24.12.07

Ég sendi ykkur öllum (fáu) sem nennið að lesa bloggið mitt, bestu jólakveðjur og óskir um farsælt nýtt ár.

Við ör-fjölskyldan (ég, eiginmaðurinn og yngri dóttirin) verðum saman heima í kvöld í algjörum rólegheitum. Ekkert stress, engin læti. Bara jólin.

Kveðja,
Ásdís

18.12.07

Nú ætla ég að vera eðal-væmin og tileinka þetta eldgamla og æðislega jólalag honum Sverri sæta :) Lov jú beib.Kenny og Dolly eru æði :) :) :)

19/12 kl. 17:05 eða svo: vídeóið lagfært :)

17.12.07

Prófin búin og ég er búin að fá tvær af þremur einkunnum líka! Fékk 8,0 í Alþjóðafræði 102 og er ansi montin af því :) Fékk svo 6,0 í Markaðsfræði 103 sem hlýtur að vera vegna ógurlegrar snilligáfu minnar því ég veit ekkert um Markaðsfræði og það sem ég las fór jafnóðum inn um augun og út um eyrun, held ég.

Fór í gærkvöld á Frostrósatónleika í Laugardalshöll, þar sem eldri dóttir mín var að syngja með skólakórnum sínum og stóð sig með eindæmum vel. Ég gæti ekki verið montnari af henni þessa dagana!

Nú er ég farin að leyfa mér að hlakka smá til jólanna. Yfirleitt kemst ég ekkert í neitt jólaskap fyrr en bara að kvöldi Þorláksmessu en eitthvað virðist hjartað í Trölla vera að stækka, og ég er bara farin að raula með jólalögunum og allt. Það er svo gaman að upplifa spennuna fyrir jólunum í gegnum dætur mínar. Þær eru svo opnar og yndislegar, maður fær þetta bara beint í æð hjá þeim :)

13.12.07

Í dag mæli ég með bananakökunni hjá Bakarameistaranum, Suðurveri.

Ó MÆ GOD

Eftir hörmulega leiðinlegan dag í vinnunni fór samstarfskona mín út í bakarí og keypti þessa dásemd handa okkur og svei mér þá, deginum er bara bjargað. Mér er núna skítsama um allt sem gerðist fyrri hluta dags og er södd og sæl og hamingjusöm yfir banana-súkkulaði-köku-namminu sem ég var að skófla í mig.

11.12.07

Nú mega jólin koma. Njótið vel!19/12 kl. 17:09 eða svo: vídeóið lagfært!

6.12.07

Mæli með því að fólk fari á www.midi.is og kaupi sér miða á allavega eina af þrennum tónleikum með Björgvini Halldórssyni um helgina. Verið er að selja ósóttar pantanir núna :)

Ekki það að ég fíli Bó og có í tætlur. Ætla að fara einungis til að fylgjast með 11 ára dóttur minni sem er ein af ca. 20 krökkum sem munu syngja með honum á tónleikunum :)

Stolt mamma hérna :) :) :)