13.5.09

Jæja, þá getur maður andað léttar núna. Búin að fá tvær einkunnir af þremur: 7 í sögu og 9 í alþjóðafræði, svo að nú get ég farið að bjóða fólki officially í útskriftarveisluna mína þann 23. maí :) Mér er mikið létt og finnst það alveg hreint ótrúlegt að vera búin með þennan áfanga: Stúdentsprófið :) :) :)

Annars er ég búin að vera drullulasin undanfarna daga og mæli ekkert með slíku svona þegar vorfílingurinn á að vera kominn í mann. Var ótrúlega dugleg að prjóna í veikindunum og er að leggja lokahönd á peysu handa sjálfri mér. Brjálað að gera svo í vinnunni núna, þar sem ég hef verið frá í heila viku. Bæjó spæjó!