30.3.08

Jæja, þá er fjölskyldan komin heim eftir tveggja vikna dvöld í Bandaríkjunum. Við eyddum mestum tímanum í Philadelphia, skruppum til Washington í tvo daga og fórum svo norður fyrir í lok ferðar og heimsóttum Connecticut og Boston. Það var ótrúlega gaman að hafa tækifæri á því að eyða tíma með Hlyn bróður og Ernu mágkonu, svona um það leyti sem dvöl þeirra í Philly er hálfnuð. Við höfum öll saknað þeirra svo mikið og eins og ég segi var það bara yndislegt að fá HlynsOgErnu skammt. Hann þarf reyndar að endast okkur næstum því fram að jólum, en við verðum bara að vera dugleg að hringja og setja myndir inn á flickrið, right?

Sem minnir mig á það að ég á eftir að tæma kortin úr nýju myndavélinni okkar. Ég er ekki komin með endanlega tölu á fjölda mynda sem við tókum í ferðinni, en held þær séu yfir 1300 stykki.

Skattaframtalið var gert í morgun, eftir 11 tíma svefn. Ég steinrotaðist um 10 leytið í gærkvöld og var komin fram úr um 9 leytið í morgun ;-) Þotuþreyta á ekki vel við mig, en ég gat náttúrulega ekkert sofið í vélinni aðfararnótt laugardagsins. Það virðist hafa virkað ágætlega að við lögðum okkur öll í ca. 2 tíma á laugardagsmorguninn og héldum okkur svo vakandi fram á laugardagskvöldið. Stelpurnar reyndar voru sofnaðar um kl. 8:30 í gærkvöld og svo vakti ég þær um 9 leytið í morgun.

Akkúrat núna er ég í heimildasöfnun fyrir ritgerð um ævi og störf John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta. Gaman gaman. Vona að mér takist að hætta að VERA Á NETINU SVO ÉG FARI NÚ AÐ GERA EITTHVAÐ GAGN!

Over and out.

17.3.08

Smá örblogg. Erum í Philadelphia með bró og Ernu Sif. Búið að vera mikið stuð hérna. Fengum fullt af fólki af mars listanum mínum hingað um helgina og mikið var spjallað og borðað og hlegið. Við fórum á nokkur söfn og kynntumst ýmsu um sögu Bandaríkjanna.

Dýragarðurinn var skoðaður í morgun og við versluðum aðeins í King of Prussia Mall. Erum að spá í að fara til New York á morgun, ætli við tökum ekki Amtrak þangað... ekki sniðugt að fara á bílnum í brjáluðustu borg í heimi. Svo fengum við frábæran díl á hóteli í Washington DC á miðvikudagskvöldið, ætlum sem sagt að eyða tveimur dögum þar í að skoða söfn, Capitol Hill og eitthvað fleira skemmtilegt.

Meira síðar :) :) :)