kuldanum. Var líka bara í öllum græjum sem hægt var að vera í eiginlega. Fer í gönguskónum en ekki fancy ítölsku kuldaskónum næst.